Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.08.2021 13:02

"Það er kominn matur hjá Hrútavinafélaginu Örvari"

 

 

 

 

"Það er kominn matur

hjá Hrútavinafélaginu Örvari"
 

F.v.: Böðvar Gíslason, Guðmundur Jón Sigurðsson, Árni Benediktsson,

Siggi Björns, Björn Ingi Bjarnason, Bjarkar Snorrason, Ægir E. Hafberg

og Sigurfinnur Bjarkarsson.


Skráð af Menningar-Bakki.

 

13.08.2021 17:27

MERKIR ÍSLENDINGAR - VALDIMAR ÓLAFSSON

 

 

Valdimar Ólafsson (1926 – 2008).

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – VALDIMAR ÓLAFSSON

 

 

Valdimar Ólafson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöllum I í Önundarfirði þann 13. ágúst 1926.

Foreldrar hans voru Ólafur B. Hjálmarsson, sjómaður, bóndi á Mosvöllum I, verkstjóri, efnisvörður BP í Rvk., f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991.

 

Valdimar kvæntist 22.12. 1948 Erlu Þórdísi Jónsdóttur síðar kennara, f. 9.2. 1929, d. 28.2. 1987, dóttur Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu ríkisútvarpsins. Þau skildu 1965.

Börn Valdimars og Erlu eru sjö:

 1. Alexander Einar Valdimarsson, f. 22.12. 1947,
 2. Ragnheiður Valdimarsdóttir, f. 18.6. 1949,
 3. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, f. 25.8. 1954,
 4. Lilja Valdimarsdóttir, f. 12.11. 1956,
 5. Trausti Valdimarsson, f. 1.11. 1957,
 6. Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, f. 21.1. 1960.
 7. Ásdís Valdimarsdóttir, f. 18.7. 1962,

Seinni kona Valdimars er Helga Árnadóttir hjúkrunarkona, f. 16.9. 1937, dóttir Árna Björns Árnasonar, héraðslæknis í Grenivík, og Kristínar Þórdísar Loftsdóttur húsmóður. 

Börn Valdimars og Helgu eru fimm:

 1. Árni Björn Valdimarsson, f. 8.11. 1965,
 2. Ólafur Kristján Valdimarsson, f. 12.8. 1967,
 3. Vífill Valdimarsson, f. 8.8. 1969.
 4. Sindri Valdimarsson, f. 19.4. 1971,
 5. Kristín Þórdís Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1975.

 

Valdimar hóf störf í Flugmálastjórn sem loftskeytamaður 1946 og sem flugumferðarstjóri 1947-51, var vaktstjóri til 1962, aðstoðarflugumferðarstjóri til 1971 og yfirflugumferðarstjóri til 1991.

Valdimar kenndi lengi flugnemum bókleg fræði á kvöldnámskeiðum og í Flugskóla Íslands í dagskóla 1991-99. Hann var ritari Flugráðs í sjö ár og leiðsögumaður á sumrin í 15 ár.

 

Hann var meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju í 11 ár og yfir 20 ár í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju. Hann hafði ánægju af að syngja og var í Gerðubergskórnum og karlakórnum Kátum körlum. Var áður fáein ár með Pólýfónkórnum og eitt ár með kirkjukór. Félags- og trúnaðarstörf voru honum hugleikin. Var fyrsti formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 1955-66 og í stjórn BSRB í 10 ár. Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í fjögur ár.

 

Hann ferðaðist mikið og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi, sat meðal annars undirbúnings-, stofnfund og ársþing alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra IFATCA. Starfaði í áratugi í Oddfellow og Rotary Breiðholt og gegndi þar ritara- og forsetastörfum. Starfaði í fimm ár við gerð Flugorðasafnsins sem kom úr 1993. Samdi kennslubók í flugreglum 1992.

 

Hann ritaði margar greinar í tímarit, dagblöð og sérrit. Einnig tók Valdimar þátt í störfum Almannavarna ríkisins í um 25 ár og í hjálparstarfi kirkjunnar. Var kjörinn heiðursfélagi FÍF 1985 á 30 ára afmæli þess og hlaut gullmerki sem einn af formönnum þess og Paul Harris-orðu Rotary-félagsskaparins.

 

Valdimar Ólafsson lést þann 2. apríl 2008.

 

 

.

.

.

.Þessar endurminningar Valdimars Ólafssonar eru úr

Fréttabréfi Önfirðingafélagsins 6. tbl. 19. árg. desember 1997
 


Skráð af Menningar-Bakki

 

12.08.2021 21:07

Vesturbúðin á Eyrarbakka 12. ágúst 2010

 

 

 

 

Vesturbúðin á Eyrarbakka 12. ágúst 2010

 

 

Ykkar verslun Agnar-smá

ekki þarf að kvarta.

