Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.06.2019 06:42

21. júní 2019 - Lengsti dagur ársins

 

 

Kvöldsól. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

 

21. júní 2019 - Lengsti dagur ársins

 

 

Sumarsólstöður eru í dag, föstuudaginn 21. júní, en þá er sólargangur lengstur. Sólstöður eru klukkan 15:44, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Lengsti dagur ársins er því í dag, en nýliðin nótt var sú stysta.
 

Sólstöður verða þegar stefna mönduláss jarðar er til miðju sólar. Gerist þetta tvisvar sinnum á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20. til 23. desember, þegar sólargangurinn er stystur.
 

Eftir daginn í dag fer sólin aftur að lækka á lofti og dagarnir munu því styttast jafnt og þétt þangað til á vetrarsólstöðum, sem í ár verða 22. desember.


 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki