Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.04.2020 08:38

Prestsembætti endurvakið í Danmörku

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Skt. Pauls kirkja í Kaupmannahöfn.

 

Prestsembætti endurvakið í Danmörku

 

Embætti sendi­ráðsprests í Kaup­manna­höfn hef­ur verið end­ur­vakið, en það var lagt niður í kjöl­far banka­hruns­ins 2008.

 

Aug­lýst var eft­ir presti til að gegna embætt­inu og bár­ust fjór­ar um­sókn­ir.

 

Þau sóttu um:

Séra Hann­es Björns­son,

sr. Jó­hanna Magnús­dótt­ir,

sr. Krist­inn Jens Sig­urþórs­son

og sr. Sig­fús Kristjáns­son.

 

Um­sókn­ir fara nú til þriggja manna mats­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda sam­kvæmt starfs­regl­um um val og veit­ingu prest­sembætta.

 

Bisk­up ræður í embætti sérþjón­ustuprests að feng­inni niður­stöðu mats­nefnd­ar og tek­ur prest­ur­inn við 1. ág­úst 2020. Embættið er eitt af störf­um sérþjón­ustupresta þjóðkirkj­unn­ar og lýt­ur til­sjón pró­fasts Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­is vestra.

 

Sr. Jón­as Gísla­son (1926-1998), síðast vígslu­bisk­up í Skál­holti, var fyrsti prest­ur Íslend­inga í Kaup­manna­höfn á veg­um ís­lenska rík­is­ins/?síðar kirkj­unn­ar en það var árið 1964.

 

Séra Þórir Jök­ull Þor­steins­son var síðast form­leg­ur prest­ur Íslend­inga með aðset­ur í Kaup­manna­höfn en hann er nú prest­ur í Nor­egi (hjá norsku kirkj­unni). Séra Ágúst Ein­ars­son, prest­ur Íslend­inga í Gauta­borg í Svíþjóð, hef­ur sinnt söfnuðinum í Dan­mörku eft­ir að embættið þar var lagt niður.

 

Prest­ur­inn hef­ur aðset­ur í sendi­ráði Íslands í Kaup­manna­höfn. Íslensk­ar guðsþjón­ust­ur eru að jafnaði einu sinni í mánuði í Skt. Pauls kirkju og kirkjukaffi í Jóns­húsi á eft­ir. Kirkju­starfið ligg­ur nú niðri vegna veirufar­ald­urs­ins.

 

Eft­ir banka­hrunið var prest­sembættið í London einnig lagt af. Söfnuðinum þar hef­ur verið sinnt af prest­um á Íslandi. Eng­in ákvörðun ligg­ur fyr­ir um það hvort og þá hvenær embættið í London verður end­ur­vakið.Skráð af Menningar-Bakki.

12.04.2020 10:33

Gleðilega páska.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Gleðilega páska

 

 

Að morgni páskadags á Eyrarbakka

 

Ljósm.: Ingvar Magnússon
 Skráð af Menningar-Bakki.

12.04.2020 08:08

Konan sem ruddi brautina

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

Anna Stephensen

Önfirðingurinn Anna Stephensen (1905 - 1989).

 

 

Konan sem ruddi brautina

 

• Utanríkisþjónusta Íslands á 80 ára afmæli 

 

• Karlar lengst af í helstu áhrifastöðum 

 

• Hér segir frá Önfirðingnum Önnu Stephensen

sem fyrst kvenna hlaut diplómatísk réttindi

en fékk aldrei sendiherrastöðu

 

Þess er nú minnst að 80 ár eru liðin frá því að Ísland tók meðferð ut­an­rík­is­mála í eig­in hend­ur og ut­an­rík­is­mála­deild Stjórn­ar­ráðsins var gerð að ut­an­rík­is­ráðuneyti. Þetta var 10. apríl 1940 og mark­ar upp­haf ís­lenskr­ar ut­an­rík­isþjón­ustu. Í ár verður þess einnig minnst að 100 ár eru liðin frá því að sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn, fyrsta sendi­ráð Íslands var opnað.

Af þessu til­efni hef­ur ut­an­rík­is­ráðuneytið sett upp sér­stak­an af­mæl­isvef þar sem sag­an er rifjuð upp. Þar er að finna sögu­legt yf­ir­lit þar sem stiklað er á stóru um helstu þætti í starf­semi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar á þess­um árum.

 

43 ár í sendi­ráðinu

 

All­ar æðstu stöður í ut­an­rík­isþjón­ust­unni voru lengst af skipaðar körl­um. Hér verður hins veg­ar staldrað við frá­sögn af fyrstu kon­unni sem öðlaðist diplóma­tísk rétt­indi, Önnu Stephen­sen. Hún varð þó aldrei sendi­herra þótt hún hefði sómt sér vel í slíku hlut­verki. Það var ekki fyrr en 1991 sem kona komst í hóp sendi­herra. Það var Sig­ríður Snæv­arr.

 

Anna hóf störf í ís­lenska sendi­ráðinu í Kaup­manna­höfn 1. des­em­ber 1929 og lét af störf­um að eig­in ósk 1. júní 1972. Hún átti eft­ir að verða einn reynd­asti starfsmaður ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar en hún starfaði sam­fleytt í sendi­ráðinu í Kaup­manna­höfn í 43 ár, í tíð sjö sendi­herra. Hún var oft staðgeng­ill í fjar­veru þeirra og sat einnig fjöl­marga nor­ræna fundi.

 

Í minn­ing­ar­orðum Önnu S. Snorra­dótt­ur út­varps­konu um nöfnu sína og vin­konu í Morg­un­blaðinu haustið 1989 seg­ir að Anna hafi notið mik­ils trausts í ut­an­rík­isþjón­ust­unni. „Ég sagði stund­um við þessa góðu nöfnu mína, að það hlyti að koma að því, að hún yrði gerð að sendi­herra og sann­ar­lega hefði hún sómt sér vel í slíkri stöðu.“

 

Þegar Anna var spurð að því við starfs­lok­in hvað væri eft­ir­minni­leg­ast á ferli henn­ar voru erfiðleik­arn­ir á stríðsár­un­um of­ar­lega í huga henn­ar. „Þá var oft þröngt í búi hjá lönd­um hér, ekki síst stúd­ent­un­um. Hafði sendi­ráðið þá fyr­ir­mæli um það að heim­an að greiða götu þeirra. En það hef­ur verið ánægju­legt að vera með í að byggja upp fyrsta sendi­ráð Íslands. Ég hefi aldrei þjáðst af heimþrá nema á stríðsár­un­um.“

 

Glæsi­leg kona og tígu­leg

 

Anna fædd­ist 14. októ­ber 1905 og lést 30. janú­ar 1989. Hún stundaði nám við versl­un­ar­skóla í Kaup­manna­höfn árin 1923-24 og vann á skrif­stofu þar í borg, aðallega við hraðrit­un, áður en hún hóf störf hjá sendi­ráðinu. Hún fór snemma úr for­eldra­hús­um. Faðir henn­ar var séra Páll Stephen­sen, prest­ur í Holti í Önund­arf­irði, og móðir henn­ar var Helga Þor­valds­dótt­ir, dótt­ir Þor­valds Jóns­son­ar, lækn­is á Ísaf­irði.

 

Anna Stephen­sen var sögð glæsi­leg kona, grann­vax­in, há og svaraði sér vel. Hún átti fal­legt heim­ili þar sem gest­um þótti gott að koma, og hún naut þess að vera með fólki, bæði heima hjá sér og að heim­an, meðan heilsa leyfði. Hún var ágæt­lega gef­in, átti gott safn bóka og las mikið. „Hún lánaði mér oft bæk­ur og henni á ég að þakka, hve snemma ég kynnt­ist verk­um ým­issa danskra höf­unda, þ.á m. Kar­en­ar Blix­en, sem hún hafði mikl­ar mæt­ur á. Anna var mjög mús­íkölsk, spilaði vel á pí­anó og oft var sungið með glöðum vin­um á heim­ili henn­ar, einkum fyrr á árum. Hún sótti leik­hús og tón­leika, og aldrei gleymi ég safni henn­ar af pró­grömm­um, sem hún hélt til haga lengi vel. Þar mátti sjá, að hún lét ekki listviðburði fram­hjá sér fara,“ skrifaði Anna Snorra­dótt­ir.

 

Sig­urður Nor­dal, sem um tíma var sendi­herra í Kaup­manna­höfn, skrifaði um Önnu 1969: „Hún hef­ur ein­stöku sinn­um í fjar­veru sendi­herra, að því er eg hygg fyrst ís­lenzkra kvenna gegnt starfi sendi­full­trúa (chargé d'affaires). Hún hef­ur vissu­lega notið sín þar eigi síður en í dag­legu starfi í skrif­stof­unni, því að hún er fram­ar öllu dama, glæsi­leg kona og tígu­leg í fram­göngu. Eg vona, að þær kon­ur, sem að lík­ind­um eiga eft­ir að verða sendi­herr­ar Íslands í framtíðinni, gleymi ekki for­göngu henn­ar.“

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 11. apríl 2020.