Finnur allt sem finna má

framtíð eigið bjarta.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

11.08.2021 06:49

MERKIR ÍSLENDINGAR - HALLA EYJÓLFSDÓTTIR

 


Halla Eyjólfsdóttir (1866 - 1937).

 

MERKIR ÍSLENDINGAR  – HALLA EYJÓLFSDÓTTIR

 

 

Hallfríður Eyjólfsdóttir, eða Halla á Laugabóli eins og hún er betur þekkt,  fæddist þann 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, Austur-Barðastrandarsýslu.

Foreldrar hennar voru Eyjólfur Bjarnason, bóndi þar, f. 7.6. 1837, d. 22.5. 1916, og k.h. Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15.6. 1843, d. 29.12. 1883.

Halla ólst hún upp í Múla í stórum systkinahópi. Afar hennar voru báðir prestar í grenndinni, föðurafinn Bjarni í Tröllatungu, sonur Eggerts prests í Stafholti, Bjarnasonar landlæknis Pálssonar, og móðurafinn Halldór Jónsson í Garpsdal, en Halldór var 4. maður frá Lárusi lögmanni Gottrup.

 

Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904.

 

Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans á Laugabóli.

 

Sumarið 1910 var ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Kom hann vestur þá um sumarið með fjölskyldu sína og settist að á Ármúla, innst í Ísafjarðardjúpi, rétt við Kaldalón. Sigvaldi tók sér síðar nafnið Kaldalóns og varð þjóðþekktur sem tónskáld. Kynni tókust með fjölskyldu Sigvalda og fjölskyldunni á Laugabóli og varð mikil og hlý vinátta þar á milli.

 

Í erindi Hlyns Þór Magnússonar sagnfræðings um Höllu segir:

 

„Óhætt er að segja að samband þeirra Höllu og Sigvalda hafi verið einstakt enda leiddi það til sköpunar sönglaga sem teljast verða perlur í íslenskri tónlist. Bæði voru þau óþekktir listamenn þegar leiðir þeirra lágu saman en bæði voru þjóðþekkt er leiðir skildu. Verk þeirra hafa lifað fram á þennan dag, hjartkær íslensku þjóðinni í tímalausri fegurð sinni. Það hlýtur að hafa verið töfrastund þegar örlögin leiddu saman þessar tvær manneskjur í afskekktri sveit norður á hjara veraldar.“

 

Af sönglögum Sigvalda við ljóð Höllu má nefna Ég lít anda liðna tíð og Svanurinn minn syngur.

 

Þórður lést árið 1914 eftir erfið veikindi og Halla sá um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Skötufirði. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935 þegar Sigurður, sonur hennar, tók við.

 

Halla lést í Reykjavík þann 6. febrúar árið 1937, liðlega sjötug að aldri.

 

Árið 2008 kom út úrval ljóða Höllu í bók sem nefnist Svanurinn minn syngur. Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði gaf út bókina og í henni er einnig æviágrip um þessa merku konu.

 

 

Laugaból við Ísafjörð í Ísafjarðardjúpi.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

10.08.2021 06:54

Heyannir á Eyrarbakka

 

 

 

 

         Heyannir á Eyrarbakka

  
                 10. ágúst 2011

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

09.08.2021 18:30

Merkir Íslendingar - Magnús Guðmundsson

 


Magnús Guðmundsson (1916 - 2014).
 

 

Merkir Íslendingar - Magnús Guðmundsson 

 

 

Árni Magnús Guðmundsson, flugstjóri og flugeftirlitsmaður, fæddist þann 9. ágúst 1916 á Ísafirði.

Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, sjómaður og verkamaður á Ísafirði, f. 20.10. 1883, d. 13.12. 1986, og k.h., Una Magnúsdóttir, verkakona og húsmóðir.
 

Foreldrar Guðmundar voru Árni Sigurðsson, sjómaður á Hafursstöðum á Skagaströnd, og k.h., Steinunn Guðmundsdóttir, og foreldrar Unu voru Magnús Kristjánsson, sjómaður á Ísafirði, og k.h., Margrét Gunnlaugsdóttir.
 

Magnús lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskóla Akureyrar 1938 og atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Manitoba í Kanada 1943. Hann öðlaðist bandarísk flugstjóraréttindi að loknu námskeiði hjá Pan American í New York í Bandaríkjunum 1952.
 

