Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.02.2019 06:46

Eyrbekkingur á Íslands­met

 

 

Ólafur Óskarsson skipstjóri.

 

 

Eyrbekkingur á Íslands­met

 

 

Góð afla­brögð eru eng­in ný­mæli fyr­ir Eyrbekkinginn Ólafi Óskars­syni, sem hef­ur verið til sjós í ára­tugi. Í októ­ber 2016 var hann skip­stjóri á Jó­hönnu Gísla­dótt­ur GK og fiskaði þá 710 tonn. Eng­inn línu­bát­ur á Íslandi hef­ur nokkru sinni komið með meiri afla að landi í einu mánuði. Ein lönd­un­in var 153,9 tonn, seg­ir á mbl.is

 

„Þarna gát­um við beitt okk­ur eins og við vild­um, því sjó­manna­verk­fall var yf­ir­vof­andi og skall á rétt síðar. Við vor­um á þess­um tíma fyr­ir norðan, þar sem allt var vaðandi í þorski. Og ef ekki væri kvót­inn væri sjálfsagt hægt að nálg­ast þetta met aft­ur núna. Þar kem­ur til að hér við sunn­an- og vest­an­vert landið er mikið af fiski núna og við á nýj­um bát sem er bæði lip­ur og öfl­ug­ur,“ seg­ir Ólaf­ur Óskars­son.

 

Morgunblaðið 14. febrúar 2019.
 Skráð af Menningar-Staður