Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.06.2021 07:44

Hljómsveitin -NilFisk-

 

 

 

 

 

 Hljómsveitin -NilFisk-

 

 

Sjá:

https://www.youtube.com/watch?v=w_wCs4nFKmU

 Skráð af Menningar-Bakki

 

 

12.06.2021 15:24

Merkir Íslendingar - Áslaug Sólbjört Jensdóttir

 

 
Áslaug Sólbjört Jensdóttir (1918 - 2015).

 

 

Merkir Íslendingar - Áslaug Sólbjört Jensdóttir

 

 

Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918.

Foreldrar hennar voru Ásta Sóllilja Kristjánsd., f. 6.1. 1892, d. 28.1. 1936, frá Breiðadal í Önundarf. og Jens Guðmundur Jónss., f. 6.9. 1890 d. 15.12. 1976 frá Fjallaskaga, Dýraf. Systk. Áslaugar: Jón Óskar, Jenna tvíburasystir, Sigríður, Hilmar, Kristján Svavar, Soffía Gróa og Gunnbjörn.
 


Áslaug giftist 15.5. 1941 Valdimari Kristinssyni, skipstjóra og bónda, f. 4.1. 1904 að Núpi, Dýraf., d. 1.9. 2003. Foreldrar hans voru Rakel Jónasd. frá Skúfsstöðum Hjaltadal og Kristinn Guðlaugss. bóndi, Núpi, frá Þröm í Garðsárdal.Börn Áslaugar og Valdimars:


1) Ásta, 

2) Gunnhildur,

3) Rakel, 

4) Hólmfríður, 

5) Kristinn,

6) Jensína,

7) Ólöf Guðný, 

8) Sigríður Jónína, 

9) Viktoría,Áslaug ólst upp í Litla-Garði, Dýraf. Sautján ára gömul tók hún við búsforráðum með föður sínum, en móðir hennar lést um aldur fram.

Árið 1941 lauk ÁSlaug námi við Húsmæðrask. Ósk, Ísaf. Sama ár giftist hún Valdimari og fluttist að Núpi. Heimili þeirra var mannmargt og mikið um gestakomur og fundahöld er þau hjónin sinntu ábyrgðarstörfum fyrir samfélagið.

Áslaug sá um landsímastöð fyrir Núpsskóla.

Áslaug var víðlesin, fylgdist með þjóðmálum af þekkingu, var mikil ræðumanneskja og tók þátt í stjórnmálum og félagsmálum. Hún var formaður Kvenfélags Mýrarhrepps yfir 30 ár, sat í stj. Samb. vestf. kvenna og var í sóknarnefnd Núpskirkju.

Áslaug gaf út ljóða- og smásagnab. Hvíslandi þytur í blænum, árið 2000. Hún ræktaði og nýtti jurtir til matargerðar.


Áslaug Sólbjört Jensdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 12. júní 2015.

 

Jarðarför Áslaugar fór fram frá Fossvogskirkju þann 26. júní 2015.


 


Núpur í Dýrafirði.
.
.
.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

11.06.2021 19:53

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní 2021

 


Staður á Eyrarbakka hvar hátíðin verður. Ljósm.: Elín Birna.
 

 

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní 2021

 

 

Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar verður á morgun, laugardaginn 12. júní kl. 13:00 við félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Vitaleiðin er ný ferðaleið við suðurströndina, sem nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg og er tæplega 50 km löng, eftir því hvort ekið er eftir vegi eða strandlínan sé nýtt. Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana, nýtt strandlengjuna eða þá göngustíga, sem búið er að leggja meðfram ströndinni, gengið, hlaupið, farið ríðandi á hestum eða jafnvel hjólað.

 

Á opnunarhátíðinni verða flutt ávörp, tónlistaratriði og síðan munu bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss klippa á borða og þannig opna Vitaleiðina formlega.

 

Íslendingar og aðrir ferðamenn eru hvattir til að upplifa Vitaleiðina og allt það sem hún hefur upp á að bjóða en Vitaleiðin er unnin í samvinnu Markaðsstofu Suðurlands, Sveitarfélagsins Árborgar, Sveitarfélagsins Ölfuss ásamt rekstraraðilum á svæðinu.

