Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.05.2020 17:40

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

Oliver Steinn Jóhannesson (1920 - 1985).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

 

Oli­ver Steinn fædd­ist 23. maí 1920 í Ólafs­vík. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hann­es Magnús­son, f. 1887, d. 1936, og Guðbjörg Oli­vers­dótt­ir, f. 1890, d. 1962.

 

Oli­ver ólst upp í Ólafs­vík og frá 1933 í Hafnar­f­irði. Hann lauk gagn­fræðaskóla­prófi frá Flens­borg­ar­skóla, var versl­un­ar­maður hjá KRON og versl­un­ar­stjóri Bóka­versl­un­ar Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Hann rak eig­in bóka­versl­un í Hafnar­f­irði 1957-1978 og jafn­framt sitt eigið bóka­for­lag, Skugg­sjá.

 

Oli­ver var í stjórn Fé­lags ís­lenskra bóka­versl­ana 1953-1955, var formaður Bók­sala­fé­lags Íslands sem nú heit­ir Fé­lag ís­lenska bóka­út­gef­enda 1964-1969 og 1980-1984. Hann sat í stjórn Styrkt­ar­fé­lags aldraðra í Hafnar­f­irði frá stofn­un þess 1968, sat í stjórn FH um ára­bil og sat í fyrstu stjórn Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Hann var bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði 1974-1978.

 

Oli­ver var marg­fald­ur Íslands­meist­ari og met­hafi í frjáls­um íþrótt­um 1939-1947, en sér­grein hans var lang­stökk.

 

Eig­in­kona Oli­vers var Sig­ríður Þór­dís Bergs­dótt­ir, f. 1924, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú.

 

Oli­ver lést 15. apríl 1985.
 Morgunblaðið laugardagurinn 23. maí 2020.Skráð af Menningar-Bakki.