Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.11.2018 06:46

Merkir Íslendingar - Stefán Valgeirsson

 

 

Stefán Valgeirsson (1918 - 1998).

 

 

Merkir Íslendingar - Stefán Valgeirsson

 

 

Stefán Val­geirs­son fædd­ist í Auðbrekku í Hörgár­dal 20. nóvember 1918

og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Anna Marí Ein­ars­dótt­ir frá Borg­ar­f­irði eystri og Val­geir Sig­ur­jón Árna­son í Auðbrekku.

 

Meðal föður­systkina Stef­áns var Hilm­ar, faðir Gunn­ars sem var bæj­ar­stjóri á Raufar­höfn, og Þóris bruna­mála­stjóra. Val­geir var son­ur Árna Jónatans­son­ar, bónda í Auðbrekku, bróður Sig­urðar, föður Þóris náms­stjóra. Móður­syst­ir Stef­áns var Jóna Möller, amma Rík­arðs Páls­son­ar hljómlist­ar­manns. Anna var dótt­ir Ein­ars Pét­urs­son­ar, ráðsmanns á Há­reks­stöðum, og Þóreyj­ar Jóns­dótt­ur.

 

Stefán kvænt­ist 1948 Fjólu Guðmunds­dótt­ur hús­freyju og eignuðust þau sex börn, en misstu elsta son sinn tví­tug­an í flug­slysi.

 

Stefán lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hól­um í Hjalta­dal 1942, var síðan verk­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg og á Kefla­vík­ur­flug­velli og síðar for­stjóri Leigu­bif­reiðastöðvar Kefla­vík­ur vet­urna 1952-61, en sinnti bú­störf­um í Auðbrekku á sumr­in þar sem hann bjó fé­lags­búi með Þóri, bróður sín­um. Stefán var alþing­ismaður Norður­lands­kjör­dæm­is eystra fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1967-87. Hann stóð síðan fyr­ir fram­boði Sam­taka jafn­rétt­is og fé­lags­hyggju í Norður­landi eystra, í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 1987. Sam­tök­in fengu 12,11% at­kvæða og Stefán náði kjöri. Eft­ir að rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar fór frá myndaði Stein­grím­ur Her­manns­son stjórn með Alþýðubanda­lagi og kröt­um sem Stefán studdi.

 

Hann var formaður Bind­ind­is­fé­lags­ins Vak­andi í Hörgár­dal um ára­bil, formaður FUF í Eyjaf­irði og Fram­sókn­ar­fé­lags Eyf­irðinga, sat lengi í bankaráði Búnaðarbank­ans og var formaður þess, sat í stjórn Stofn­lána­deild­ar land­búnaðar­ins í rúma tvo ára­tugi og formaður frá 1973 og sat í stjórn Byggðastofn­un­ar á ár­un­um 1987-90.

 

Stefán lést 14. mars 1998.


Morgunblaðið 20. nóvember 2018.Skráð af Menningar-Staður.