Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.08.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 


Rafn A. Pétursson (1918 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 

Rafn Al­ex­and­er Pét­urs­son fædd­ist í Bakka­koti í Skagaf­irði 3. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Pét­ur Jóns­son, verk­stjóri á Sauðár­króki, og k.h., Ólafía Sig­urðardótt­ir.

 

Rafn kvænt­ist 1946 Karólínu Júlí­us­dótt­ur en hún lést 1994. Son­ur Karólínu er Árni Júlí­us­son húsa­smiður. Dótt­ir Rafns er Berg­ljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlí­us fram­kvæmda­stjóri; Pét­ur Ólaf­ur verk­efna­stjóri; Kjart­an tækni­fræðing­ur; Auður skrif­stofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

 

Rafn lærði skipa­smíði á Ak­ur­eyri, stundaði nám við Iðnskól­ann þar og lauk sveins­prófi 1942. Hann lauk námi í fisk­vinnslu hjá Fisk­mati rík­is­ins, var síld­ar- og fisk­matsmaður frá 1940, stundaði skipa­smíði á Ak­ur­eyri 1937-45, var yf­ir­smiður við skipa­smíðastöð Eggerts Jóns­son­ar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frysti­hús­stjóri þar 1950-54 og síðar hjá Har­aldi Böðvars­syni & Co á Akra­nesi 1954-60, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Fiskiðju Flat­eyr­ar hf. 1960-68, verk­stjóri hjá Fosskrafti við bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar 1968-69, full­trúi Lands­banka Íslands við Útgerðar­stöð Guðm. Jóns­son­ar í Sand­gerði 1969-70. Þá stofnaði hann og rak frysti­húsið R.A. Pét­urs­son hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í út­flutn­ingi á fersk­um fiski með flugi.

 

Rafn sat í próf­nefnd skipa­smiða á Suður­nesj­um 1945-54, í stjórn FUS á Suður­nesj­um, í hrepps­nefnd Njarðvík­ur­hrepps fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1946-50 og 1954, sat í bæj­ar­stjórn Akra­ness fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og í út­gerðarráði 1958-60, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1961-67, í hrepps­nefnd og odd­viti Flat­eyr­ar­hrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmanna­fé­lags Flat­eyr­ar, í stjórn fé­lags fisk­vinnslu­stöðva á Vest­fjörðum, í stjórn SH 1962-68 og var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1963-67.

 

Rafn lést 6. desember 1997.


Morgunblaðið 3. ágúst 2018.

 

 

Rafn A. Pétursson.


Skráð af Menningar-Staður.