Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.06.2017 18:11

Tómas Grétar Sigfússon - Fæddur 7. mars 1921 - Dáinn 13. júní 2017 - Minning

 

 

Tómas Grétar Sigfússon (1921 - 2017).

 

Tómas Grétar Sigfússon - Fæddur 7. mars 1921

- Dáinn 13. júní 2017 - Minning

 

Tóm­as Grét­ar Sig­fús­son fædd­ist á Hurðarbaki í Flóa þann 7. mars 1921. Hann lést 13. júní 2017.

 

Hann var son­ur hjón­anna Sig­fús­ar Árna­son­ar frá Hurðarbaki, f. 20. apríl 1892, d. 1. októ­ber 1975, og Önnu Tóm­as­dótt­ur, f. á Syðri-Hömr­um í Holt­um 2. nóv­em­ber 1894, d. 10. júní 1949. Þau fluttu í Garðbæ á Eyr­ar­bakka 1923 og bjuggu þar síðan.

 

Grét­ar kvænt­ist Sig­ríði Gunn­ars­dótt­ur frá Hafnar­f­irði þann 9. mars 1946. Sig­ríður lést 26. des­em­ber 2016.

Þau bjuggu fyrst í Hafnar­f­irði en síðan á Eyr­ar­bakka til 1963 þegar þau fluttu í ný­bygg­ingu á Keldu­hvammi 1 í Hafnar­f­irði sem þau reistu ásamt Har­aldi bróður hans og Guðnýju Gunni, syst­ur Sig­ríðar. Þar bjuggu þau til 2013 er þau fengu vist á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ísa­fold í Garðabæ.

 

Sig­ríður og Grét­ar eignuðust fimm börn:

Gunn­ar, f. 1946, kvænt­ur Elsu Marís­dótt­ur,

Sig­fús, f. 1950, kvænt­ur Odd­fríði Jóns­dótt­ur,

Guðna, f. 1953, d. 2016, kvænt­ist Arn­fríði Þrá­ins­dótt­ur og síðar Ritu Eig­minaite,

Tóm­as, f. 1959, kvænt­ur Krist­ínu Harðardótt­ur, og Önnu Mar­gréti, f. 1965, gift Jónasi Jónatans­syni. Barna­börn­in eru fjór­tán og barna­barna­börn­in orðin nítj­án.

 

Grét­ar gekk í barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka en 14 ára gam­all fór hann á vertíð í Þor­láks­höfn og reri þaðan og frá Eyr­ar­bakka í nokk­ur ár.

Hann var tvo vet­ur í Héraðsskól­an­um á Laug­ar­vatni og sótti síðan nám til vél­stjórn­ar­rétt­inda og var vél­stjóri á ýms­um bát­um frá Hafnar­f­irði og Þor­láks­höfn, lengst af á Friðriki Sig­urðssyni ÁR 17 í Þor­láks­höfn.

Hann fór í land 1976 og hóf þá störf á far­tækja­verk­stæði ÍSAL og var þar til 70 ára ald­urs. Þá fór hann að starfa hjá Guðna syni sín­um og Birni Ágústs­syni skrúðgarðyrkju­meist­ur­um og var hjá þeim næstu 12 árin en hætti að mestu eft­ir al­var­legt um­ferðarslys.

 

Útför­in fer fram frá Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði í dag, 21. júní 2017.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 21. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður