Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.10.2018 07:31

Böðvar Sigurjónsson - Fæddur 6. des. 1938 - Dáinn 30. sept. 2018 - Minning

 

 

Böðvar Sigurjónsson (1938 - 2018).

 

 

Böðvar Sigurjónsson - Fæddur 6. des. 1938 -

 

Dáinn 30. sept. 2018 - Minning

 

 

Böðvar Sig­ur­jóns­son fædd­ist í Norður­koti á Eyr­ar­bakka 6. des­em­ber 1938. Hann andaðist á dval­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka 30. sept­em­ber 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvars­dótt­ir frá Lang­stöðum í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sig­ur­jón Valdi­mars­son frá Norður­koti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Böðvars eru Jón Ingi, f. 23.2. 1936, bú­sett­ur á Eyr­ar­bakka, Guðný Erna, f. 14.1. 1937, bú­sett í Kópa­vogi, Valdi­mar, f. 8.10. 1951, bú­sett­ur á Sel­fossi. Upp­eld­is­bróðir Böðvars er Er­lend­ur Ómar, f. 14.1. 1950, bú­sett­ur í Þor­láks­höfn.

 

Þann 25. sept­em­ber 1965 kvæntist Böðvar Val­gerði Hönnu Guðmunds­dótt­ur, f. 2.10. 1941, d. 20.11. 2002, frá Stekk­um í Sand­vík­ur­hreppi hinum forna. Hún var dótt­ir Önnu Krist­ín­ar Valdi­mars­dótt­ur, f. 11.4. 1917, d. 13.10. 2005, frá Gul­ar­ás­hjá­leigu í Aust­ur-Land­eyj­um og Guðmund­ar Hann­es­son­ar, f. 10.11. 1899, d. 9.10. 1948, frá Stóru-Sand­vík í Sand­vík­ur­hreppi hinum forna.

 

Böðvar og Hanna eignuðust þrjár dæt­ur.

Þær eru:

Anna Lára, f. 9.4. 1966, maki Ein­ar Magnús­son, þau eru bú­sett á Sel­fossi. Börn þeirra eru Böðvar, Magnús, Andri og Aron;

Lilja f. 30.9. 1967, maki Ein­ar Helgi Har­alds­son, þau eru bú­sett á Urriðafossi. Börn þeirra eru Har­ald­ur, Hanna, Arn­ar, Dag­ur Fann­ar og Daði Kolviður. Íris, f. 15.6. 1973, maki Karl Þór Hreggviðsson. Þau eru bú­sett á Óseyri við Eyr­ar­bakka, börn þeirra eru Elín og Hreim­ur. Fyr­ir átti Karl Birki og Theó­dóru.

 

Böðvar vann ýmis störf, var til sjós, hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins og við fisk­vinnslu og beitn­ingu á Bakk­an­um. Lengst af starfaði hann þó við garðrækt með eig­in­konu sinni. Hann var einnig með smá­bú­skap, sauðfé og hross.

 

Útför Böðvars fer fram frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, laugardaginn 6. októ­ber 2018, og hefst at­höfn­in klukk­an 14.

__________________________________________________________________________________

 


Minningarorð Einars H. HaraldssonarLát­inn er tengdafaðir minn, Böðvar Sig­ur­jóns­son á Eyr­ar­bakka. Ég kynnt­ist hon­um fyrst 1986 þegar ég varð heima­gang­ur hjá þeim Böðvari og Hönnu. Mér varð fljótt ljóst að þetta var úr­vals­fólk af gamla skól­an­um, heiðarleg og harðdug­leg. Bæði höfðu unnið lang­an vinnu­dag í fiski og voru að auki með smá kart­öflu­rækt og gul­róf­ur sem síðan urðu þeirra aðallifi­brauð. Það eru minn­is­stæðir tím­ar þegar við fór­um að hjálpa til við upp­tök­una. Hanna sá um fullt af bakk­elsi og Böðvar lék á als oddi. Róf­urn­ar voru tekn­ar upp með hönd­um, kálið snúið af og þær sett­ar í poka, þeim síðan lyft upp í vagn og síðan raðað í skemm­una til geymslu. Þetta var erfiðis­vinna og hreint ótrú­legt að fylgj­ast með kapp­semi Böðvars. Þegar vel gekk í róf­un­um minnkuðu þau við sig aðra vinnu en Böðvar tók samt oft tíma­bil í beitn­ingu og það var sko ekk­ert elsku mamma, upp klukk­an fjög­ur að nóttu í myrkri og kulda og beitt af kappi, enda greitt eft­ir af­köst­um. Þá var hann með hesta og kind­ur sem hann hafði mikla ánægju af. Kunni hann vel að slátra kind­um og var oft feng­inn til að aðstoða við slíkt.

 

Hanna féll frá langt fyr­ir ald­ur fram árið 2002 og varð það Böðvari áfall. Árið 2011 varð hann síðan fyr­ir öðru áfalli sem skerti starfs­getu hans. Fyrst í stað eft­ir þetta bjó hann heima en dvaldi síðast á Sól­völl­um, heim­ili aldraða á Eyr­ar­bakka.

 

Áður sagði ég Böðvar hafa verið af gamla skól­an­um. Aldrei gat hann hugsað sér að skulda nein­um neitt. Alla sína ævi eignaðist hann aldrei greiðslu­kort af neinu tagi svo að allt sem hann keypti greiddi hann með reiðufé. Einu sinni fór ég með hon­um til Reykja­vík­ur til að kaupa glæ­nýj­an bíl. Það var ógleym­an­legt upp­litið á sölu­mann­in­um þegar Böðvar rétti hon­um um­slag með seðlum fyr­ir bíl­verðinu. Hann var full­kom­lega sann­færður um að Ford-trak­tor­ar væru best­ir og keyrði ætíð um á blá­um Ford. Svo fékk hann sér pall­bíl til að keyra róf­urn­ar í Fjarðar­kaup, auðvitað Ford.

 

Böðvar var alls staðar vel liðinn, bæði til vinnu og í fé­lags­skap.

 

Eitt skýr­asta dæmið birt­ist á dán­ar­degi hans. Skömmu eft­ir að hann lést kom einn dval­armaður á Sól­völl­um inn til hans, langaði að kveðja Böðvar, var það auðsótt. Þegar hann var kom­inn aft­ur fram sagðist hann sakna hans svo mikið, þeir voru svo góðir vin­ir. Ég sagði að það kæmi áreiðan­lega maður í manns stað. Hann leit á mig og sagði skýrt: Það kem­ur eng­inn ann­ar eins og Böðvar.

 

Hvíl í friði Guðs.

 

Ein­ar H. Har­alds­son.


Morgunblaðið laugardagurinn 6. október 2018.

 

 Skráð af Menningar-Staður