 

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

11.06.2021 06:58

Aðalfundur KÁ 15. júní 2021

 

 

 

 

Aðalfundur KÁ 15. júní 2021
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

09.06.2021 21:37

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 


Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

 

Hjálmar R. Bárðarson fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
 

Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
 

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
 

Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
 

Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
 

Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.


 

Hjálmar R. Bárðarson lést þann 7. apríl 2009

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

08.06.2021 18:44

Hvítasunnudagur - 8. júní 2014-

 

 

 

 

     Hvítasunnudagur - 8. júní 2014-

 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við hátíðarmessu í Strandarkirkju í Selvogi -hvítasunnudag- 8. júní 2014 -

Messusúpa (hvannasúpa) á eftir í Þorkelsgerði hjá Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur -

 

Þetta voru þeir:

Kristján Runólfsson í Hveragerði

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka

 

Kristján orti:
 

Ágæt stund í kirkju hefur upp mér löngum lyft,

og líka nú í Strandarkirkjumessu,

fylltist sálin rósemd og feikna andagift,

fæst hún varla meiri í lífi þessu.

 

Eftir messuna komum við til Sigurbjargar vinkonu okkar í Þorkelsgerði og þáðum þar hvannasúpu, aldeilis frábæra og heilsusamlega.

 

Í Selvogi við súpu þáðum,

sú var gerð af hvannarrót,

Góð fannst okkur Birni báðum,

og blíð sem fengum vinahót.

býðst þar öllum þreyttum, þjáðum,

Þorkelsgerðisheilsubót.

 

 

.

.

 

.

.

.

.

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

06.06.2021 08:29

Dagskrá sjómannadaginn 6. júní 2021 á Eyrarbakka

 

 

 

 

Dagskrá  sjómannadaginn

 

6. júní  2021 á Eyrarbakka

 

 

Kl. 11:00 - 11:45

 

Hjólaþrautir við Björgunarhúsið

Hjólaþrautir fyrir yngstu kynslóðina upp í 5. Bekk. Ef eldri vilja vera með er það sjálfsagt Mæting við björgunarsveitarhúsið. Í boði verður Prins Pólo og svali/gos fyrir alla

 

Kl. 11:45 - 12:15

 

Dorgveiði á bryggjunni

Dorgveiði fyrir alla aldurshópa! Mæting á bryggjuna á Eyrarbakka í boði verður Prins Pólo og svali/gos fyrir alla

 

Kl. 12:15 - 14:00

 

Skemmtisigling Björgunarsveitin Björg bíður öllum í skemmtisiglingu. Mæting út á bryggju

 

 

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands reikna með að vera á svæðinu kl 12.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

 

Kær kveðja

 

Félagar í Björgunarsveitinni Björg Eyrarbakka
Skráð af Menningar-Bakki.

 

05.06.2021 09:00

Fjölmenni á Sumarfagnaði Framsóknar 4. júní 2021

 

 

 

 

    Fjölmenni á Sumarfagnaði

 

      Framsóknar 4. júní 2021
 

 

 

Myndaalbúm á þessari slóð:
 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/294706/

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

,

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


.

.

 

.
.

Myndaalbúm á þessari slóð:
 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/294706/

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

02.06.2021 18:32

Eyrarbakkavöllur 2. júní 2021

 

 

 

 

 

Eyrarbakkavöllur 2. júní 2021

 

 

 

Fréttir af hinum fagurgræna Eyrarbakkavelli

 

þar sem netvæðingin lætur á sér standa.

 

 

-Mánuðir- og mörkin enn


mæna eftir neti.


Árborg stjórna ofur-menn


auðvelt lagað geti.

 

 

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

02.06.2021 06:55

Vinastund á Litla-Hrauni

 


F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Ólafur Jónsson. Ljósm.: Ingvar Magnússon.
 

 

 

Vinastund á Litla-Hrauni

 

 

 --Vinir saman-- veröld sjá

verður allt að gleði.

Gleði sönn þeim geislar frá

granda sjalda geði.

 Skráð af Menningar-Bakki.