Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

13.02.2018 06:59

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 


Í Grön­dals­húsi. 

Eg­ill leig­ir skrif­stofu í hús­inu en það var flutt í Grjótaþorpið

og opnað í fyrra, en þar skrifaði Bene­dikt Grön­dal Dægra­dvöl.

 

Skrifar um Ísland fyrir erlenda miðla

 

Sunnlendingurinn Eg­ill Bjarna­son, sjálf­stætt starf­andi blaðamaður, á 30 ára af­mæli í dag. Hann starfar mest fyr­ir AP-frétta­stof­una, en hef­ur einnig verið að skrifa fyr­ir New York Times, Al Jazeera, Lonely Pla­net og kanadíska tíma­ritið Hakai, sem fjall­ar um mál­efni hafs­ins.

 

„Það hef­ur ein­hvern veg­inn æxl­ast þannig að ég fór að skrifa um mál­efni Íslands fyr­ir er­lendu press­una. Ég var í námi í heim­ilda­mynda­gerð í Kali­forn­íu­há­skóla, kom heim árið 2015 og fór í fram­hald­inu að aðstoða hina og þessa að taka upp sjón­varpsþætti og sá að það væri grund­völl­ur fyr­ir því að það að ein­hver með aðset­ur hér á Íslandi skrifaði fyr­ir er­lenda miðla.

 

Ísland er ekki alltaf í heims­frétt­un­um og AP-frétta­stof­an þarf ekki að fjalla um Ísland, en þykir það gam­an og finnst það auka gildi frétta­stof­unn­ar. Svo er alltaf eft­ir­spurn eft­ir góðum sög­um. Það eru ákveðnar klisj­ur til um Ísland og oft fjallað um það sama og ég hef reynt að leggja mig eft­ir að bæta við þá flóru. Það hef­ur margt verið að ger­ast á ár­inu. Það er gríðarleg­ur áhugi á Íslandi ári út af HM í fót­bolta, og svo var ég í síðustu viku suður með sjó að fjalla um raf­mynt­ina bitco­in og námugröft­inn á henni sem mun nýta jafn­mikla raf­orku og öll ís­lensk heim­ili á þessu ári.

 

Í til­efni af­mæl­is­ins er Eg­ill bú­inn að lofa sam­býl­is­konu sinni að taka sér frí í dag. „Við eig­um von á erf­ingja í næsta mánuði og ætl­um að gera það sem við mun­um ekki hafa tæki­færi til þegar barnið er komið í heim­inn, eins og að fara í bíó eða leik­hús og för­um út að borða.“

 

Sam­býl­is­kona Eg­ils er Sigrún Björg Aðal­geirs­dótt­ir mann­fræðing­ur og for­eldr­ar Eg­ils eru Bjarni Harðar­son bók­sali og Elín Gunn­laugs­dótt­ir tón­skáld en fjölskyldan bjó um tíma á Eyrarbakka.

 

Morgunblaðið 13. febrúar 2018.Skráð af Menningar-Staður