Guðmund­ur Magnús­son

gudmund­ur@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.

11.04.2020 08:57

Umsóknir uræðimanm dvöl í íbúð fns í Kaupmannahöfn 2020-21

 

 

 Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns

 

 í Kaupmannahöfn 2020-21

 

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020-21

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 2. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000. Nánari upplýsingar um fræðimannsíbúðir er að finna á vef Jónshúss.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Danmörku.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

 

1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.

 

2. Að umsókn sé vandlega unnin.

 

3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.

 

4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í maí.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss 

og sendist:

Jörundur Kristjánsson

„Umsókn um fræðimannsíbúð“

Skrifstofu Alþingis

101 Reykjavík

 

Eða sem viðhengi á netfangið jorundurk@althingi.isSkráð af Menningar-Bakki

11.04.2020 07:39

Bítlarnir hættu fyrir hálfri öld

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.


 

 Bítlarnir hættu fyrir hálfri öld

 

Hálf öld var í gær liðin frá því bresku Bítlarnir, The Beatles, liðu endanlega undir lok sem hljómsveit. Olli það aðdáendum sveitarinnar um heim allan miklu hugarangri.

 

Losarabragur var kominn á samstarf sveitarinnar sem gjörbreytti popptónlistinni. Paul McCartney rak svo smiðshöggið á það með fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu fyrstu plötu sólóferils hans. Birti götublaðið Daily Mirror hana 10. apríl 1970, um viku fyrir plötuútkomu McCartneys. Eins og þruma úr heiðskíru lofti kom sú yfirlýsing hans að hann sæi ekki fyrir sér að þeir John Lennon myndu semja fleiri lög saman og eins að Bítlarnir væru ekki lengur til sem starfandi sjálfstæð hljómsveit

 

Mörgum virtist ljóst hvert stefndi. Um mitt árið 1968 strunsaði Ringo Starr út úr hljóðverum þegar Bítlarnir unnu að Hvíta albúminu svonefnda. George Harrison hætti um skeið í janúar 1969 og John Lennon staðfesti í september 1969 að hann hygðist hætta í Bítlunum.

Sjá:
https://www.youtube.com/watch?v=rblYSKz_VnI
 Skráð af Menningar-Bakki.

09.04.2020 21:09

9. apríl - Afmæli Þingeyrarkirkju

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Þingeyrarkirkja.
 

 9. apríl - 

 

Afmæli Þingeyrarkirkju

 

Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911.

 

Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í Sandasókn voru 618.Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917), arkitekt og fyrsti húsameistari ríkisins, teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki.

Rögnvaldur Ólafsson réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Kirkjuna lét arkitektinn snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar.

 

Þingeyrarkirkja er vel búin gripum.Altaristöfluna málaði Þórarinn B. Þorláksson, listmálari og sýnir hún Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og hjá honum standa þrjár telpur.

Myndefnið er:

Jesús blessar börnin. Fyrirmyndirnar að telpunum eru dætur málarans. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera.

 

Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum árið 1961.

 

Sandakirkja var á kaþólskum tíma helguð heilögum Nikulási og hefur listmálarinn málað mynd hans hér í Þingeyrarkirkju vinstra megin við altarið og Pétur postula hægra megin.

 

Þrír steindir gluggar eru á korgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur.

 

Tvær ljósastikur fornar á kirkjan frá árinu 1656 úr Sandakirkju og fleiri gripi þaðan.

 

Þá á Þingeyrarkirkja gripi úr Hraunskirkju í Keldudal.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

Í Þingeyrarkirkju í Dýrafirði.

Kirkjan er verk Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.
Í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli á Suðurlandi.

KIrkjan er verk Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.


Skráð af Menningar-Bakki.

08.04.2020 07:49

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

Dýrfirðingurinn og tengdasonur Önundarfjarðar

Sigurður Þórðarson tónskáld (1895 - 1968).

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

125 ár frá fæðingu Sigurðar

 

Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði þann 8. apríl 1895, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar, prófasts á Söndum, og Maríu Ísaksdóttur húsfreyju.

