![]() |
Oliver Steinn Jóhannesson (1920 - 1985). |
Oliver Steinn fæddist 23. maí 1920 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Magnússon, f. 1887, d. 1936, og Guðbjörg Oliversdóttir, f. 1890, d. 1962.
Oliver ólst upp í Ólafsvík og frá 1933 í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaskólaprófi frá Flensborgarskóla, var verslunarmaður hjá KRON og verslunarstjóri Bókaverslunar Ísafoldarprentsmiðju. Hann rak eigin bókaverslun í Hafnarfirði 1957-1978 og jafnframt sitt eigið bókaforlag, Skuggsjá.
Oliver var í stjórn Félags íslenskra bókaverslana 1953-1955, var formaður Bóksalafélags Íslands sem nú heitir Félag íslenska bókaútgefenda 1964-1969 og 1980-1984. Hann sat í stjórn Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði frá stofnun þess 1968, sat í stjórn FH um árabil og sat í fyrstu stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978.
Oliver var margfaldur Íslandsmeistari og methafi í frjálsum íþróttum 1939-1947, en sérgrein hans var langstökk.
Eiginkona Olivers var Sigríður Þórdís Bergsdóttir, f. 1924, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú.
Oliver lést 15. apríl 1985.
Morgunblaðið laugardagurinn 23. maí 2020.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is