Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.10.2019 09:07

Leiðir gesti um sýningu safnsins

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

 

Leiðir gesti um sýningu safnsins

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, sunnudaginn 20. október 2019 kl. 14:00. 

 

„Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Hann kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku,“ segir m.a. um sýninguna í tilkynningu. 


 

Skráð af Menningar-Bakki.