Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.06.2017 08:37

Alltaf barátta um hver fær mesta plássið

 


Góðir vin­ir. Kiriyama Family að lokn­um tón­leik­um

á Secret Solstice um síðustu helgi.

F.v.: Guðmund­ur, Hulda, Víðir, Bjarni, Kalli, Bassi

og Ásgeir Óskars­son Stuðmaður

sem leik­ur á slag­verk með þeim á tón­leik­un­um.

— Morg­un­blaðið/?Hanna

 

Alltaf barátta um hver fær mesta plássið

 

Þau skreppa ekki lengur í klukkutíma í frissbí á hljómsveitaræfingum, enda þarf að nýta tímann vel þegar fólk hefur eignast börn og er í fullri vinnu. Hljómsveitin Kiriyama Family er komin með bandarískan umboðsmann og heldur útgáfutónleika á morgun, föstudag, til að fagna nýju plötunni, Waiting For. Hljómsveitarmeðlimir eru frá Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og sveitabæjum þar í nágrenni.

Blaðamaður tók hús á þremur af sex meðlimum; þeim Kalla, Huldu og Víði.

---------------------------------------------------------------------------------------------
 

Manna­breyt­ing­ar eru helsta ástæðan fyr­ir þess­um langa tíma sem liðinn er frá því að við gáf­um fyrstu plöt­una okk­ar út, en hún kom út fyr­ir fimm árum. Einn meðlim­ur yf­ir­gaf bandið en Hulda og Bjarni komu inn í staðinn. Dýna­mík­in í band­inu breyt­ist við inn­komu nýs fólks og það er gott. Þegar kven­rödd Huldu bætt­ist við jók það held­ur bet­ur mögu­leik­ana. Við vor­um kom­in langt á leið með fullt af lög­um, svo að við þurft­um bæði að klára þau og gera ný lög.

Við erum búin af fara all­an hring­inn, mörg lög hafa farið út af plöt­unni en sum komu inn aft­ur. Við erum rosa­lega sátt við út­kom­una,“ segja þau Kalli, Víðir og Hulda, þrjú af þeim sex sem skipa hljóm­sveit­ina Kiriyama Family, um ný­út­komna plötu sína Wait­ing For....

Þau segja ástæður fyr­ir töf­um líka vera þær að sum­ir hljóm­sveit­armeðlim­ir hafi verið upp­tekn­ir við að eign­ast börn og sinna öðru sem tek­ur tíma.

„Við vor­um ekki með fyr­ir­fram­hug­mynd um ákveðinn fast­an ramma um hvernig þessi plata ætti að vera, held­ur gerðist þetta í ferl­inu. Bassi er sá sem tek­ur upp og mix­ar og hann hafði ein­hvers kon­ar úr­slita­vald um hvað fór á plöt­una og hvað ekki, en hann virðir skoðanir okk­ar og tek­ur út það sem okk­ur finnst ómögu­legt. Ég held að næsta plata verði meira eins og Kiriyama er núna, þar verði lög frá okk­ur öll­um. Nýja plat­an er meira bland úr fortíðinni og nútíðinni,“ seg­ir Víðir og bæt­ir við að stefn­an sé að láta aðdá­end­ur ekki bíða lengi eft­ir næstu plötu.

 

Aðdá­andi núm­er eitt var held­ur bet­ur til í að syngja með

 

Kiriyama Family var ein­vörðungu skipuð karl­kyns meðlim­um þar til fyr­ir fjór­um árum þegar söng­kon­an Hulda gekk til liðs við hana. Kalli seg­ir að hann hafi alltaf langað til að hafa kven­rödd í hljóm­sveit­inni, til að hafa meiri fjöl­breytni í hug­mynd­um og laga­smíðum. „Mér finnst fal­legt að hafa bæði kven- og karlrödd, það vinn­ur vel sam­an upp á hljóðheim­inn að gera. Við Hulda náðum strax mjög vel sam­an og það eru góðir straum­ar á milli okk­ar í söngn­um.“

 

Hulda seg­ir að hljóm­sveit­in henn­ar, Ara­grúi, hafi verið að æfa í Pakk­hús­inu á Sel­fossi fyr­ir fjór­um árum þar sem Bassi heyrði í henni syngja.

„Ég vann þetta sama ár söngv­ara­verðlaun og Bassi hringdi í mig og spurði hvort ég vildi syngja með þeim. Ég var meira en til í það, þar sem ég er aðdá­andi hljóm­sveit­ar­inn­ar núm­er eitt. Ég kom fyrst fram með þeim á Airwaves árið 2013 og hef sungið með þeim síðan,“ seg­ir Hulda, sem er nokkuð yngri en strák­arn­ir, en hún seg­ir það ekki hafa verið neitt mál að skapa sér pláss meðal pilt­anna.

„Ég hef fengið heil­mikið frelsi og rými. Ég á bæði texta og lag­lín­ur á nýju plöt­unni.“

Kalli bæt­ir við að á viss­an hátt sé alltaf bar­dagi á milli hljóm­sveit­armeðlima um hver fái mesta plássið.

