![]() |
Vor í Árborg sett að Stað
Hátíðarsetning bæjarhátiðarinnar -Vor í Árborg- fór fram að Stað á Eyrarbakka sumardaginn fyrsta, í gær.
Bæjarfélagið heiðraði á þessum tímamótum fimm skólastjóra úr sveitarfélögunum sem sameinuðust í Árborg en Selfoss verður 70 ára í haust og Eyrarbakki 120 ára.
Skólastórarnir höfðu allir verið kennarar og skólastjórar á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi. Það var lán samfélagsins að hafa sömu menn áratugum saman í brúnni til að stjórna og koma skólastarfinu af stað.
Mikil ánægja ríkti með þessa ákvörðun Íþrótta- og menningarráðs Árborgar en þau Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir bæjarfulltrúar fluttu tölu og afhentu skólastjórunum blómvendi sem þakklætisvott fyrir mikið og óeigingjarnt framlag þeirra til skóla- og menntamála í áratugi.
Ásmundur Friðriksson skrifar á Facebook-síðu sinni.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is