Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.10.2019 20:50

Vanmetum ekki bein tengsl barna við list

 

 

Fót­bolta­menn.
Eitt verk­anna sem eru á sýn­ing­unni.

 

 

Vanmetum ekki bein tengsl barna við list

 

 

"Við ákváðum að setja upp þessa sýn­ingu til að vekja at­hygli á heild­ar­skrá verka Sig­ur­jóns á vefsíðu safns­ins en einnig til að minna á að til er fræðslupakki fyr­ir grunn­skóla­börn und­ir heit­inu Far­veg­ur mynd­list­ar til framtíðar. Þar eru verk­efni fyr­ir grunn­skóla­nema sem fjalla um mörg þeirra verka sem eru núna á sýn­ing­unni. Þessi fræðslupakki er aðgengi­leg­ur fyr­ir skóla, ekki aðeins í ná­grenni safns­ins hér í borg­inni held­ur fyr­ir kenn­ara út um allt land sem geta nálg­ast hann á net­síðu safns­ins,“ seg­ir Birgitta Spur, sýn­ing­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar Sjón er sögu rík­ari, sem var opnuð í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar á Laug­ar­nestanga í gær, laug­ar­daginn 19. október 2019.

 

Birgitta og dr. Alma­Dís Krist­ins­dótt­ir mynd­mennta­kenn­ari og mynd­menntamiðlari sömdu fyrr­nefnt fræðslu­efni fyr­ir nokkr­um árum.

 

„Við unn­um þetta sam­an og kynnt­um á net­inu á sín­um tíma, en með sýn­ing­unni núna er verið að fylgja þessu eft­ir, minna á að þetta fræðslu­efni er til. Á sýn­ing­unni eru val­in verk frá lista­manns­ferli Sig­ur­jóns allt frá náms­ár­un­um í Dan­mörku og fram til 1982, sem var árið sem hann lést,“ seg­ir Birgitta og legg­ur áherslu á að sýn­ing­in myndi heild og því sé til­valið fyr­ir kenn­ara sem hafa nýtt sér fræðslu­efnið á net­inu að koma með nem­end­ur á staðinn til að skoða verk­in í raun­heim­um.

 

Skipt­ir máli að standa frammi fyr­ir lista­verki

„Sýn­ing­in er mjög spenn­andi og fal­leg, á henni eru 26 verk eft­ir Sig­ur­jón og þar eru til dæm­is nokk­ur helstu lyk­il­verk hans frá fót­bolta­tíma­bil­inu svo­kallaða 1936 og 1937. Við sýn­um nokkr­ar frum­mynd­ir að verk­um sem hafa verið stækkuð og staðsett ut­an­dyra í op­in­beru rými, svo sem verkið Fót­bolta­menn sem stend­ur á Faxa­torgi á Akra­nesi, Grímu sem var reist við Borg­ar­leik­húsið í Reykja­vík og frumdrög að Vík­ingi sem Sig­ur­jón hjó í grá­stein og stend­ur fyr­ir utan Lista­safn Íslands á Frí­kirkju­vegi. Þessi sýn­ing veit­ir líka for­eldr­um kjörið tæki­færi til að koma með börn­in sín hingað og opna fyr­ir þeim heim mynd­mennta. Sýn­ing­in er ekki síður fyr­ir hinn al­menna sýn­ing­ar­gest; að skoða breitt úr­val verka Sig­ur­jóns frá öll­um hans ferli.“

 

Birgitta seg­ir að sér finn­ist skipta óhemju­miklu máli að mynd­list fyr­ir­finn­ist í um­hverfi barna.

 

„Ég hef heyrt hvaða áhrif það get­ur haft á fólk seinna meir að það hafi í bernsku verið í sjón­færi við góða mynd­list. Nem­end­ur í Laug­ar­nesskóla geta til dæm­is upp­lifað slíkt, því þar er heill sal­ur með verk­um Jó­hanns Briem. Það má ekki van­meta þessi beinu tengsl barna við list­ina; að þau geti staðið frammi fyr­ir lista­verk­um, sjái þau ekki ein­vörðungu í bók­um, því það er alls ekki sama upp­lif­un,“ seg­ir Birgitta og bæt­ir við að mynd­list sé afar ung list­grein á Íslandi.

 

„Í raun er mynd­list­in á bernsk­u­stigi hér á landi ef við ber­um sam­an við bók­mennt­irn­ar. Það hef­ur verið lif­andi umræða um bók­mennt­ir hér á landi al­veg frá því Rasmus Christian Rask stofnaði Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag árið 1816. Það er hefð fyr­ir því hér að fjalla um bók­mennt­ir og sú umræða á sér stöðugt stað. Bók­mennt­irn­ar eru tengd­ar tungu­mál­inu en mynd­list­in er allt ann­ar miðill, sem ger­ir þetta svo­lítið snúið. Hvernig á að nálg­ast lista­verk? Það þarf ein­hvern lyk­il til að opna skiln­ing fólks á mynd­list.“

 

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um fræðslu- og viðburðadag­skrár á  www.listasafn.is.

 


Birgitta Spur,

ekkja myndhöggvarans Sigurjón Ólafssonar frá Eyrarbakka.

 Morgunblaðið
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.is


Skráð af Menningar-Bakki.