Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.11.2019 21:09

Vilbergur Magni Óskarsson, kennari og fagstjóri skipstjórnar - 60 ára

 

 

Vilbergur Magni Óskarsson,

 

kennari og fagstjóri skipstjórnar – 60 ára

 

 

Lærifaðir skipstjóranna

 

Vil­berg­ur Magni Óskars­son er fædd­ur 14. nóv­em­ber 1959 á Sel­fossi, en ólst upp á Eyr­ar­bakka. „Áður en ég varð 10 ára var ég far­inn að aðstoða kart­öflu­bónda við að taka upp á haust­in. Í þorp­inu voru nokkr­ir kart­öflu­bænd­ur og ég held að flest börn­in í þorp­inu hafi á þess­um árum unnið við að taka upp kart­öfl­ur á haust­in fram að skóla­byrj­un. Held reynd­ar að skól­inn hafi ekki getað byrjað fyrr en búið var að taka upp. En ann­ars eyddi maður flest­um stund­um í fjör­unni á þess­um tíma og kom yf­ir­leitt vot­ur heim.“

 

Magni vann í skóla­frí­um, í grunn- og gagn­fræðaskóla, í fisk­vinnslu hjá Fiski­veri og í frysti­hús­inu, aðallega í salt­fiski, en á sumr­in hjá hreppn­um. Hann fór fyrst á sjó­inn 16 ára sem há­seti í af­leys­ing­ar á Vala­fell, sem frysti­húsið átti, síðan sem kokk­ur á bátn­um Aski og þaðan yfir á stærri bát sem hét Sól­borg og var þar um vet­ur­inn 1976-1977 á neta­veiðum. „Eft­ir humar­vertíð á báti sem hét Ála­borg, sum­arið 1977, sótti ég um starf hjá Eim­skip og var ráðinn há­seti um borð í Brú­ar­fossi, sem var í Am­er­ík­u­sigl­ing­um. Sem var mikið æv­in­týri fyr­ir 17 ára strák.

 

Á Brú­ar­fossi var ég fram í maí 1978 er ég lenti í slysi um borð og sigldi ekki meira það sum­arið og sett­ist á skóla­bekk í Stýri­manna­skól­an­um þá um haustið. Á milli bekkja í Stýri­manna­skól­an­um var ég stýri­maður á humar­vertíð á Jó­hanni Þorkels­syni frá Eyr­ar­bakka. Eft­ir að ég lauk far­manna­prófi 1981 var ég há­seti á tog­ar­an­um Bjarna Herjólfs­syni fram á haust en fór þá sem stýri­maður á flutn­inga­skipið Ísnes og var þar til ára­móta 1981-82, er ég fór í Varðskipa­deild Stýri­manna­skól­ans.“ Magni lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um 1981, varðskipa­deild 1982 og út­gerðar­tækni frá Tækni­skóla Íslands 1983.

 

„Eft­ir að námi lauk starfaði ég um tvö ár sem skrif­stofu­stjóri hjá inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki, en fór aft­ur á sjó­inn sem stýri­maður á Drífu ÁR frá Eyr­ar­bakka og tók við þeim báti sem skip­stjóri á vertíðinni 1986 og var þar fram á haust er bát­ur­inn var leigður vest­ur á firði. Haustið 1986 sótti ég um starf hjá Land­helg­is­gæsl­unni, en ég hafði hug á að prófa það og vera í nokkra mánuði. Þar var ég stýri­maður og skip­stjóri til árs­ins 2004. Fékk þar þjálf­un sem spil- og sigmaður á þyrlu Gæsl­unn­ar, TF-SIF, og starfaði í flug­deild­inni, ásamt því að fara á varðskip­in sem stýri­maður nokkra túra á ári til 1992 er ég tók við sem yf­ir­stýri­maður á Ægi og fór minn fyrsta túr sem skip­herra þar haustið 1994. Frá þeim tíma var ég á stjórn­stöð og í flug­deild og leysti af nokkra mánuði á hverju ári sem skip­herra á ein­hverju skip­anna, Óðni, Ægi og Tý. Á þess­um tíma tók ég þátt í mörg­um eft­ir­minni­leg­um björg­un­um bæði á fólki og skip­um og einnig flot­kví sem er í Hafn­ar­fjarðar­höfn. Eft­ir­minni­legt er fyrsta björg­un­in sem ég tók þátt í eft­ir að ég lauk þjálf­un sem sigmaður, en þá björguðum við flug­manni af væng flug­vél­ar hans sem nauðlent hafði í sjón­um og var að sökkva.“

 

Magni var send­ur á veg­um LHG í stjórn­un­ar­nám í danska sjó­liðsfor­ingja­skól­ann í Kaup­manna­höfn vet­ur­inn 1999-2000. Hann átti í nokk­ur ár sæti á veg­um LHG í nefnd sem skipu­lagði fjölþjóðleg­ar björg­un­aræf­ing­ar á Norður-Atlants­hafi, sem voru á veg­um Nato. Einnig var hann um tíma tengiliður LHG við varn­ar­liðið á Kefla­vík­ur­flug­velli.

