Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.06.2017 20:48

Aldarminning - Einar Sturluson

 

 

Einar Sturluson (1917 - 2003).

 

 

Aldarminning - Einar Sturluson 

 

 

Tengdafaðir minn, Ein­ar Sturlu­son, söngv­ari og söng­kenn­ari, fædd­ist 10. júní árið 1917.

 

For­eldr­ar hans voru Sturla Ein­ars­son frá Jarls­stöðum í Bárðar­dal og bóndi á Fljóts­hól­um í Gaul­verja­bæj­ar­hreppi og Sig­ríður Ein­ars­dótt­ir frá Hæli í Gnúp­verja­hreppi. Sturla vann það af­rek í upp­hafi síðustu ald­ar að ganga ein­sam­all úr Bárðar­dal þvert yfir há­lendið til að fastna sér stúlku á Suður­landi.

 

Ein­ar var elst­ur sjö systkina og ólst upp á Fljóts­hól­um. Þar á bæ var tónlist í há­veg­um höfð, hljóðfæri fyr­ir hendi og mikið sungið og var það án efa kveikj­an að tón­list­ar­ferli Ein­ars. Sturla faðir hans lék á org­el og amma hans, Jó­hanna Sig­urst­urlu­dótt­ir, lék á fiðlu. Ein­ar fór sex­tán ára í Íþrótta­skól­ann í Hauka­dal og var þar í tvö ár. Að því námi loknu flutti hann til Reykja­vík­ur, fór í gagn­fræðaskóla og gekk í Iðnaðarmannakór­inn. Þá sótti hann söng­tíma hjá Sig­urði Birk­is og Pétri Jóns­syni. Ein­ar fékk í vöggu­gjöf ein­stak­lega ómþýða og fal­lega ten­órrödd sem lék sér að háa c-inu allt fram á níræðis­ald­ur.

 

Hann fór ung­ur utan til að nema söng við Kon­ung­legu tón­list­araka­demí­una í Stokk­hólmi og komst í söngnám til eins virt­asta söng­kenn­ara og söngv­ara tón­list­araka­demí­unn­ar, Josephs Hislop. Þar var hann m.a. sam­skóla Birgit Nils­son og Nicolai Gedda, sem síðar lögðu óperu­heim­inn að fót­um sér.

 

Hislop bauð hon­um að syngja í óperu­kórn­um í Stokk­hólmi og sömdu þeir um að greiðslan færi upp í náms­kostnaðinn sem var hent­ugt fyr­ir báða. Þá var verið að færa upp Ca­valler­ia Rusticana og I Pagliacci. Ten­ór­inn sem söng í Ca­valler­ia var Ein­ar And­er­sen, en hann tók við hlut­verk­inu af Jussi Björling. Ein­ar bjó hjá And­er­son um tíma og átti eft­ir að kynn­ast fleiri stjörn­um í óper­unni í gegn­um vel­gjörðarmann sinn, Ein­ar And­er­son. Þeirra á meðal var Jussi Björling sem var tal­inn einn besti ten­ór heims á þeim tíma.

 

Ein­ar söng heilt pró­gramm af ís­lensk­um lög­um í sænska út­varpið og und­ir­leik­ar­inn var Páll Kr. Páls­son sem einnig var við nám í Stokk­hólmi.

 

Björt framtíð virt­ist blasa við Ein­ari þegar hann að námi loknu hóf fer­il sinn sem ein­söngv­ari. Það var því mik­ill miss­ir fyr­ir bæði hann sjálf­an og okk­ur hin þegar Ein­ar veikt­ist af ast­ma, sem að miklu leyti batt enda á söng­fer­il hans áður en hann hófst í raun og veru. Áður hafði Ein­ar þó náð að syngja við óperu­húsið í Ósló og í óper­unni Ri­goletto í Þjóðleik­hús­inu 1951, auk þess sem hann kom fram á ein­söngs­tón­leik­um og með kór­um á næstu árum þegar heils­an leyfði. Þegar Ein­ar var kom­inn á þroskaðan ald­ur hvarf ast­minn og þá beið hans rödd­in með sín­um gamla tær­leika og krafti og háa c-ið flaug hon­um létti­lega úr hálsi.

 

Ein­ar starfaði við umönn­un aldraðra á heila­bil­un­ar­deild á elli­heim­il­inu Grund í næst­um hálfa öld. Á slíkri deild virðist vist­in oft vera held­ur dauf og dap­ur­leg. En á vakt­inni hjá Ein­ari var sungið og sög­ur sagðar með slík­um þrótti og sann­fær­ingu að ým­ist virt­ist vel heppnuð kóræf­ing standa yfir eða þá að snarkalkaðir karl­arn­ir væru að koma heim eft­ir vel heppnaðan róður með Ein­ari for­manni sín­um. Starfaði hann þar til dauðadags en tveim­ur dög­um fyr­ir and­lát sitt söng hann við messu á Grund og við messu á dval­ar­heim­il­inu Ási í Hvera­gerði.

 

Nokkru fyr­ir and­lát Ein­ars kom út tvö­fald­ur geisladisk­ur með söng hans. Á geisladisk­un­um er að finna úr­val af upp­tök­um Rík­is­út­varps­ins með söng Ein­ars á tíma­bil­inu 1948 - 1964, en að auki eru þar tvö lög tek­in upp árið 1997 á átt­ræðisaf­mæli söngv­ar­ans.

 

Þar gef­ur að heyra ís­lensk söng­lög, en einnig sálma­lög og tvö sænsk söng­lög. Mörg ís­lensku lag­anna eru sjald­heyrð, svo sem söng­lög eft­ir Hall­grím Helga­son og Ólaf Þorgríms­son.

 

Upp­tök­urn­ar eru til vitn­is um það nátt­úru­fyr­ir­brigði sem rödd Ein­ars var, björt og kraft­mik­il sem létt nær háa c-inu og smit­ar af sannri sönggleði.

 

Ein­ar kenndi söng í mörg ár við Söng­skól­ann í Reykja­vík ásamt því að raddþjálfa ýmsa kóra.

 

Ein­ar var létt­ur í lund og gam­an­sam­ur. Hann átti það til að lok­inni lækn­is­heim­sókn að borga fyr­ir sig með því að taka eina aríu með háa c-inu á biðstof­unni sem vana­lega var full af niður­dregnu fólki sem lifnaði snar­lega við óvænta uppá­komu.

 

Ein­ar kvænt­ist Unni D. Har­alds­dótt­ur og eignuðust þau þrjú börn. Ein­ar og Unn­ur slitu sam­vist­ir. Síðar kvænt­ist hann Lísalotte Bensch og ætt­leiddu þau eina dótt­ur. Ein­ar og Lísalotte slitu einnig sam­vist­ir. Eft­ir­lif­andi kona Ein­ars var Arn­hild­ur Reyn­is. Ein­ar eignaðist þrett­án barna­börn og nítj­án barna­barna­börn.

 

Ein­ar lést 15. júlí 2003.

 

Guðmund­ur Ragn­ars­son.


Morgunblaðið laugardagurinn 10. júní 2017.

 


Skráð af Menningar-Staður