Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.01.2019 06:50

"Mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði"

 

 

Á aukafundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var samþykkt

með þremur atkvæðum gegn tveimur að fara Teigsskógarleið, eða Þ-H leið,

í aðalskipulagi hreppsins. Þrjár tillögur voru lagðar fram á fundinum.

Ingimar Ingimarsson, oddviti hreppsins, lagði fram tillögu um frestun

ákvörðunar og íbúakosningu. Sú tillaga var felld með þremur atkvæðum

og einn sat hjá. Árný Huld Haraldsdóttir lagði fram tillögu um Teigsskógarleið

og var hún sem fyrr segir samþykkt. Því þurfti ekki að taka afstöðu til þriðju

tillögunnar um Reykhólaleið, leið R. Voru sveitarstjórnarmenn ómyrkir í máli

í bókunum, sögðu m.a. að Vegagerðin hafi tekið skipulagsvald af sveitarfélaginu

og réttarstaða þess yrði skoðuð gagnvart Vegagerðinni.

 

 

„Mikil gleðitíðindi fyrir alla Vestfirði“

 

• Óvíst hvenær vegaframkvæmdir um Teigsskóg hefjast

 

 

Þótt meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps hafi ákveðið að velja Teigs­skóg­ar­leið ÞH fyr­ir Vest­fjarðaveg er ekki þar með sagt að Vega­gerðin geti sent gröf­ur og bíla vest­ur til að hefja fram­kvæmd­ir. Hugs­an­legt er að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir utan Teigs­skóg­ar á þessu ári en það gæti þó vel dreg­ist.

Skipu­lags­ferlið er langt komið og nú þarf að aug­lýsa breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem sýn­ir breytta legu veg­ar­ins í gegn­um Teigs­skóg og hvert á að sækja efni vegna fram­kvæmd­anna. Þrír mánuðir gef­ast fyr­ir al­menn­ing og hags­munaaðila til að gera at­huga­semd­ir. Eft­ir að sveit­ar­stjórn hef­ur samþykkt aðal­skipu­lags­breyt­ing­una get­ur Vega­gerðin sótt um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir alla leiðina, bæði þver­an­ir tveggja fjarða og leiðina í gegn­um Teigs­skóg. Fram­kvæmda­leyfið er síðan kær­an­legt til úr­sk­urðar­nefnd­ar auðlinda- og um­hverf­is­mála. Miðað við for­sög­una má bú­ast við kær­um. Get­ur tekið 6 til 10 mánuði að úr­sk­urða.

 

Beðið eft­ir veg­in­um

Hugs­an­legt er að fram­kvæmd­ir geti haf­ist á þessu ári, að minnsta kosti á hluta leiðar­inn­ar, eft­ir að skipu­lag hef­ur verið staðfest og fram­kvæmda­leyfi gefið út. Einnig er hugs­an­legt að úr­sk­urðar­nefnd­in stöðvi fram­kvæmd­ir í Teigs­skógi og jafn­vel víðar.

 

Vega­gerðin stöðvaði und­ir­bún­ing Teigs­skóg­ar­leiðar þegar ný sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps fór að vinna að svo­kallaðri Reyk­hóla­leið. Nú verður þráður­inn tek­inn upp aft­ur. Hann felst í end­an­legri hönn­un veg­ar­ins, samn­ing­um við land­eig­end­ur og gerð útboðsgagna. Vitað er af fyrri sam­skipt­um að hluti land­eig­enda í Teigs­skógi er mjög mót­fall­inn vegi þar um og má bú­ast við að Vega­gerðin þurfi að leita eft­ir því að land und­ir veg­inn verði tekið eign­ar­námi. Það get­ur kallað á dóms­mál. Hags­munaaðilar geta einnig borið málið í heild und­ir dóm­stóla, ef þeir verða und­ir hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni.

Stjórn­end­ur hjá Vega­gerðinni treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær fram­kvæmd­ir geta haf­ist, það sé ekki að öllu leyti í þeirra hönd­um. Magnús Val­ur Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri mann­virkja­sviðs, seg­ir að reynt verði að hraða und­ir­bún­ingi enda sé beðið eft­ir þess­um vegi.

 

Fagna niður­stöðunni

Sveit­ar­stjórn­ar­menn á Vest­fjörðum fagna niður­stöðu meiri­hluta sveit­ar­stjórn­ar Reyk­hóla­hrepps. „Þetta eru mik­il gleðitíðindi fyr­ir alla Vest­f­irði,“ seg­ir Iða Marsi­bil Jóns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Vest­ur­byggðar. Hún vís­ar til þess að Teigs­skóg­ar­leiðin hafi verið kom­in lengst í und­ir­bún­ingi og því minnst­ar lík­ur á því að fram­kvæmd­ir við hana drag­ist. Hún ger­ir sér einnig von­ir um að Alþingi komi Vest­f­irðing­um til hjálp­ar með því að setja lög á fram­kvæmd­ina til að draga úr hættu á að hún fari að drag­ast vegna kæru­mála.

 

Daní­el Jak­obs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar, tek­ur ákvörðun Reyk­hóla­hrepps fagn­andi. Hann minn­ir á að með fram­kvæmd­um á þess­ari leið, meðal ann­ars Dýra­fjarðargöng­um, verði þetta hinn nýi þjóðveg­ur frá norðan­verðum Vest­fjörðum inn á hring­veg­inn og stytti mjög leiðina til Reykja­vík­ur. Hann seg­ist ekki vera hrædd­ur við kær­ur á aðal­skipu­lag og fram­kvæmda­leyfi. Ef sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps hafi vandað sig við und­ir­bún­ing­inn, eins og hann trú­ir að hún hafi gert, verði hægt að af­greiða mál­in hratt og ör­ugg­lega. Þá sé áhætt­an af kær­um ekki síðri á öðrum leiðum.

Miðvikudagur, 23. janúar 2019


Skráð af Menningar-Staður.