 

Eiginkona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði og eignuðust þau tvö börn, sem bæði dóu ung.

 

Sigurður lauk prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1915, var verslunarmaður á Akureyri um skeið, starfaði í Landsbankanum í Reykjavík en lærði á orgel, píanó og fiðlu og stundaði nám í tónlist hjá Eyrbekkingnum Sigfúsi Einarssyni, frú Önnu Pétursson, móður dr. Helga Pjeturss, Oscar Johansen og Stokkseyringnum Páli Ísólfssyni, sem hvatti hann til að fara utan til frekara náms.


Hann lagði stund á píanó- og fiðlunám og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Leipzig 1916-18 en hvarf þá heim vegna fjárskorts, var skrifstofumaður hjá G. Copland & Co og síðan skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess 1930 og þar til hann fór á eftirlaun. Auk þess gegndi hann oft útvarpsstjórastarfinu í fjarveru útvarpsstjóra.

 

Þó að Sigurður sinnti tónlistinni í hjáverkum varð hann einn þekktasti kórstjóri landsins og var auk þess prýðilegt tónskáld. Hann stjórnaði Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði 1923-26, stofnaði Karlakór Reykjavíkur 1926 og stjórnaði honum til 1966. Á þeim árum gerði kórinn víðreist til Norðurlandanna, Mið-Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada og Miðjarðarhafslanda.

 

Sigurður samdi óperettu, kantötur, tónsmíðar fyrir píanó, orgel, hljómsveit og fjölda sönglaga.

 

Eitt þekktasta tónverk hans er Alþingishátíðarkantata frá 1930, en þar er alkunnur kaflinn „Sjá, dagar koma.“ Hann var ljóðrænt sönglagatónskáld og átti hægt með að semja eftir ljóðforminu.

 

Sigurður var sæmdur fálkaorðunni, Buffalo-orðunni, æðsta heiðursmerki Manitobafylkis, sæmdur medalíu af páfanum og var heiðursfélagi Winnipeg-borgar, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og fjölda söngfélaga.

 

Sigurður lést 28. október 1968.


 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Séð inn Dýrafjörð frá Gerðhömrum. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Bakki.

05.04.2020 08:14

Brynjúlfsmessa að Stóra-Núpi 23. febrúar 2020

 

 

Stóra-Núpskirkja sem Vestfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson (1874 – 1917),

frá Ytrihúsum í Dýrafirði, teiknaði og vígð var árið 1909.

 

 

Meðhjálpari í Stóra-Núpskirkju er Margrét Steinsþórsdóttir, Háholti.

.

 

.

 
 

 

     Brynjúlfsmessa

 

að Stóra-Núpi 23. febrúar 2020

 

 

Brynjúlfsmessa var sunnudaginn 23. febrúar sl. í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli. Þar var minnst skáldsins, heimspekingsins og fræðimannsins Brynjúlfs Jónssonar á Minna-Núpi sem fæddur var 26. september 1838 og dáinn 16. maí 1914 á Eyrarbakka og hvílir í kirkjugarðinum þar.


Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur minntist Brynjúlfs Jónssonar í stólræðu sinni að vönduðum og innihaldsríkum hætti. Þorbjörg Jóhannsdóttir organisti stjórnaði sameinuðum kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkna.


Sóknarnefndin bauð gestum í veglegt messukaffi á eftir í Félagsheimilinu Árnesi. Þar söng kirkjukórinn nokkur lög sem hæfðu vel tilefninu.


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var í Stóra-Núpskirkju og Árnesi. Félagsins alsjándi auga og alheyrarndi eyra fangaði þessar góðu stundir.

 

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson minntist Brynjúlfs Jónssonar í stólræðunni að Stóra-NúpiÍ dag minnumst við Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.   Í eldri sálmabókum kirkjunnar getur að líta allmarga sálma eftir Brynjúlf en í núverandi sálmabók eru þeir fjórir.  Um hver áramót má segja að þeir vinirnir og nágrannarnir Brynjúlfur á Minna-Núpi og sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi heilsist með sálmum sínum sem koma hvor á eftir öðrum í sálmabókinni, númer 98 og 99.  Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka; segir sr. Valdimar en Brynjúlfur orðar þessa sömu hugsun svona Þetta ár er frá oss farið, fæst ei aftur liðin tíð.  Í lok sálms sr. Valdimars er bæn um góðar og blessaðar tíðir inn í nýtt ár en Brynjúlfur leggur áherslu á óvissuna um að alls sé óvíst ,,hvort vér önnur árslok sjáum“ og síðasta hendingin er því brýning um að lifa stundirnar og forðast andvaraleysi;  Að oss því í tíma gáum.  Sálmakveðskapur er þó líklega ekki það sem fyrst kemur upp í hugann þegar Brynjúlfs á Minna-Núpi er minnst. 

