Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.10.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Guðmundur Daníelsson

 


Guðmundur Daníelsson (1910 - 1990). 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Daníelsson

 

 

Guðmund­ur Daní­els­son fædd­ist að Gutt­orms­haga í Holt­um 4. október 1910, son­ur Daní­els Daní­els­son­ar, bónda þar, og Guðrún­ar Sig­ríðar Guðmunds­dótt­ur hús­freyju.

 

Daní­el var son­ur Daní­els, bónda á Kaldár­holti á Rangár­völl­um Þor­steins­son­ar, og Guðrún­ar Sig­urðardótt­ur, bónda á Gadda­stöðum á Rangár­völl­um Guðbrands­son­ar, bróður Sæ­mund­ar, ætt­föður Lækj­ar­botna­ætt­ar þeirra Bubba og Hauks Mort­hens.

 

Eig­in­kona Guðmund­ar var Sig­ríður Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir og eignuðust þau þrjú börn sem öll hafa stundað kennslu, Iðunni, Heimi og Arn­heiði.

 

Guðmund­ur var í Héraðsskól­an­um á Laug­ar­vatni, lauk kenn­ara­prófi 1934, og stundaði fram­halds­nám við Lær­er­höjsko­len í Kaup­manna­höfn 1948-49. Hann var skóla­stjóri á Suður­eyri 1938-43, kenndi á Eyr­ar­bakka 1943-44, skóla­stjóri þar 1945-68 og kenn­ari Gagn­fræðaskól­ans á Sel­fossi 1968-73.

 

Guðmund­ur stundaði ritstörf með kennslu og skóla­stjórn­un og síðan ein­göngu frá 1973.

 

Meðal skáld­sagna hans má nefna;


ræðurna í Grashaga, 1935; Á bökk­um Bolafljóts, I. og II. bindi, 1940; Blind­ings­leik, 1955; Húsið, 1963; Járn­blómið, 1972, og Vatnið, 1987. Hann samdi sögu­legu skáld­sög­urn­ar Son­ur minn, Sin­fjötli, 1961, og Bróðir minn, Húni, 1976, samdi smá­sög­ur, leik­rit, ljóð, ferðalýs­ing­ar, end­ur­minn­ing­ar og viðtals­bæk­ur, og naut heiðurs­launa lista­manna frá 1974.

 

Guðmund­ur var rit­stjóri Suður­lands 1953-73 og ná­inn vin­ur Ing­ólfs Jóns­son­ar á Hellu. Hann sat í hrepps­nefnd Sel­foss, í yfir­kjör­stjórn Suður­lands­kjör­dæm­is 1959-74, var formaður skóla­nefnd­ar Héraðsskól­ans á Laug­ar­vatni 1960-72, sat í hrepps­nefnd Sel­foss 1970-74, formaður stjórn­ar Héraðsbóka­safns Árnes­inga 1970-80, formaður Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda 1970-72 og sat í rit­höf­undaráði 1974-78.

 

Guðmund­ur lést 6. febrúar 1990.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 4. október 2018.


 

 
Skráð af Menningar-Staður.