![]() |
Hljómsveitin Kiriyama Family. Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir. |
Koma fram á Iceland Airwaves
Iceland Airwaves-hátíðin 2018 verður haldin dagana 7. til 10. nóvember 2018 á ýmsum tónleikastöðum í Reykjavík.
Aðstandendur hátíð- arinnar hafa gefið út fyrsta listann yfir þá listamenn og hljómsveitir sem koma fram og meðal erlendu gestanna verða sveitir víða að, frá Norðurlöndum, fleiri Evrópulöndum og Bandaríkjunum, svo sem:
Fontaines D.C., Girlhood, Girl Ray, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, The Orielles, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism og Tommy Cash.
Þá var greint frá því að eftirfarandi íslenskir flytjendur træðu upp: Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, Rythmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur úlfur, Una Stef, Valdimar og Warmland.
Í tilkynningu frá Iceland Airwaves segir að á næstu mánuðum verði allt að 100 aðrir flytjendur og hljómsveitir kynnt til leiks.
![]() |
||
|
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is