Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.02.2018 07:07

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu á heimilum 19. aldar

 

 

 

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu

á heimilum 19. aldar

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði

 

Neysla heim­il­anna á 19. öld: vitn­is­b­urður úr dán­ar­bú­um nefn­ist er­indi Ágústu Edwald Maxwell kl. 12 í dag, miðviku­dag­inn 28. fe­brú­ar 2018, í sal Þjóðminja­safns Íslands. Fyr­ir­lest­ur­inn er í fyr­ir­lestr­aröð Fé­lags forn­leifa­fræðinga, náms­braut­ar í forn­leifa­fræði við Há­skóla Íslands og Þjóðminja­safns Íslands.

 

Ágústa mun fjalla um rann­sókn­ir sín­ar á skag­firsk­um dán­ar­bú­um frá 19. öld og hvernig þau geta, ásamt grip­a­rann­sókn­um, varpað ljósi á neyslu og efn­is­menn­ingu á heim­il­um 19. ald­ar. Hún leit­ast við að sýna fram á hvernig borðbúnaður og búsáhöld breytt­ust þegar leið á öld­ina og velt­ir jafn­framt fyr­ir sér hver áhrif þeirr­ar þró­un­ar voru á verka­hring kvenna með til­urð nýrra hús­verka. Rann­sókn­in er hluti af doktor­s­verk­efni Ágústu við Há­skóla Íslands.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður