Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.08.2019 08:38

Merkir Íslendingar - Sigurgeir Sigurðsson

 

 

Sigurgeir Sigurðsson (1890 - 1953). 

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurgeir Sigurðsson

 

 

Sigurgeir Sigurðsson, fæddur þann 3. ágúst árið 1890 í Túnprýði á Eyrarbakka.


 Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson regluboði og Svanhildur Sigurðardóttir hafnsögumanns á Eyrarbakka.
 

 

Sigurgeir var biskup íslensku þjóðkirkjunnar frá 1939 til dauðadags. Hann tók við embætti af Jóni Helgasyni, biskup og rithöfundi. Áður hafði Sigurgeir verið prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi frá 1927.

 

Sigurgeir  var stúdent frá MR í júní 1913, cand. theol. frá HÍ febrúar 1917 og stundaði nám í Danmörku, Svíþjóð og Englandi síðar.

 

Í biskupsembættinu var Sigurgeir virkur í félags- og trúnaðarstörfum. Hann ferðaðist víða um heim sem fulltrúi íslenskrar prestastéttar, einkum hafði hann sterk tengsl til Vesturheims. Hann var gerður heiðursdoktor hjá Háskólanum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og Wagner-háskóla í New York. Þá var hann heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

 

Sigurgeir var sonur Sigurðar Eiríkssonar, regluboða Góðtemplarareglunnar, organleikara og dannebrogsmanns á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík, og Svanhildar Sigurðardóttur, húsfreyju á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík.


17. nóvember 1917 kvæntist Sigurgeir Guðrúnu Pétursdóttur bónda í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi.Þeirra börn voru Pétur biskup, Sigurður deildarstjóri í sparisjóði Út vegsbankans, dáinn 8. nóvember 1986, Svanhildur deildarstjóri í ut anríkisráðuneytinu, og Guðlaug næringarráðgjafi.

 

Sonur Sigurgeirs, Pétur, var biskup yfir Íslandi frá 1981- 1989. Pétur lést 2010.Sigurgeir Sigurðsson lést þann 13. október 1953, aðeins 63 ára gamall.
Skráð af Menningar-Bakki.