„Enda ger­um við mikið af því að skipt­ast á að spila á hljóðfær­in.“

 

Þeim var blótað fyr­ir að vera með of mik­inn hávaða

 

Hljóm­sveit­armeðlim­ir eru all­ir frá Eyr­ar­bakka, Stokks­eyri og Sel­fossi, en Kalli er frá bæn­um Holti, rétt utan við Stokks­eyri. Kalli og Víðir eru þeir sem lengst hafa starfað sam­an í band­inu, frá 2008. Þeir segja Kiriyama í raun spretta úr ann­arri hljóm­sveit, Nil­Fisk, sem Víðir stofnaði ásamt fleir­um þegar hann var í grunn­skóla á Eyr­ar­bakka, en Nil­Fisk varð á sín­um tíma þekkt sem hljóm­sveit­in sem hitaði upp fyr­ir Foo Fig­hters í Laug­ar­dals­höll­inni árið 2003 eft­ir að Dave Grohl heyrði í henni á æf­ingu á Stokks­eyri og tók lagið með henni þar. Kalli gekk til liðs við Nil­Fisk skömmu áður en hún varð Kiriyama Family. Þeir segja að það hafi verið þó nokkuð basl að halda gang­andi hljóm­sveit í sveit­inni á unglings­ár­un­um.

 

„Við feng­um vissu­lega mik­inn stuðning úr ýms­um átt­um en það var líka blásið á móti, marg­ir blótuðu okk­ur fyr­ir að vera með hávaða og fannst við vera með of sítt hár og vera of mikl­ir rokk­ar­ar,“ seg­ir Víðir. „Við fund­um líka al­veg fyr­ir því að það var erfitt fyr­ir okk­ur sveitastrák­ana að kom­ast að í bæn­um, við vor­um ekki með sama tengslanet og hinir sem þekktu alla og voru heima­menn í Reykja­vík.

 

Er­lend­ur umboðsmaður full­ur af eld­móði

 

Bjart er fram und­an hjá Kiriyama Family, hljóm­sveit­in er kom­in með banda­rísk­an umboðsmann, Jeff Rude.

 

„Hann hafði keypt fyrri plöt­una okk­ar á sín­um tíma og líka fyrstu smá­skíf­urn­ar af þess­ari nýju og var svona líka hrif­inn. Hann hafði sam­band við okk­ur í gegn­um Face­book og vildi koma okk­ur á fram­færi og við slóg­um til, enda maður­inn full­ur af eld­móði og held­ur okk­ur við efnið. Hann hef­ur komið tvisvar til Íslands til að vera með okk­ur í því sem við erum að gera. Hann var með okk­ur á Secret Solstice um síðustu helgi þar sem við kom­um fram. Hann er að vinna í að bóka okk­ur á nokk­ur gigg úti svo við get­um farið í tón­leika­t­úr og plantað fræj­um. Hjól­in eru því far­in að snú­ast og spenn­andi að sjá hvað kem­ur út úr þessu. Ég ætla að leggja eins mik­inn metnað og ég get í það sem mér finnst skemmti­leg­ast að gera, búa til tónlist og spila fyr­ir fólk,“ seg­ir Kalli, en þau sinna öll hljóm­sveit­inni sem áhuga­máli, eru í fullu starfi þar fyr­ir utan.

„Við reyn­um að nýta tím­ann vel þegar við hitt­umst á æf­ing­um, en þegar við vor­um yngri höfðum við miklu meiri tíma og leyfðum okk­ur að slóra, skrupp­um kannski út í fris­bí í klukku­tíma meðan á hljóm­sveitaræf­ingu stóð,“ seg­ir Víðir og hlær.
 


Inn­lif­un. Kalli og Hulda á tón­leik­un­um á Secret Solstice um liðna helgi. 

— Morg­un­blaðið/?Hanna

Ung­ir. Nil­Fisk ásamt Dave Grohl úr hljóm­veit­inni Foo Fig­hters

þegar hann heim­sótti Stokks­eyri árið 2005, en Nil­Fisk

hitaði upp tveim­ur árum áður á tón­leik­um Foo Fig­hters

í Laug­ar­dals­höll. Víðir er ann­ar frá hægri.

— Ljós­mynd/?Guðmund­ur Karl

.


 

Útgáfutónleikar á morgun 23. júní 2017

 

Hljómsveitin Kiriyama Family ætlar að fagna útgáfu annarrar breiðskífu sinnar, Waiting For…, með veglegum útgáfutónleikum í Tjarnarbíói í Reykjavík á morgun, föstudag 23. júní.

Fjöldi gestahljóðfæraleikara mun koma fram ásamt hljómsveitinni til að flytja nýja verkið ásamt eldri lögum. Upphitun mun verða í höndum ný- krýndra sigurvegara Músiktilrauna 2017, Between Mountains.

 

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:30.

 

Hljómsveitarmeðlimir eru:

Karl M. Bjarnarson: söngur, gítar, bassi og hljóðgervlar.

Víðir Björnsson: gítar, bassi og hljóðgervlar.

Guðmundur Geir Jónsson: gítar, bassi og hljóðgervlar.

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir: söngur.

Bassi Ólafsson: trommur, slagverk og mixer.

Bjarni Ævar Árnason: hljóðgervlar.

 

 Morgunblaðið fimmtudagurinn 22. júní 2017.

Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir

khk@mbl.is


Skráð af Menningar-Staður