Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

03.06.2018 08:38

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

 

 

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

Verið velkomin í guðsþjónustu á sjómannadag í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

 

Svo er vegleg dagskrá á báðum stöðum og kaffisala til styrktar góðum málefnum í þágu sjómanna og öryggis. Kaffihlaðborðin eru annáluð fyrir rausnarskap. 

 

Blómsveigar verða lagðir að minnisvarða um drukknaða á báðum stöðum eftir guðsþjónusturnar. Kór kirknanna syngja og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður