Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

08.09.2018 12:45

8. september 1891 - Ölfusárbrú var vígð

 

 

 

8. september 1891

 

 - Ölfusárbrú var vígð

 

 

Ölfusárbrú var vígð þann 8. september 1891, að viðstöddum um 1.800 manns.

 

Hún var fyrsta hengibrú landsins og ein mesta verklega framkvæmd til þess tíma.

 

Brúin skemmdist 1944 og ný brú var byggð 1945.Morgunblaðið - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson.
 

 

Ölfusá

 

„Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle on Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.

 

1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.

 

 

Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.

 

 

Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.

 

 

Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.

 

 

Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva.“ (Wikipedia)

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.