 

Og skal nú stuttlega vikið að helstu æviatriðum.

 

Brynjúlfur var bóndasonur, fæddur á Minna-Núpi árið 1838 og þótti snemma bókhneigður, gáfaður og námsfús.  Lítil efni í foreldrahúsum urðu þess valdandi að hann var ekki sendur til mennta.  En á vertíðum sínum syðra, bæði í Reykjavík og suður með sjó kynntist Brynjúlfur ýmsum mennta- og fróðleiksmönnum sem áttu eftir að reynast honum vel.  Má þar nefna Steingrím Thorsteinson skáld, Jón Pétursson yfirdómara og Jón Árnason bókavörð og þjóðsagnasafnara.  Á þessum tíma lærði Brynjúlfur; dönsku, málfræði, landafræði og náttúrusögu.  Segja má að viss straumhvörf hafi orðið í lífi Brynjúlfs árið 1866 er hann féll af hestbaki og slasaðist á höfði og hálsi.  Afleiðingarnar urðu þær að hann gat ekki lengur reynt á sig  í líkamlegri vinnu án þess að verða ómöglegur af verkjum og dofa.  Brynjúlfur var heilsuveill eftir þetta en lífið tók aðra stefnu.  Um veikindin segir Brynjúlfur þetta í æviminningum sínum:  ,,Þá er veikindi mín voru að byrja og lengi síðan áleit ég þau hina mestu ógæfu en svo hefir guðleg forsjón hagað til að þau urðu upphaf minna betri daga.“  Hann tók að sér barnakennslu víða um Suðurland á vetrum, heimsótti vini sína á sumrum.  Brynjúlfur átti lögheimili alla tíð á Minna-Núpi en bjó síðustu æviárin á Eyrarbakka, þar sem hann kenndi og sinnti ritstörfum.  Hann var sæmdur Dannebrogsorðu árið 1908 á sjötugsafmæli sínu.  Brynjúlfur lést á Eyrarbakka árið 1914 og hvílir í kirkjugarðinum þar.

 

Í kjölfar veikindanna þótti Brynjúlfi einsýnt að hann myndi ekki festa ráð sitt eins og hugur hans hafði áður staðið til.  Enda allt eins víst að hann yrði skammlífur og ætti sennilega nóg með sig sjálfan.  Í fyrrgreindum æviminningunum segir hann samt:  ,,Þó höfðu veikindin eigi svift mig ástarhæfileikum.“   Það átti eftir að sannast því með Guðrúnu Gísladóttur, ættaðri undan Eyjafjöllum, eignaðist Brynjúlfur soninn Dag sem ólst upp í Fljótshlíðinni og síðar á Skeiðunum.  Dagur átti síðar eftir að minnast föður síns sem manns sem lét skoðanir sínar óhikað í ljós en, með hans orðum, ,,allt með hógværð og viðeigandi orðum, en rökfast og ákveðið.  Fyrir þetta varð hann meiri áhrifamaður en ætla mætti af embættislausum manni.  Góðleikur hans, samfara þekkingarauð og ljósri hugsun hreif alla sem kynntust honum.“ Hér er vel að orði komist.

 

Á síðasta tug 19. aldar tók Brynjúlfur að ferðast um héröð á sumrin á vegum Hins íslenska fornleifafélags til fornleifarannsókna og grafast fyrir um forngripi.  Þeirra erinda fór hann vítt og breitt um Suðurland en einnig norður í land.  Hann fór um afréttarlönd Árnesinga og ferðaðist einnig vestur á Snæfellsnes og í Dalina.  Um þennan tíma segir hann sjálfur í æviminningum sínum:  ,,Þetta frjálsa og þægilega líf bæði sumar og vetur hefur eigi einasta styrkt heilsu mína og gert mér æfina skemtilega; það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til að fylgja betur eðli míns innra lífs en áður var kostur að stunda bókfræði og menntun yfir höfuð.“

 

Dulrænar sögur, þjóðsögur, skráning fornleifa, greinar um heimspeki þar sem hæst bar líklega Saga hugsunar minnar. Um sjálfan mig og tilveruna., greinar í tímarit og blöð, ættartölur, kvæði og sálmar, sendibréf.  Hér er stiklað á mjög stóru í þeirri fjölbreyttu ritflóru sem liggur eftir fræðimanninn ötula á Minna-Núpi.  Tveir þekktir sagnaþættir komu út á prenti eftir Brynjúlf ,,Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum“ og svo ,,Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu“. 

