Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.06.2019 11:05

17. júní - Merkisatburðir

 


Styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í Reykjavík.

Hann var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.
Ljósm.: Sigurður Kjartansson.

 

 

17. júní - Merkisatburðir

 

 

1397  Eiríkur af Pommern er krýndur konungur allra Norðurlanda.

 

1449  Danmörk og England gera með sér samning sem heimilar enskum sjómönnum siglingar til Íslands með sérstöku leyfi Danakonungs.

 

1596  Willem Barents finnur Svalbarða.

 

1900  Fyrsta póstferð með farþega, vörur og póst, er farin á fjórhjóla hestvagni frá Reykjavík austur fyrir fjall.

 

1907  Stúdentafélagið gengst fyrir því að víða um land er flaggað íslenskum fána, bláum með hvítum krossi. 65 fánar eru við hún í Reykjavík.

 

1911  Háskóli Íslands er stofnaður og settur í fyrsta sinn. Hann tekur yfir rekstur Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans sem um leið eru lagðir niður.

 

1915  Fyrsta bílprófið er tekið í Reykjavík. Handhafi skírteinis númer 1 er Hafliði Hjartarson trésmiður, 28 ára.

 

1917  Nokkur félagasamtök halda samsæti í Reykjavík til heiðurs Stephani G. Stephanssyni skáldi, sem staddur er á Íslandi í fyrsta sinn frá því að hann kvaddi landið tvítugur að aldri 1873.

 

1925  Á Ísafirði er tekið í notkun nýtt sjúkrahús sem talið er hið fullkomnasta á Íslandi.

 

1926  Björg Karítas Þorláksdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún ver doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París.

 

1926  Melavöllurinn í Reykjavík er vígður eftir flutning.

 

1940  Þrír bátar koma frá Noregi til Austfjarða með 59 norska flóttamenn um borð.

 

1941  Sveinn Björnsson er kjörinn ríkisstjóri Íslands af Alþingi, en hann hafði verið sendiherra landsins í Kaupmannahöfn í tvo áratugi.

 

1944 

Íslenska lýðveldið er stofnað á Þingvöllum og jafnframt er fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Einnig er Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.

 

1945  Minningarskjöldur er afhjúpaður á húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

 

1947  Fyrsta millilandaflugvél í íslenskri eigu kemur til landsins. Það er Skymaster-flugvélin Hekla í eigu Loftleiða.

 

1959  Íþróttavöllurinn í Laugardal er formlega vígður en hafði verið í notkun í tvö ár.

 

1959  Menn sleppa naumlega er varnargarður brestur á virkjunarsvæðinu við Sog.

 

1969  Aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins er fagnað í mikilli rigningu.

 

1974  Á Kirkjubæjarklaustri er vígð kapella til minningar um Jón Steingrímsson eldklerk.

 

1975  Sumar á Sýrlandi, fyrsta plata Stuðmanna, kemur út.

 

1977  Höggmyndin Alda aldanna eftir Einar Jónsson myndhöggvara frá Galtafelli í Hrunamannahreppi er afhjúpuð á Flúðum.

 

1980  Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kemur út.

 

1982  Þriðja skipið með nafnið Akraborg kemur til landsins til siglinga á milli Reykjavíkur og Akraness.

 

1985  Í Vestmannaeyjum er afhjúpuð höggmynd til minningar um Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu.

 

1994  50 ára afmæli Lýðveldisins Íslands er fagnað á Þingvöllum af miklu fjölmenni.

 

1994  Jóhanna Sigurðardóttir leggur grunn að stjórnmálaflokknum Þjóðvaka með orðunum „Minn tími mun koma.“

 

2000  Jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, skekur Suðurland.

 

2004  Sundlaugin á Hólmavík er tekin í notkun.

 

2006  Íslenska landsliðið í handbolta vinnur sér þátttökurétt á HM í Þýskalandi 2007 með því að sigra Svía í Laugardalshöllinni með samanlagt þriggja marka mun.


2019  75 ára afmæli Lýðveldisins Íslands.

 

.

.

.

.

.

.

 


 

Fréttablaðið 17. júní 2019  -  myndir af RUV.is  og fleira.
 Skráð af Menningar-Bakki