Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.08.2019 10:15

Hruna­laug stend­ur tóm

 

 

Við eðli­leg­ar aðstæður renn­ur yf­ir­borðsvatn yfir heit­ar klapp­irn­ar á þess­um stað.

Nú eru læk­ir þornaðir upp og baðgest­ir grípa í tómt. Ljósm.: mbl.is/?Sig­urður Bogi

 

 

Hruna­laug stend­ur tóm

 

 

Mik­illa þurrka á Suður­landi að und­an­förnu sér stað með ýmsu móti og í Hruna­manna­hreppi vek­ur at­hygli að svo­nefnd Hruna­laug, skammt frá Flúðum, er horf­in.

 

Þannig ber til að í laug­ina fell­ur yf­ir­borðsvatn sem renn­ur yfir heita klöpp þar sem baðstaður­inn er. Þar sem lítið sem ekk­ert hef­ur rignt í upp­sveit­um Árnes­sýslu í tals­verðan tíma er þar vatns­skort­ur og læk­ur­inn við Hruna­laug, sem er í landi jarðar­inn­ar Áss, er horf­inn. Fólk sem kem­ur á staðinn til þess að baða sig gríp­ur því í tómt þegar gengið er frá bíla­stæði yfir lág­an ás að nátt­úru­laug­inni, sem er vin­sæl.

 

Aðstæður eru víða lík­ar því sem nú ger­ist í Hruna­laug. Sveit­ar­fé­lög á Suður­landi hafa meðal ann­ars gefið út þau til­mæli til bænda að fara spar­lega með neyslu­vatn. Hef­ur það skapað nokk­urn vanda, til dæm­is hjá bænd­um og í garðyrkj­unni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Morgunblaðið 12. ágúst 2019.
Skráð af Menningar-Bakki