Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.05.2018 08:02

Miðflokkurinn kemur á Eyrarbakka

 

 

 

Miðflokkurinn kemur á Eyrarbakka

 

Frambjóðendur M-lista Miðflokksins í Árborg verða á ferðinni á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag, sunnudaginn 13. maí 2018 frá kl. 15-17. Hittum, spjöllum og hlustum á íbúa um hvað betur má fara í sveitarfélaginu. 


Frá 15-16 verðum við á Eyrarbakka að sötra kaffi, frá 16-17 verðum við á Stokkseyri að fá okkur ís í góða veðrinu sem spáð er.

 

Í bakaleiðinni tökum við svo rúntinn um Tjarnarbyggðina og sveitirnar.
Hlökkum til að hitta ykkur og heyra ykkar sjónarmið


Skráð af Menningar-Staður