 

Í ævisögu Brynjúlfs Jónssonar sem sr. Valdimar Briem tók saman og birtist í Árbók hins íslenska Fornleifafélags árið 1915 lýsir hann nágranna sínum með þessum orðum:  ,,Brynjúlfur var í mörgu einkennilegur og að ýmsu leiti mótsetningamaður.  Hann var afbragðs vitsmunamaður en var þó hins vegar í ýmsu barnalega einfaldur, ... Hann var stakasta góðmenni og var þar engin mótsetning.  Hjartagæska hans var altaf söm við sig.“ 

 

Þessi orð Valdimars má hafa í huga er hann yrkir í erfiðljóði til vinar síns:

 

Þú gamla barn, þú ungi spekings andi,

á allra góðleik hafðir sterka trú.

Þú frelsisvinur, fast í kærleiksbandi

þú festir hvern, er nokkuð kynntist þú.

 

Ævistarf Brynjúlfs á Minna-Núpi var heilladrjúgt og merkilegt til þess að hugsa að þeir hafi verið á bæjunum hlið við hlið þessir andans-, alþýðuvinir og fræðimenn, sr. Valdimar og Brynjúlfur.  Og vel til fundið var það hjá Ásgrími Jónssyni er hann dró upp mynd af þeim félögum í hópi áheyrenda frelsarans í altarismyndinni fallegu í Stóra-Núpskirkju.  Árið 1907 gerði Brynjúlfur afskaplega greinargóða samantekt á aðstæðum fyrr og nú í Gnúpverjahreppi sem birtist í Eimreiðinni.   Þar ber hann saman ástand mála eins og það blasti við honum í uppvextinum við það þegar hann svo sjálfur var kominn á fullorðinsár.  Fjallað er  um efnahag, verslun, vegabætur, jarðabætur, bóklega menntun, heimilislíf og almennan hugsunarhátt.  Í síðastnefnda kaflanum segir m.a.:  ,,Framkoma manna hér var að ýmsu leyti stórkarlalegri fyrrum en nú er.  ... Hér var þá drykkjuskapur æði almennur; átti raunar undantekningar, og voru sumir nokkuð uppivöðslusamir við vín, og vildu gjarna, að aðrir hefðu beyg af  sér.  Bót var það í máli að það mátti heita föst regla, að drekka aldrei heima fyrir.  Og varla voru dæmi til þess, þó í ferðum væri eða útreiðum að menn drykki svo frá sér vit , að þeir gættu eigi allra hagsmuna sinna.  Þeir þóttust jafnvel  hafa meiri hag af viðskiftum við aðra drukknir en ódrukknir.“  Svona var þetta þá en nú var tíðin sumsé orðin önnur þarna í byrjun tuttugustu aldar.

 

Um kirkjuræknina segir Brynjúlfur að hún hafi verið góð, messað hafi verið hvern helgan dag og sama fólkið sótt kirkju hvern helgidaginn eftir annan og varla komi það fyrir að nokkur komi drukkinn til kirkju.  Nefnt er að kirkjulífið hafi um tíma legið í dvala en hafi síðan lyfst aftur í hæðir með komu sr. Valdimars Briem á Stóra-Núp.  Síðan segir Brynjúlfur:  ,,Menn hafa nú fremur hægt um sig og eru ólíku jafnari í framkomu sinni en fyrrum, þó ávalt verði munur á mönnum að einu og öðru.  Gestrisni og góðvilji við þá er bágt áttu hefir eigi breyzt.  En innbyrðis bróðernishugur hefur glæðst að góðum mun.“  Í þessum orðum alþýðu- og fræðimannsins á Minna-Núpi felst prýðilegt nesti fyrir okkur við föstuinngang, sumsé að stunda gestrisni og iðka góðvilja til þeirra sem bágt eiga og glæða bróðernishug.  Biðjum því með orðum Brynjúlfs:

 

Verði því á oss þinn vilji um aldanna raðir

velferðar leitum í trausti þíns hjálpræðis glaðir

Þjóð vor sje þín

þig henni náðugan sýn,

Vertu vors föðurlands faðir. 

