Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.08.2018 06:37

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

 

Þórður I. Júlíusson (1918 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

Þórður Ingólf­ur Júlí­us­son fædd­ist á Atla­stöðum í Fljóta­vík á Horn­strönd­um 4. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Júlí­us Geir­munds­son, út­vegs­bóndi á Atla­stöðum í Fljóta­vík og síðar á Ísaf­irði, og k.h. Guðrún Jóns­dótt­ir hús­freyja.

 

Móður­for­eldr­ar Þórðar voru Jón Guðmunds­son, húsmaður á Steins-túni, og k.h., Elísa Ólafs­dótt­ir, en föður­for­eld­ar hans voru Geir­mund­ur Guðmunds­son, húsmaður í Látra­nesi, og k.h., Sig­ur­lína Friðriks­dótt­ir.

 

Systkini Þórðar:

Júdith Friðrika, f. 1920. Lát­in eru: Ingi­björg, f. 1906, Geir­mund­ur, f. 1908, Sig­ur­lína, f. 1909, Jón Ólaf­ur, f. 1910, Jó­hann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, Júlí­ana, f. 1921, Anna, f. 1923, og Guðmund­ur, f. 1925.

 

Eig­in­kona Þórðar var Aðal­heiður Bára Hjalta­dótt­ir frá Sel­hús­um í Naut­eyr­ar­hreppi, dótt­ir Ásthild­ar Magnús­dótt­ur og Hjalta Jóns­son­ar.

 

Börn Þórðar og Báru:

Ásthild­ur Cesil, Jón Ólaf­ur, Hjalti, Gunn­ar, Hall­dóra, Sig­ríður, Inga Bára, og Júlí­us sem lést á fyrsta ári.

 

Þórður ólst upp á Atla­stöðum og vann þar að búi for­eldra sinna. Hann hleypti heimdrag­an­um 19 ára og flutti til Ísa­fjarðar. Þar stundaði hann sjó­mennsku fyrst í stað en fór síðan að stunda vöru- og leigu­bíla­akst­ur og einnig fisk­verk­un og veit­ing­a­rekst­ur í fé­lagi við Jó­hann, bróður sinn. Þeir bræður stofnuðu ásamt Jóni B. Jóns­syni Útgerðarfé­lagið Gunn­vöru árið 1955 og kom Þórður þar að rekstri í ára­tugi.

 

Þórður og Bára fluttu í Vinam­inni við Selja­lands­veg árið 1945. Þar byrjaði Þórður fyrst með salt­fisk- og skreiðar­vinnslu og rak einnig rækju­vinnslu um 20 ára skeið. Einn og í fé­lagi við aðra stóð Þórður einnig í út­gerð inn­fjarðarrækju­báta um ára­tuga­skeið. Þá kom Þórður að stjórn ým­issa annarra fyr­ir­tækja á Ísaf­irði og víðar. Þau hjón bjuggu alla tíð á Vinam­inni en síðustu þrjú árin dvaldi Þórður á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísaf­irði.

 

Þórður lést 15. ágúst 2010.


Morgunblaðið 4. ágúst 2018.

 Skráð af Menninagr-Staður.