Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.01.2019 06:54

Fagnaði jólum og afmælinu á Tenerife

 

 

Þórdís Sólmundardóttir er fimmtug í dag.

Veit­inga­kon­an Þór­dís rek­ur Pylsu­vagn­inn á Sel­fossi.

 

 

Fagnaði jólum og afmælinu á Tenerife

 

 

Ég er stödd á Teneri­fe og ætla að halda upp á af­mælið mitt hér með vin­um mín­um og manni,“ seg­ir Þór­dís Sól­mund­ar­dótt­ir sem á fimm­tugsaf­mæli í dag, mánudaginn 7. janúar 2019.

 

Hún hélt jól­in sömu­leiðis hátíðleg á Teneri­fe með eig­in­manni, son­um og móður, og kom þangað 22. des­em­ber. Móðir henn­ar og syn­ir eru far­in heim til Íslands en vin­irn­ir komu í staðinn. „Við erum tíu hérna í allt núna.“ Þór­dís hef­ur einu sinni áður haldið jól­in er­lend­is, en þá var hún á Gran Can­aria og seg­ir að það hafi verið ljúft þá eins og nú.

 

Þór­dís rek­ur Pylsu­vagn­inn á Sel­fossi ásamt móður sinni, sem stofnaði hann árið 1984 ásamt þáver­andi maka og fóst­ur­föður Þór­dís­ar. Staður­inn fagn­ar því 35 ára af­mæli á næsta ári.

 

Þór­dís, sem hef­ur ávallt búið á Sel­fossi, sér núna um rekst­ur­inn ásamt móður sinni, Ing­unni Guðmunds­dótt­ur. „Það hef­ur ým­is­legt breyst á þess­um tíma en samt eru ham­borg­ar­arn­ir og pyls­urn­ar alltaf vin­sæl­ust. Það nýj­asta á mat­seðlin­um er fish 'n' chips, sem var fyr­ir út­lend­ing­ana en Íslend­ing­ar eru líka dug­leg­ir að kaupa það.“

 

Eig­inmaður Þór­dís­ar er Sím­on Ingvar Tóm­as­son, fanga­vörður á Litla-Hrauni, en hann verður sex­tug­ur á föstu­dag­inn. Syn­ir þeirra eru Magnús Bjarki, f. 1995, Eyþór, f. 1998, og Sól­mund­ur Ingi, f. 2005


Morgunblaðið  7. janúar 2019.


 

 


Skráð af Menningar-Staður.