 

Amen.

___________

 

Heimildir:

Brynjúlfur Jónsson:  ,,Ævisaga mín.“ (Skírnir, 1914)

Brynjúlfur Jónsson:  ,,Fyr og nú í Gnúpverjahreppi“. (Eimreiðin, 1907)

Valdimar Briem:  ,,Æfisaga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi“ (Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1915)

____________________________________________________________________________________________________________

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins

Tveir af sjö félögum í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, Hannes Sigurðsson að Hrauni í Ölfusi og Björn Ingi Bjarnason, að Ránargrund á Eyrarbakka, voru í Stóra-Núpskirkju og Árnesi.

Kirkjuráðið hefur það hlutverk að heimsækja allar kirkjur á Suðurlandi og er það verk nær því hálfnað. 

Færðu þeir Stóra-Núps kirkjufólkinu kærar kveðjur og þakkir í ávarpi í lok samkomuhalds dagsins í Árnesi.


Lauk ávarpi Hrútavina með lausavísu úr þeirra ranni:


Kirkjuráðið stað og stund
Stóra-Núp að skoða.
Þökkum ykkur fínan fund
ferskeytlan að boða.

 

____________________________


Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hrunaprestakalli, 

 

Kristjana Heyden Gestsdóttir, Hraunteigi, formaður sóknarnefndar Stóra-Núpskirkju,


Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars,

sem færði Brynjúlfsmessuna og samkomuna í Árnesi til myndar.


 

 

Ungum sem öldnum líður vel í Stóra-Núpskirkju.

Aftasti bekkur. F.v   Hafþórsbörn:

Rannveig Unnur Kaldalóns  og Kristófer Úlfar Kaldalóns, Reykjavík.

Næst aftasti bekkur: Foreldrar barna: F.v. Hafþór Örn Kristófersson

og Anna Karen K. Sigvaldadóttir, Reykjavík,  Sigvaldi Kaldalóns Jónsson og

Helga Kristinsdóttir, Lómsstöðum. Næsti bekkur þar  fyrir framan.

F.v. systkinin frá Minna-Núpi,  Ámundi Kristjánsson, gjaldkeri sóknarnefndar

Stóra-Núpskirkju og  Herdís Kristjánsdóttir, þá er hennar maður,

Trausti Sveinbjörnsson en þau hjón búa í Hafnarfirði.
.

.

Stóra-Núpskirkja var þéttsetin í Brynjúlfsmessunni þann 23. febrúar sl.

.

 

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í prédikunarstól Stóra-Núpskirkju

sem er ein fallegasta sveitakirkja landsins.

.

 

Stóra-Núpskirkja var þéttsetin í Brynjúlfsmessunni þann 23. febrúar sl.

.

 

Stóra-Núpskirkja var þéttsetin í Brynjúlfsmessunni þann 23. febrúar sl.

.

 

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson.

.

 

 

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson að blessa kirkjugesti í lok Brynjúlfsmessu.

.

 

Embættisfólk Stóra-Núpskirkju eftir Brynjúlfsmessu.

F.v.: Ámundi Kristjánsson, Minna-Núpi, gjaldkeri sóknarnefndar, 

Árdís Jónsdóttir Eystra-Geldingaholti, ritari sóknarnefndar,

Kristjana Heyden Gestsdóttir, Hraunteigi, formaður sóknarnefndar,

Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi, kórstjóri og orgelleikari,  

séra  Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í  Hrunaprestakalli, 

Oddur Guðni Bjarnason, Stöðulfelli, hringjari og

Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi og félagi í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins Örvars.

.

 

Í messukaffinu í Árnesi.

F.v.: Sigvaldi Kaldalóns Jónsson og Helga Kristinsdóttir,  Lómsstöðum

og Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi. 

.


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins og kaffikonur Stóra-Núpskirkju.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Ránargrund á Eyrarbakka, Kirkjuráði Hrútavinafélagsins,

Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Hamarsheiði, kaffikona,

Ingigerður Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi,  kaffikona,   

Kristjana Heyden G. Hraunteigi, formaður sóknarnefndar Stóra-Núpskirkju

og Hannes Sigurðsson, Hrauni í Ölfusi, Kirkjuráði Hrútavinafélagsins.
.

 

Sameinaður kirkjukór Ólafsvalla og Stóra-Núpskirkna

F.v.: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi, kórstóri og undirleikari.

