Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.11.2018 06:29

Aftur til 19. aldar

 

 

Bóka­stof­an.

Íbúðin er nú kom­in í sína upp­runa­legu liti og í bóka­stof­unni

er fjöldi rita um Jón for­seta og Ingi­björgu, sem marg­ir hafa skrifað um.

 

 

Aftur til 19. aldar

 

 

Heim­ili Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur og Jóns for­seta

í Kaup­manna­höfn end­ur­gert eft­ir heim­ild­um

í til­efni full­veldisaf­mæl­is. Var miðstöð sam­fé­lags

Íslend­inga og verður opnað 6. des­em­ber næst­kom­andi.

 

Ingi­björg var skör­ung­ur sem skóp og mótaði menn­ing­ar­heim­ili sem var miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn. Okk­ur finnst mik­il­vægt að halda henn­ar þætti til haga á sýn­ing­unni í end­ur­gerðri íbúðinni,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir þjóðminja­vörður. Þessa dag­ana er verið að leggja loka­hönd á end­ur­bæt­ur á íbúðinni í Jóns­húsi á Øster Vold­ga­de 12 í Kaup­manna­höfn, þar sem þau Jón Sig­urðsson for­seti og Ingi­björg Ein­ars­dótt­ir kona hans bjuggu frá 1852 til dán­ar­dæg­urs, en þau lét­ust bæði árið 1879.

 

Á þriðju hæð

Alþingi Íslend­inga fékk hús Jóns Sig­urðsson­ar við Aust­ur­vegg, eins og gat­an heit­ir upp á ís­lensku, að gjöf 1966. Þar hef­ur æ síðan verið marg­vís­legt fé­lags­starf og menn­ing­ar­líf á veg­um Íslend­inga í Kaup­manna­höfn, auk íbúða sem ís­lensk­ir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hef­ur frá upp­hafi verið minn­ing­ar­stofa um Jón Sig­urðsson með sýn­ingu í bygg­ing­unni.

Í tím­ans rás hafa þó verið gerðar ýms­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi sýn­ing­ar­inn­ar, sem hef­ur verið á þriðju hæð húss­ins þar sem íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar og Jóns var. Síðast var þar uppi sýn­ing meðal ann­ars með mun­um úr inn­búi Jóns og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur, sem Þjóðminja­safn Íslands varðveit­ir. Muna marg­ir vafa­lítið eft­ir mubl­um og fleiru úr bú­inu sem var á sýn­ing­um safns­ins, eins og það var forðum daga, og eins því að á nú­ver­andi grunn­sýn­ingu safns­ins er einnig fjallað um Ingi­björgu og Jón.

 

Heim­ili byggt á rann­sókn­um

Á síðasta ári, þegar und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hátíðahöld í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is Íslands hófst, vaknaði sú hug­mynd að end­ur­gera sýn­ing­una í Jóns­húsi. Fól Alþingi Þjóðminja­safn­inu að hanna og setja upp sýn­ingu. Þá var ákveðið að íbúðin skyldi gerð upp svo hún yrði sem lík­ust því sem var á tím­um Jóns og Ingi­bjarg­ar. Er heim­ilið end­ur­gert á grund­velli rann­sókna á íbúðinni sjálfri, sagn­fræðileg­um heim­ild­um og varðveitt­um mun­um heim­il­is­ins í safn­kosti Þjóðminja­safns.

„Okk­ur fannst þetta strax áhuga­vert verk­efni og þá ekki síst að end­ur­gera íbúðina út frá heim­ild­um og rök­studd­um til­gát­um,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir.

Þjóðminja­safnið fól Láru Magnús­ar­dótt­ur sagn­fræðingi að kanna til­tæk­ar heim­ild­ir um hvernig heim­ili Jóns og Ingi­bjarg­ar hefði litið út og skilaði sú rann­sókn heil­miklu. Einnig var höfð hliðsjón af þekk­ingu og heim­ild­um um borg­ara­leg heim­ili í Dan­mörku á síðari hluta 19. ald­ar.

 

„Í þessu verk­efni hef­ur verið val­inn maður í hverju rúmi og sam­vinn­an afar gef­andi. Mjög munaði um að við feng­um eins og svo oft áður danska for­vörðinn Robert Lar­sen, sem starfað hef­ur hjá Þjóðminja­safni Dana, til liðs við okk­ur. Í Jóns­húsi tók hann sig til og skóf hvert máln­ing­ar­lagið ofan af öðru þannig að hinir upp­haf­legu lit­ir í íbúðinni sáust,“ seg­ir Mar­grét.

 

Thor­vald­sensgul­ur og Ítal­íurautt

Og það fer ekk­ert á milli mála; eld­húsið var gul­brúnt, gang­ur­inn Thor­vald­sensgul­ur eins og það er kallað, bóka­stof­an Ítal­íurauð, stáss­stofa og svefn­her­bergi græn og horn­stof­an í ljósgul­um lit. Hóp­ur iðnaðarmanna hef­ur sinnt þess­um end­ur­bót­um út frá sýn­ing­ar­hand­riti og hef­ur Halla Bene­dikts­dótt­ir, um­sjón­ar­maður Jóns­húss, haft um­sjón með fram­kvæmd­un­um. Þá hef­ur Jón Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður, komið að mál­um.

