Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.12.2016 12:23

Stúfur kom að Stað

 


Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað, með restina af

piparkökubrotunum sem runnu ofan í Vini alþýðunnar.

 

Stúfur kom að Stað

 

Jólasveinarnir koma nú hver af öðrum til byggða en Stekkjarstaur kom fyrstur þann 12. desember sl.

Stúfur var sá þriðji og kom hann við í Alþýðuhúisinu á Eyrarbakka í Félagsheimilinu Stað á að morgni miðvikudagsins  þann 14. desember. Meðal þess sem hann var með í poka  sínum voru piparkökubrot  sem hann hengdi á hurðina fyrir Vini alþýðunnar þegar þeir mættu til morgunspjalls.

Vinir alþýðunnar þakka þessa hugulsemi jólasveina og eru þeir ætíð velkomnir í Alþýðuhúsið.

 

.

 Skráð af Menningar-Staður