Magnús starfaði sem rafvirki árin 1938-1942. Hann var flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands hf. 1945-1947 og hjá Loftleiðum hf. 1947-1973. Þá starfaði hann sem flugstjóri hjá Flugleiðum hf. frá 1973, þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1979. Hann hafði flugskírteini númer 9.
 

Magnús rak flugskólann Cumulus ásamt Smára Karlssyni og Önfirðingnum Jóhannesi Snorrasyni 1948-1950.

 

Magnús var flugstjóri á Douglas Skymaster DC-4-vélinni Geysi, sem týndist á Bárðarbungu í Vatnajökli í september 1950. Sex dagar liðu áður en björgunarsveit komst á staðinn til að bjarga áhöfninni sem komst öll lífs af.

 

Magnús starfaði sem flugeftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn 1979-1986.
 

Eiginkona Magnúsar var Agnete Simson ljósmyndari, f. 9. september 1923, - d. 23. janúar 2018.

Foreldrar hennar voru Martinus K.P. Simson, ljósmyndari -skógræktarfrömuður á Ísafirði og fjölleikalistamaður, f. á Jótlandi í Danmörku, og Guðný V. Gísladóttir. 

Agnete var alin upp á Ísafirði og lærði þar ljósmyndun í iðnskólanum og hjá föður sínum. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar. Eftir að þau Magnús hófu búskap í Reykjavík var hún að mestu heimavinnandi en vann nokkur ár á ljósmyndastofu og tók að sér verkefni sem hún vann heima, s.s. að lita myndir og „retouchera“ plötur. Hún var einnig árum saman sjálfboðaliði Rauða krossins á Landspítalanum við að sjá um utanumhald og útlán bóka til rúmliggjandi sjúklinga.

 

Magnús og Agnete eignuðust þrjú börn:
 

Guðnýju, Guðmund og Unu,

en fyrir hjónaband átti Magnús soninn Braga.
 

 

Magnús Guðmundsson lést þann 27. apríl 2014.

 

.

.


Úr Morgunblaðinu 8. apríl 1982 þar sem mjög ítarlegt viðtal var við Magnús Guðmundsson.


Skráð af Menningar-Bakki.

 

08.08.2021 12:40

Merkir Íslendingar - Sigurgeir Sigurðsson

 


Sigurgeir Sigurðsson (1890 – 1953)

.

 

Merkir Íslendingar – Sigurgeir Sigurðsson

 

 

Sigurgeir Sigurðsson biskup fæddist þann 3. ágúst 1890 í Túnprýði á Eyrarbakka.

Sigurgeir var sonur Sigurðar Eiríkssonar, regluboða Góðtemplarareglunnar, organleikara og dannebrogsmanns á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík, og Svanhildar Sigurðardóttur, húsfreyju á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík.

 

Sigurður var sonur Eiríks, b. á Ólafsvöllum á Skeiðum Eiríkssonar, dbrm. á Skeiðum, bróður Katrínar, ömmu Árna Þórarinssonar, prests á Snæfellsnesi, hvers ævisögu Þórbergur Þórðarson skráði á sínum tíma. Katrín var auk þess langamma Ásmundar Guðmundssonar biskups. Eiríkur var sonur Eiríks, ættföður Skeiðaættar Vigfússonar. Móðir Sigurðar var Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja.

Svanhildur var dóttir Sigurðar Teitssonar, hafnsögumanns í Neistakoti og í Mundakoti á Eyrarbakka, og Ólafar Jónsdóttur húsfreyju.

 

Sigurgeir Sigurðsson kvæntist þann 17. nóvember 1917  Guðrúnu Pétursdóttur bónda í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi.


Þeirra börn voru:

Pétur biskup sem fæddur var þann 2. júní 1919 á Sjónarhæð á Ísafirði, dáinn þann 4. júní 2010,
Sigurður deildarstjóri í sparisjóði Útvegsbankans,

Svanhildur deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

og Guðlaug næringarráðgjafi.

 

Sigurgeir varð stúdent í Reykjavík 1913 og lauk guðfræðiprófi við Háskóla Íslands 1917. Hann fór í námsför til Danmerkur og Þýskalands árið 1928 og dvaldi við nám í Danmörku og Englandi (London, Cambridge og Oxford) veturinn 1937-38.

 

Sigurgeir var aðstoðarprestur séra Magnúsar Jónssonar á Ísafirði frá 1917 og var vígður þá um haustið. Árið 1918 var honum veittur Ísafjörður. Hann var skipaður prófastur í Norður-Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1927.