Helga Kolbeinsdóttir Tröð, Þuríður Jónsdóttir Hamratungu,

Guðjón Vigfússon, Húsatóftum,  Kristjana Heyden Gestsdóttir. Hraunteigi,

bakvið hana Sigurður Páll Ásólfsson, Ásólfsstöðum,

Jóhanna Valgeirsdóttir Brautarholti, bakvið hana Sigurður Kárason Háholti,

og svo sr. Sigfinnur Þorleifsson, Miðhúsum, við hlið hans Arnór Þrándarson,

Þrándarholti, framan við hann Helga Guðlaugsdóttir, Brautarholti,

Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Miðhúsum, Helga M. Ögmundsdóttir, Reykjavík,

Haukur Haraldsson, Stóru- Mástungu, Ingibjörg Stefánsdóttir, Selfossi,

Margrét Steinþórsdóttir, Háholti, Jón Vigfússon Efri-Brúnavöllum,

Hrafnhildur Magnúsdóttir, Brautarholti, Sigurður Loftsson Steinsholti

fyrir aftan hana og loks Viðar Gunngeirsson, Ásum.

.

 

Sameinaður kirkjukór Ólafsvalla og Stóra-Núpskirkna:

F.v.: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi, kórstóri og undirleikari.

Helga Kolbeinsdóttir Tröð, Þuríður Jónsdóttir Hamratungu, Guðjón Vigfússon,

Húsatóftum,  Kristjana Heyden Gestsdóttir Hraunteigi, bakvið hana

Sigurður Páll Ásólfsson, Ásólfsstöðum, Jóhanna Valgeirsdóttir Brautarholti,

bakvið hana Sigurður Kárason Háholti, og svo sr. Sigfinnur Þorleifsson,

Miðhúsum.

.

 

Sameinaður kirkjukór Ólafsvalla og Stóra-Núpskirkna:

F.v.: Arnór Þrándarson, Þrándarholti, framan við hann Helga Guðlaugsdóttir,

Brautarholti, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Miðhúsum, Helga M. Ögmundsdóttir,

Reykjavík, Haukur Haraldsson, Stóru- Mástungu, Ingibjörg Stefánsdóttir, Selfossi,

Margrét Steinþórsdóttir, Háholti, Jón Vigfússon Efri-Brúnavöllum,

Hrafnhildur Magnúsdóttir, Brautarholti, Sigurður Loftsson Steinsholti

fyrir aftan hana og loks Viðar Gunngeirsson, Ásum.

.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og Kirkjráðsmaður Hrútavina,

Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, flytur þakkarávarp í Árnesi.

.Skráð af Menningar-Bakki
 
 

04.04.2020 13:13

Brynjúlfsmessa og Bændablaðið

 

 

 

 

 Brynjúlfsmessa og Bændablaðið

 

 

Brynjúlfsmessa var sunnudaginn 23. febrúar sl. í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli. Þar var minnst skáldsins, heimspekingsins og fræðimannsins Brynjúlfs Jónssonar á Minna-Núpi sem fæddur var 26. september 1838 og dáinn 16. maí 1914 á Eyrarbakka og hvílir í kirkjugarðinum þar.


Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur minntist Brynjúlfs Jónssonar í stólræðu sinni að vönduðum og innihaldsríkum hætti. Þorbjörg Jóhannsdóttir organisti stjórnaði sameinuðum kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpskirkna.


Sóknarnefndin bauð gestum í veglegt messukaffi á eftir í Félagsheimilinu Árnesi. Þar söng kirkjukórinn nokkur lög sem hæfðu vel tilefninu.


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var í Stóra-Núpskirkju og Árnesi. Félagsins alsjándi auga og alheyrarndi eyra fangaði þessar góðu stundir.

 

Sjá Bændablaðið 2. apríl 2020.

https://www.bbl.is/files/pdf/bbl_7.tbl.2020_web_iii.pdf

 

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

03.04.2020 20:23

Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2020

 

 

Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Úthlutun úr Húsafriðunarsjóði 2020
 

 

Úthlutað hefur verið úr Húsafriðunarsjóði árið 2020.

 

Veittir eru 228 styrkir að þessu sinni að upphæð 304.000.000 kr. 

 

Alls bárust 283 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.

 

Lista yfir þau verkefni sem fengu styrk má finna hér .Úthlutun til Eyrarbakka er þessi:
 

 

 

 
 


Skráð af Menningar-Bakki.