Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.09.2018 06:40

Merkir Íslendingar - Kjartan Sveinsson

 


Kjartan Sveinsson (1926 - 2014).

 

 

Merkir Íslendingar - Kjartan Sveinsson

 

 

Kjart­an Sveins­son fædd­ist á Búðareyri við Reyðarfjörð 4. sept­em­ber 1926.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðný Páls­dótt­ir hús­freyja, f. á Kleif í Fljóts­dal, S- Múl. 1906, d. 1997, og Sveinn Jóns­son versl­un­ar­maður, f. í Prest­bakka­koti á Síðu,. V-Skaft., 1896, d. 1989.

 

Fjöl­skyld­an flutti til Ak­ur­eyr­ar þegar Kjart­an var fjög­urra ára,. til Ólafs­fjarðar þegar Kjart­an var sjö ára og tólf ára þegar fjöl­skyld­an flutti til Reykja­vík­ur.

 

Kjart­an lauk gagn­fræðaprófi 1945 og tók próf upp í 3. bekk Mennta­skól­ans í Reykja­vík og náði því. Vegna bágr­ar fjár­hags­stöðu fjöl­skyld­unn­ar varð ekk­ert úr því námi. Á ár­un­um 1946-1950 lærði hann húsa­smíði hjá Tóm­asi Vig­fús­syni, 1950 fór hann á lýðhá­skóla í Svíþjóð í boði Nor­ræna fé­lags­ins og 1952-1955 var hann í námi í bygg­ing­ar­tækni­fræði við Katr­in­eholms tekn­iske skole í Svíþjóð.

 

Að loknu námi hóf hann störf á teikni­stofu Húsa­meist­ara Reykja­vík­ur og starfaði þar í sex ár. Hann hóf síðan rekst­ur eig­in teikni­stofu 1961 og rak hana í 43 ár. Eft­ir hann liggja teikn­ing­ar af u.þ.b. 5.000 ein­býl­is­hús­um og raðhús­um og 10.000 íbúðum í fjöl­býl­is­hús­um. Þá teiknaði hann einnig Hót­el Örk í Hvera­gerði ásamt fjölda af bygg­ing­um fyr­ir skrif­stof­ur, iðnað, skóla og versl­an­ir.

 

Hann rak bílaþvotta­stöð í Sól­túni 3 um 37 ára skeið ásamt Hrefnu eig­in­konu sinni og stjórnaði hún rekstri stöðvar­inn­ar alla tíð. Árið 2006 seldu þau fyr­ir­tækið.

 

Hinn 22.12. 1961 kvænt­ist Kjart­an eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Hrefnu Kristjáns­dótt­ur, f. 10. desember 1928.

Dæt­ur Hrefnu og Kjart­ans eru;

Álf­heiður, f. 1963, og Arn­dís, f. 1965.

Syn­ir Kjart­ans frá fyrri hjóna­bönd­um:

Þór­ar­inn, f. 1956, móðir Vil­borg Ásgeirs­dótt­ir, f. 1926, og Sveinn, f. 1957, d. 2000, móðir Krist­ín Árna­dótt­ir, f. 1939. Fóst­ur­dótt­ir Kjart­ans, dótt­ir Hrefnu og Þóris Jóns­son­ar, er Sig­fríð Þóris­dótt­ir, f. 1953.

 

Kjart­an lést 27. sept­em­ber 2014.

 


Hótel Örk í Hveragerði.

 


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.