 

Sigurgeir var skipaður biskup yfir Íslandi 1938 frá ársbyrjun 1939 og var vígður til biskups 25. júní 1939.

 

Sigurgeir ferðaðist mikið og var fulltrúi Íslands á fjölmörgum fundum og þingum víða um heim. Hann hlaut einnig margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín.

 

Sigurgeir Sigurðsson lést þann  13. október 1953.

 

 

Á Þingvöllum við lýðveldisstofnun þann 17. júní árið 1944.
F.v.:  Sveinn Björnsson (1881 – 1952),  forseti Íslands

og Sigurgeir Sigurðsson (1890 – 1953) biskup Íslands.

Ljósm.: Þjóðminjasafn Íslands.

 

Skráð af Menninghar-Bakki.

 

07.08.2021 07:34

7. ágúst 2010

 

 
Fáni Hrútavinafélagsins Örvars að Sæbergi hjá Ingvari Magnússyni.

 

 

 

 ---  7. ágúst 2010 ---


 

 

 

 

.

.

.

.

 
 
 

Skráð af Menningar-Bakki.
 

06.08.2021 15:20

120 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

 


Hvalveiðistöðin á Sólbakka í Önundarfirði í fullum rekstri.
 

 

120 ár frá bruna

 

Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka

 

þann 6. ágúst 1901

 

 

Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka í Önundarfirði þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.

 

Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.

 

Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann.Nánast öll verksmiðjuhúsið að Sólbakka brunnu en; vélaverkstæði, slippur og öll íbúðarhúsin uppi á bakkanum sluppu. Þar á meðal hið veglaga íbúðarhús Hans Ellefsen sem nú er Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjvík. Ellefsen gaf vini sínum Hannesi Hafstein húsið er hann varð fyrsti ráðherra Íslands. Húsið var tekið niður á Sólbakka og reist að nýju í Reykjavík árið 1906.

 

 Ellefsen hafði reist aðra hvalveiðistöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.

 

Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabili.

 

.
 
,


Ráðherrabústaðurinn að Tjarnargötu 32 í Reykjavík.

Húsið stóð áður að Sólbakka við Önundarfjörð sem íbúðarhús Hans Ellefsen hvalfangara.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

05.08.2021 06:41

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

 

Eiríkur Kristófersson (1892 - 1994)

 

Merkir Íslendingar - Eiríkur Kristófersson

 

Eiríkur Kristófersson fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd 5. ágúst 1892, sonur Kristófers Sturlusonar, bónda á Brekkuvelli, og Margrétar Hákonardóttur húsfreyju.
 

Eiríkur lauk smáskipaprófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári síðar.
 

Hann fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar, og skipherra á flestum skipum Gæslunnar.
 

Eiríkur varð þjóðhetja í þorskastríðinu 1958-61 er Íslendingar færðu landhelgina út í tólf mílur. Hann var þá skipherra á flaggskipum Gæslunnar, Þór III og síðan Óðni III sem bættist nýr í flotann, 1959, og þótti góður liðsauki í rimmunni við bresku herskipin á Íslandsmiðum. Var þá mikill hugur í Íslendingum eins og textar vinsælustu dægurlaganna frá þeim tíma bera með sér, s.s. „Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið, að enskir, þeir vilja oss berjast við“, eða „Við gefumst aldrei upp þótt móti blási.“
 

Það kom í hlut Eiríks, öðrum fremur, að stugga við breskum togurum við þessar erfiðu aðstæður og stóð hann þá oft í skeytasendingum við breska flotaforingjann, Anderson.
 

Eiríkur þótti afar traustur skipstjórnarmaður, yfirvegaður, varkár en staðfastur, og naut virðingar landa sinna sem mótherja.

Eiríkur var varaformaður Skipstjórafélags Íslands, fulltrúi í sjómannadagsráði og sat í Sjódómi Reykjavíkur. Hann átti þátt í að bjarga og aðstoða 640 skip og báta á löngum og farsælum skipstjórnarferli og var sæmdur fjölda heiðursmerkja, m.a. frá breska heimsveldinu. Þá var hann heiðursfélagi SKFÍ.
 

Fyrri kona Eiríks var Jóhanna Una Eiríksdóttir. Þau slitu samvistir.

Börn þeirra: Sturla, Bergljót og Eiríkur.

 

Seinni kona Eiríks var Hólmfríður Gísladóttir verslunarkona, f. 29.11.1898, d. 11.1.1979.
 

 

Eiríkur lést 16. ágúst 1994.

 

 

 

Morgunblaðið 4. desember 1962.

 


Skráð af Menningar-Bakki