Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.07.2018 17:23

Séra Kristján vígður í embætti vígslubiskups

 

 

Nýr vígslubiskup kom víða við í predikun sinni.

 

 

Séra Kristján vígður í embætti vígslubiskups

 

Séra Kristján Björnsson var vígður til embættis vígslubiskups í Skálholti í dag af Agnesi Sigurðardóttir biskupi Íslands. Séra Kristján var kjörinn vígslubiskup á vordögum. Hann er fráfarandi prestur á Eyrarbakka.

 

Biskupar frá hinum Norðurlöndunum tóku þátt í athöfninni í dag og með biskupi þjónuðu fyrir altari séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup Hólaumdæmis, séra Kristján Valur Ingólfsson, fráfarandi vígslubiskup, og séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti.

 

Séra Pálmi Matthíasson lýsti vígslu og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista.

 

Nýr vígslubiskup kom víða við í predikun sinni og ræddi loftslagsmál sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans, stöðu kvenna og minnihlutahópa í samfélaginu.
 

 

Skráð af Menningar-Staður.