Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.09.2017 09:06

Kjólarnir kveðja - Sumarsýningunni "Kjóllinn" lýkur með pompi og prakt

 

 

 

Kjólarnir kveðja -

 

Sumarsýningunni „Kjóllinn“ lýkur með pompi og prakt

 

Laugadagskvöld 30. september kl. 21.00 


Dragsýning í stássstofu Hússins. Hin einstaka Tourette Fine tekur sviðið og engin verður samur eftir.

 

Sunnudagur 1. október 14.00 -17.00


Kl. 14.00 Kjólakaffi

– bjóðum uppá kúmenkaffi og dísætt konfekt fyrir prúðbúna gesti. Mæðgurnar Bryndís og Kristín sem eiga og reka verslunina Lindin á Selfossi mæta og segja bransasögur. Ásta Guðmundsdóttir hönnuður og listamaður sýnir einstakan kjól úr grjóti.


Kl. 15.00

Ágústa Eva Erlendsdóttir og píanistinn Kjartan Valdemarsson hafa slegið í gegn með uppáhaldslögunum hennar ömmu, ásamt hljómsveit sinni. Þau tvö flytja nokkur vel valin lög úr prógrammi sínu fyrir gesti kjólasýningarinnar.


Kl. 16.00

Rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson veltir vöngum yfir kjólum og körlum. 
Heiðursgestur dagsins kjólakonan Thelma Jónsdóttir mætir í lok dags og sýnir síðasta kjól sýningarinnar.

 

Safnasjóður og Uppbyggingasjóður Suðurlands styðja verkefnið


Skráð af Menningar-Staður