Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.09.2019 17:29

Fjöldi fólks hélt bíl­lausa dag­inn hátíðleg­an 22. sept. 2019

 

 

Í gær var hald­in stærsti Bíl­lausi dag­ur sem hald­inn hef­ur verið á Íslandi. mbl.is/?Hari

 

 

Fjöldi fólks hélt

 

-bíl­lausa dag­inn- hátíðleg­an 22. sept. 2019

 

 

Bíl­lausi dag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í gær, sunnudaginn 22. september 2019. Þátt­tak­end­ur gengu og hjóluðu á Miklu­braut  að Lækj­ar­torgi, auk þess sem frítt er í strætó í til­efni dags­ins. Lækj­ar­gata var lokuð til klukk­an 17 í gær og dag­skrá á veg­um Bíl­lausa dags­ins.

 

„Við eig­um ekki bíl og hjól­um það sem við þurf­um að fara. Lif­um bíl­laus­um lífs­stíl og vilj­um að fleiri geri það,“ seg­ir Júlía Björns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hún tók þátt með Þóri Ingvars­syni og segj­ast þau ekki láta rign­ing­una aftra sér. „Hún er bara hress­andi.“

 

„Það er mjög mik­il­vægt að sýna sam­stöðu og tengja sig við fleiri borg­ir, þetta er alþjóðleg hreyf­ing,“ seg­ir Júlía, en bíl­lausi dag­ur­inn geng­ur í garð um leið og evr­ópsku sam­göngu­vik­unni lýk­ur. Dag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í fleiri borg­um í gær.

 


Eyrarbakkahjónin Júlía Björns­dótt­ir og Þórir Ingvars­son. mbl.is/Gunn­laug­ur

 
 

 Af: mbl.is og víðar
 Skráð af Menningar-Bakki