Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.05.2019 06:02

Marteinn og Gunnar fengu menningarviðurkenningu Árborgar

 

 
 

Arna Ír, Gunnar, Marteinn og Guðbjörg við afhendingu viðurkenningarinnar.

Ljósmynd/Árborg

 

 

Marteinn og Gunnar

 

fengu menningarviðurkenningu Árborgar

 

 

Bræðurnir Marteinn og Gunnar Sigurgeirssynir hlutu menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar árið 2019 en viðurkenningin var afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg á sumardaginn fyrsta.

 

Marteinn og Gunnar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að taka þátt í skipulagningu menningarviðurða, taka upp hreyfimyndefni af fjölbreyttum viðburðum í samfélaginu og viðtöl við einstaklinga á svæðinu sem varðveita stóran hluta af sögu svæðisins. Viðurkenninguna fá þeir fyrir framlag sitt til menningar og varðveislu söguminja á svæðinu.

 

Báðir hafa þeir um langt skeið komið að kvikmyndagerð og ljósmyndun og liggur m.a. eftir þá fjöldi heimildarmynda sem teng­ist bernsku- og uppvaxtarslóðum þeirra á Selfossi.


Marteinn er kenn­ari að mennt og hefur stærstan hluta ævi sinnar unnið við einhverskonar kennslu og miðlun ásamt gerð heimild­ar­mynda.
Gunnar rak Ljósmyndastofu Suðurlands/Filmverk í 20 ár eða fram til ársins 2009. Hann mynd­að m.a. mannlíf og ýmsa viðburði er tengjast sögu Sel­foss. Einnig safnaði hann þús­und­um ljós­mynda fyrir Héraðs­skjalasafn Árnes­inga

 

Það voru þær Guðbjörg Jónsdóttir, formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, sem afhentu Marteini og Gunnari viðurkenninguna.
Skráð af Menningar-Staður