Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.03.2018 21:53

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

 

Nærri sum­arsól­stöðum. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

Vorjafndægur var kl. 16:15 í dag

 

Vor­jafn­dæg­ur voru í dag, þriðjudaginn 20. mars 2018,  ná­kvæm­lega klukk­an 16:15.

 

Á norður­hvel­inu hefst vor en haust á suður­hvel­inu þegar sól­in fær­ist norður yfir miðbaug him­ins, seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. Um þetta leyti er dag­ur­inn um það bil jafn­lang­ur nótt­inni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Jafn­dæg­ur eru einnig einu tveir dag­ar árs­ins þegar sól­in er beint fyr­ir ofan miðbaug jarðar, seg­ir enn frem­ur á Stjörnu­fræðivefn­um.

 

Á sum­arsól­stöðum verður sól­in svo lengst frá miðbaug him­ins og byrj­ar eft­ir það að lækka aft­ur á lofti. Það ger­ist 21. júní í sum­ar.

 

Skráð af Menningar-Staður.