Halla hef­ur til að mynda fengið ís­lensk­ar kon­ur bú­sett­ar í Kaup­manna­höfn til að sauma í púða og tex­tíla eins og prýddu heim­ili hjón­anna um miðja 19. öld. Allt eru þetta forkunn­ar­fagr­ar hannyrðir. Þá hef­ur bóka­safni húss­ins sem til­heyr­ir arf­leifð Jóns verið komið fyr­ir í bóka­stofu heim­il­is Ingi­bjarg­ar og Jóns ásamt út­gefn­um bók­um um líf og starf Jóns for­seta. Bóka­stofa Jóns er mik­il­væg­ur hluti sýn­ing­ar­inn­ar.

 

Hús­búnaður frá forn­söl­um

Þegar kom svo að því að velja hús­búnað var ákveðið að sýna ekki viðkvæm­ar þjóðminj­ar held­ur kaupa hús­búnað frá miðri 18. öld á forn­söl­um í Kaup­manna­höfn og reynd­ist úr nægu að velja. „Við vild­um að fólk gæti sest niður við borð eða í sófa og um­hverfið væri þannig að fólk gæti notið, hand­leikið og skoðað. Gildi mun­anna úr hinu upp­haf­lega inn­búi Ingi­bjarg­ar og Jóns er meira en svo að áhætta sé tek­in. All­ir í sýn­ing­ar­hópn­um, hönnuðir, for­verðir, sér­fræðing­ar og starfs­menn húss­ins und­ir stjórn verk­efn­is­stjóra, hafa verið ótrú­lega út­sjón­ar­sam­ir við að finna muni á forn­söl­um og mér finnst út­kom­an mjög skemmti­leg,“ seg­ir Mar­grét.

Sem fyrr seg­ir hef­ur stjórn sýn­ing­ar­inn­ar verið í hönd­um þjóðminja­varðar í umboði Alþing­is. Heiti henn­ar er Heim­ili Ingi­bjarg­ar og Jóns. Miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn 1851-1879. Heim­ilda­öfl­un vegna sýn­ing­ar­inn­ar hef­ur verið í hönd­um sýn­ing­ar­höf­und­ar og sér­fræðinga Þjóðminja­safns. Af nægu er að taka, enda margt til skráð um líf og starf Ingi­bjarg­ar og Jóns. Verður sá fróðleik­ur aðgengi­leg­ur í íbúðinni í Jóns­húsi á vegg­spjöld­um. Hönnuðir sýn­ing­ar­inn­ar eru þeir Þór­ar­inn Blön­dal og Finn­ur Arn­ar Arn­ars­son. Fjöl­marg­ir aðrir sér­fræðing­ar hafa komið að verk­efn­inu und­ir verk­efn­is­stjórn Evu Krist­ín­ar Dal hjá Þjóðminja­safni Íslands.

 

Fjöl­sótt­ur staður

Sýn­ing­in í Jóns­húsi verður opnuð 6. des­em­ber næst­kom­andi; á Nikulás­ar­messu og fæðing­ar­degi dr. Kristjáns Eld­járns þjóðminja­varðar og for­seta Íslands. Mar­grét seg­ir dag­setn­ing­una skemmti­lega en góða til­vilj­un, með vís­an til þess að fáum hafi tek­ist eins vel upp og Kristjáni í frá­sögn­um af þjóðmenn­ingu og sögu Íslend­inga og gert hana aðgengi­lega al­menn­ingi.

 

„Hér í Kaup­manna­höfn er ekki til neitt sem sýn­ir íbúð 19. ald­ar og að því leyti mun sýn­ing­in í íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar hér í Jóns­húsi hafa mikið gildi,“ seg­ir Halla Bene­dikts­dótt­ir. Hún hef­ur búið í Kaup­manna­höfn í tæp­an ára­tug og síðastliðin þrjú ár verið um­sjón­ar­maður Jóns­húss. Þar er aðset­ur Íslend­inga­fé­lags­ins í Kaup­manna­höfn, fimm ís­lensk­ir kór­ar æfa í hús­inu, viku­lega er þar ís­lensku­skóli fyr­ir börn, stund­um sunnu­dagskaffi fyr­ir gesti og fleira skemmti­legt.

„Hingað koma senni­lega á bil­inu 1.200-1.300 manns á mánuði og verða sjálfsagt fleiri eft­ir að ný og áhuga­verð sýn­ing verður opnuð,“ seg­ir Halla í Jóns­húsi að síðustu.

 

 

 

Morgunblaðið
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
sbs@mbl.is

 Skráð af Menningar-Staður