 

„Haustið 2003 var mér boðið starf við kennslu í Stýri­manna­skóla Namib­íu á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands og var þá í launa­lausu leyfi frá LHG í eitt ár. Ég fór einn út til Namib­íu í byrj­un janú­ar 2004 en fjöl­skyld­an kom til mín í júní og var hjá mér í þrjá mánuði. Notuðum við tæki­færið og ferðuðumst tals­vert um Namib­íu og Suður-Afr­íku.“

 

Þegar heim var komið var Magni ráðinn sem sviðstjóri skip­stjórn­ar­sviðs Mennta­fé­lags­ins, sem hafði tekið við rekstri Stýri­manna­skól­ans í Reykja­vík og Vél­skóla Íslands. Magni fór í kennslu­rétt­inda­nám í Kenn­ara­há­skóla Íslands til þess að öðlast kennslu­rétt­indi á fram­halds­skóla­stigi og lauk því 2006. Við sam­ein­ingu Stýri­manna­skól­ans og Vél­skól­ans árið 2006 og Iðnskól­ans í Reykja­vík árið 2008 í Tækni­skól­ann urðu til nokkuð sjálf­stæðir fag­skól­ar. Þar á meðal var Skip­stjórn­ar­skól­inn sem Magni var ráðinn skóla­stjóri yfir.

 

„Í störf­um mín­um þar stóð ég m.a. fyr­ir nokkr­um breyt­ing­um á nám­inu og þar á meðal að koma á dreif­námi með staðlotu­fyr­ir­komu­lagi þar sem nem­end­um, til dæm­is þeim sem starfa á sjó, gafst kost­ur á að stunda skip­stjórn­ar­nám og ná sér í skip­stjórn­ar­rétt­indi án þess að þurfa að taka sér frí í nokk­ur ár til þess að setj­ast á skóla­bekk. Ég steig til hliðar sem skóla­stjóri þegar Vél­tækni­skól­inn og Skip­stjórn­ar­skól­inn voru sam­einaðir und­ir einn skóla­stjóra og tók að mér fag­stjórn skip­stjórn­ar ásamt kennslu.“

 

Magni hef­ur átt sæti í sendi­nefnd á veg­um Íslands sem farið hef­ur á fundi hjá Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­inni (IMO) í London, þegar til umræðu hafa verið mennt­un­ar- og ör­ygg­is­mál sjó­manna. Magni hef­ur setið í starfs­greinaráði sjáv­ar­út­vegs og sigl­inga­greina frá 2005 og verið formaður ráðsins frá 2010. Hann er sér­fróður meðdómsmaður í Héraðsdómi. Hann sat í samn­inga­nefnd Stýri­manna­fé­lags Íslands, fyr­ir hönd stýri­manna hjá Land­helg­is­gæslu Íslands, 1988-1998, var formaður Starfs­manna­fé­lags Land­helg­is­gæsl­unn­ar 1989-1990 og stjórn­ar­maður 1992-1995 og hef­ur verið stjórn­ar­maður í Holl­vina­sam­tök­um varðskips­ins Óðins frá 2010.

Áhuga­mál Magna eru bát­ar og skip, flugu­veiði og ferðalög, fjöl­skyld­an og sum­ar­bú­staður fjöl­skyld­unn­ar.

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Magna er Brynja Björg­vins­dótt­ir, f. 19.5. 1962, lyfja­fræðing­ur. For­eldr­ar henn­ar: Hjón­in Björg­vin Guðmunds­son, f. 15.11. 1932, d. 30.8. 1992, vél­stjóri og harðfisk­verk­andi á Stokks­eyri, og Krist­ín Jó­steins­dótt­ir, f. 21.12. 1932, hús­móðir, nú bú­sett í Kópa­vogi.

 

Börn Magna og Brynju eru:
1) Óskar Örn Vil­bergs­son, f. 5.7. 1983, viðskipta­fræðing­ur og húsa­smíðameist­ari og starfar sjálf­stætt við bók­haldsþjón­ustu og rekstr­ar­ráðgjöf. Maki: Elísa­bet Ómars­dótt­ir leik­skólaliði. Börn: Em­il­ía Rún, f. 2010, Al­ex­and­er Magni, f. 2015, og Anna Krist­ín Óskars­dótt­ir, f. 2016, bú­sett á Eyr­ar­bakka;

2) Björg­vin Vil­bergs­son, f. 12.1. 1990, verk­fræðing­ur og stýri­maður og starfar hjá Mar­el. Maki: Shel­by Morg­an sér­kenn­ari, bú­sett í Hafnar­f­irði;

3) Krist­ín Vil­bergs­dótt­ir, f. 16.11. 1991, nemi í HÍ, bú­sett í Hafnar­f­irði;

4) Ásta Þór­unn Vil­bergs­dótt­ir, f. 20.1. 2000, nemi í HR, bú­sett í Hafnar­f­irði.

 

Systkini Magna eru:
Lilli­an V. Óskars­dótt­ir, f. 14.8. 1952, bús. í Kópa­vogi;

Ragn­heiður Óskars­dótt­ir, f. 1.4. 1955, skrif­stofumaður, bús. á Eyr­ar­bakka;

Sig­ríður Óskars­dótt­ir, f. 8.4. 1957, starfar hjá KPMG, bús. á Eyr­ar­bakka;

Eyrún Óskars­dótt­ir, f. 20.3. 1964, list­fræðing­ur og grunn­skóla­kenn­ari, bús. í Reykja­vík;

Edda Óskars­dótt­ir, f. 27.1. 1967, dr. í sér­kennslu­fræðum, lektor við HÍ, bús í Reykja­vík;

Hall­grím­ur Óskars­son, f. 19.12. 1970, fast­eigna­sali, bús. á Sel­fossi;

Barði Páll Óskars­son, f. 3.6. 1970, d. 13.7. 1991.

 

For­eldr­ar:

Hjón­in Óskar Magnús­son frá Flateyri, f. 19.3. 1931, fv. skóla­stjóri Barna­skól­ans á Eyr­ar­bakka; og Ásta Þór­unn Vil­bergs­dótt­ir frá Eyrarbakka, f. 9.7. 1932, d. 9.2. 2016, hús­móðir og verka­kona.

 

 
Morgunblaðið fimmtudagurinn 14. nóvember 2019Skráð af Menningar-Bakki.