Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.06.2019 09:48

Hún elti Guðmund í heilt ár

 

 

 

 

Hún elti Guðmund í heilt ár

 

 

Hún fékk hug­mynd­ina þegar hún þurfti að slást við hann um síðustu rjóma­drop­ana í búðinni. Vig­dís festi á filmu störf rófna­bónd­ans Guðmund­ar á Sandi sem nú læt­ur af störf­um eft­ir hálfa öld í rófna­bú­skap.

 

Ég vissi vel hver Guðmund­ur var áður en ég fór í þetta verk­efni, því all­ir þekkj­ast í litla sam­fé­lag­inu hér á Eyr­ar­bakka. Guðmund­ur er gam­all Eyr­bekk­ing­ur og ég er fædd og upp­al­in hér, en ég kynnt­ist hon­um óhjá­kvæmi­lega miklu bet­ur við að fylgj­ast með störf­um hans svona lengi. Það verður til ákveðinn vin­skap­ur við svona mik­inn sam­gang. Hann hringdi alltaf í mig þegar eitt­hvert verk lá fyr­ir og þá mætti ég á svæðið til að taka mynd­ir. Ég reyndi að mæta sem oft­ast og líka aft­ur og aft­ur í sama verkið, því veður var mis­jafnt og birt­an og annað í mynd­un­um þá ólíkt,“ seg­ir Vig­dís Sig­urðardótt­ir sem opn­ar ljós­mynda­sýn­ing­una Rófu­bónd­inn í dag í Hús­inu á Eyr­ar­bakka, en hún elti Guðmund Sæ­munds­son á Sandi í heilt ár og fylgd­ist með störf­um hans í rófna­rækt og tók mynd­ir.

 

„Allt hófst þetta á því að mig langaði til að vinna að ein­hverju ljós­mynda­tengdu verk­efni en ég hef haldið fjór­ar ljós­mynda­sýn­ing­ar áður sem all­ar voru með lands­lags­ljós­mynd­um. Mig bráðvantaði ein­hverja hug­mynd svo ég heim­sótti vina­fólk mitt Magnús Kar­el og Ingu Láru sem búa hér á Eyr­ar­bakka og spurði hvort þeim kæmi eitt­hvað í hug. Inga Lára dró mig upp á loft í Lauga­búð og sýndi mér gaml­ar ljós­mynda­bæk­ur og hún stakk upp á að ég inni að ein­hverju heim­ild­ar­verk­efni. Stuttu seinna átti ég er­indi út í sjoppu til að kaupa rjóma fyr­ir kaffi­sam­sæti sem kven­fé­lagið hér á Eyr­ar­bakka stend­ur fyr­ir á frí­degi verka­manna. Þá baka næst­um all­ir á Eyr­ar­bakka og ég þurfti nauðsyn­lega að fá rjóma, en það þurftu fleiri og ég lenti í því að slást um síðustu rjóma­drop­ana í búðinni við Guðmund rófu­bónda. Hann var mætt­ur á traktorn­um og í vinnugall­an­um og var aðeins á und­an mér, svo hann fékk það sem hann þurfti af rjóma en ég tók rest,“ seg­ir Vig­dís og hlær.

 

„Þarna laust niður hug­mynd og ég spurði hann á staðnum hvort ég mætti taka af hon­um mynd­ir við störf í rófna­rækt­inni. Hon­um fannst þetta svo­lítið skrýt­in hug­mynd og vildi fá að hugsa málið. Viku seinna samþykkti hann og ég gat haf­ist handa.“

 

Kannski verður barnið gult

 

Guðmund­ur er ein­yrki í rófna­rækt­inni sem hann hóf með föður sín­um fyr­ir fimm­tíu árum, en þeir feðgar ræktuðu einnig kart­öfl­ur. Guðmund­ur hætti kart­öflu­rækt fyr­ir ára­tug og hef­ur ein­beitt sér að rófna­rækt­inni síðan.

