Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.11.2018 06:42

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backman (1957 - 2016).

 

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backm­an fædd­ist á Akra­nesi 27. nóvember 1957.

For­eldr­ar henn­ar voru Jó­hanna Dag­fríður Arn­munds­dótt­ir og Hall­dór Sig­urður Backm­an.

 

Börn Eddu Heiðrún­ar eru Arn­mund­ur Ernst leik­ari og Unn­ur Birna nemi.

 

Edda Heiðrún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Sund 1978 og leik­ara­prófi frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1983.

 

Edda Heiðrún var mik­il­virk og vin­sæl leikk­kona til árs­ins 2004. Þá hafði hún greinst með MND-sjúk­dóm­inn, hætti að leika, sneri sér að leik­stjórn og leik­stýrði fjölda sýn­inga í Borg­ar­leik­hús­inu og Þjóðleik­hús­inu. Árið 2007 opnaði hún blóma­búðina Súkkulaði og rós­ir, þar sem hún bauð upp á heims­ins besta súkkulaði og fal­leg­ustu rós­ir. Hún fann sköp­un­ar­krafti sín­um nýj­an far­veg, 2008, er hún hóf að mála með munn­in­um, vatns­lita- og ol­íu­mynd­ir af fugl­um og fólk­inu sem var henni kært. Hún hélt fjölda sýn­inga í Reykja­vík og út um land, auk þess sem hún átti mynd­ir á sýn­ing­um er­lend­is.

 

Edda Heiðrún barðist fyr­ir rétt­ind­um fatlaðs fólks og lagði mikið af mörk­um þegar hún, ásamt Holl­vina­sam­tök­um Grens­ás, stóð fyr­ir lands­söfn­un til upp­bygg­ing­ar og end­ur­bóta á Grens­ás­deild und­ir yf­ir­skrift­inni Á rás fyr­ir Grens­ás. Þar söfnuðust á annað hundrað millj­ón­ir króna.

 

Edda var mik­ill talsmaður um­hverf­is­vernd­ar og ís­lenskr­ar nátt­úru, barðist fyr­ir stofn­un há­lend­isþjóðgarðs á miðhá­lendi Íslands og stofnaði fé­lags­skap­inn Rödd nátt­úr­unn­ar árið 2016.

 

Edda Heiðrún var þris­var sæmd Íslensku sviðslista­verðlaun­un­um, þ.ám. heiður­sverðlaun­um Grím­unn­ar 2015, hlaut Íslensku kvik­mynda­verðlaun­in, Edd­una, 2003, var borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2006 og var samþykkt af Alþingi í hóp heiðurslista­manna árið 2008.

 

Edda Heiðrún lést 1.október 2016.Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Staður.