Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.06.2017 09:06

Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa - ofan Eyrarbakka

 

 

Í dag, sunnudaginn 11. júní, mun Alex Máni Guðríðarson leiða hópinn

en hann er mikill áhugamaður um fugla og fuglaljósmyndari. 

 

 

 -Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa-
rétt ofan Eyrarbakka

 

Fuglaskoðun í júní - sunnudaga kl. 17, brottför frá bílastæðinu

 

Fuglaskoðun er afþreying sem hentar fyrir alla fjölskylduna, börn og barnabörn njóta þess að eiga samverustundir með fullorðnum úti í náttúrunni.

 

Innlendir sem og erlendir gestir hafa líka gaman af. Allt sem þarf eru stígvél því það getur verið blautt á. Sjónauki og fuglabækur koma sér líka vel. Í júní verður boð- ið upp á fuglaskoðun með leiðsögn í Friðlandinu í Flóa. Eru það dyggir félagsmenn okkar sem hafa tekið að sér, í sjálfboðavinnu, að leiða hópa um svæðið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu félagsins.

Sunnudaginn 4. júní sl. reið á vaðið Hlynur Óskarsson forstöðumaður Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Í dag, sunnudaginn 11. júní,  mun Alex Máni Guðríðarson leiða hópinn en hann er mikill áhugamaður um fugla og fuglaljósmyndari.

 

Þriðja sunnudaginn, þann 18. júní, mun Jóhann Óli Hilmarssson, formaður Fuglaverndar vera til leiðsagnar í Friðlandinu. Sem fyrr segir hefst leiðsögn við bílastæðið kl. 17:00 þessa sunnudaga og gera má ráð fyrir um klukkustund til að njóta náttúrunnar og leiðsagnarinnar.

 

Friðlandið í Flóa - Endurheimt votlendi sem iðar af fjölskrúðugu fuglalífi. Fuglavernd hefur tekið þátt í umsjá Friðlandsins í Flóa í tvo áratugi, allt frá árinu 1997, í samstarfi við ýmsa aðila á sviði náttúruverndar og sveitarfélagið Árborg. Friðlandið í Flóa er svæði þar sem áður framræst votlendi hefur verið endurheimt í áföngum.

 

Fuglaskoðunarhús með aðgengi fyrir hjólastóla var tekið í notkun árið 2010. Meira um jarðsögu, gróðurfar og dýralíf í Friðlandinu í Flóa má lesa á vef Fuglaverndar. Um Fuglavernd Fuglavernd eru frjáls félagasamtök um verndun fugla og búsvæði þeirra. Fuglavernd telur um 1300 félagsmenn. Fuglavernd er aðili að samtökunum BirdLife International sem vinna að verndun fugla og náttúrusvæða í 120 löndum.

 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.


Fuglavernd.


 

 

 

Skráð af Menningar-Staður