 

„Hann fær liðsstyrk á haust­in, þá koma til hans ung­ir peyj­ar til að hjálpa hon­um að taka róf­urn­ar upp, enda gríðarlegt magn sem þarf að taka upp. Upp­sker­an á hverju hausti er um 50 til 60 tonn af róf­um, svo þetta er gríðarlegt magn og mik­il vinna. Upp­sker­an hjá hon­um hef­ur farið upp í 130 tonn þegar mest var, en það fannst hon­um of mikið,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir við að Guðmund­ur sé með einn til tvo hekt­ara lands í einu und­ir rófna­rækt­ina, en hann hvíli svæðin á milli ára.

 

„Öll hans rækt­un er und­ir ber­um himni og hand­tök­in eru mörg. Það þarf að plægja á vor­in og sá, og gera garða. Á sumr­in þarf að eitra fyr­ir kálflug­una nokkr­um sinn­um og Guðmund­ur fer nán­ast dag­lega til að kíkja á og fylgj­ast með sprett­unni yfir sum­arið.“

 

Vig­dís seg­ist hafa fræðst heil­mikið við gerð verk­efn­is­ins, því hún vildi vita hvað verkið hverju sinni fæli í sér og til hvers það var.

 

„Núna veit ég ým­is­legt um rófna­rækt sem ég ekki vissi áður. Það kom mér á óvert hversu lík­am­lega erfið þessi vinna Guðmund­ar er. Hann þarf að bogra mjög mikið, en hann er kom­inn á átt­ræðis­ald­ur og hef­ur starfað við rófna­rækt í meira en fimm ára­tugi. Hann seg­ist aldrei hafa fengið í bakið.“

 

Vig­dís seg­ir að róf­urn­ar hans Guðmund­ar séu þær allra bestu sem hún hafi smakkað, enda fékk hún að bragða á þeim þegar þær voru ný­komn­ar upp úr mold­inni. „Þær eru ein­stak­lega sæt­ar og fersk­ar svona beint upp úr garðinum. Guðmund­ur er mik­ill öðling­ur og bauð mér æv­in­lega að taka með mér heim eins mikið af róf­um og ég gat borið, í hvert sinn sem ég kom að mynda hann. Ég borðaði því miklu meira af róf­um en ég er vön og ætli barnið sem ég ber und­ir belti verði ekki gult þegar það kem­ur í heim­inn,“ seg­ir Vig­dís, sem er kom­in níu mánuði á leið.

 

Vig­dís seg­ist hafa notið sam­vist­anna við Guðmund og að kynn­in við hann hafi leitt í ljós hversu lund­góður hann er.

 

„Hann er mjög létt­ur og skemmti­leg­ur maður, alltaf í góðu skapi og bros­andi, reyt­andi af sér brand­ara og stutt í hlát­ur­inn. Ég lærði líka að koma helst aldrei til hans tíðinda­laus, því hann spurði alltaf hvað væri að frétta. Ég lagði mig því fram um að vera alltaf með eitt­hvað nýtt til að segja hon­um af Bakk­an­um.“

 

Vig­dís seg­ir að nú hafi heim­ild­ar­mynda­taka henn­ar af störf­um Guðmund­ar öðlast meira gildi en hún eða Guðmund­ur hefðu gert sér grein fyr­ir þegar þau lögðu af stað í ljós­mynda­verk­efnið, því ný­lega kom í ljós að hann er hætt­ur í rófna­rækt­inni, vegna veik­inda.

 

„Þetta var því síðasta árið hans í ævi­starf­inu, svo það var eins gott að ég lét vaða og spurði hann þarna við mjólk­ur­kæl­inn í fyrra­vor hvort ég mætti mynda hann.“

 

 

 

Ljós­mynda­sýn­ing­in Rófu­bónd­inn verður opnuð í dag,

laug­ar­dag 15. júní 2019, kl. 17 í borðstofu Húss­ins á Eyr­ar­bakka.

Sýn­ing­in gef­ur fróðlega og lit­ríka sýn á rækt­un

þess­ar­ar ein­stöku jurt­ar sem hef­ur fylgt þjóðinni í 200 ár.

 

All­ir eru vel­komn­ir.

 Morgunblaðið - laugardagurinn 15. júní 2019
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir 
khk@mbl.is


Skráð af Menningar-Bakki