Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

01.12.2016 20:54

Fullveldisdagurinn í dag

 

 

Frá fullveldishátíð.

 

Fullveldisdagurinn í dag

 

Í dag 1. desember er fullveldisdagur Íslendinga. En þá fagna Íslendingar því að hafa hlotið fullveldi frá Dönum þann 1. desember 1918.

Í orðinu fullveldi felst að hafa einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, það er dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks. Að vera fullvaldur er ekki það sama og að vera sjálfstæður en í stjórnmálum er oft litið svo á að heimastjórn sé stærsta og mikilvægasta skref í átt að sjálfstæði landa. Íslendingar voru fullvalda 1918, en danski konungurinn var áfram þjóðhöfðingi okkar og utanríkisstefna landsins var áfram í höndum Dana þar til Íslendingar fengu sjálfstæði sitt 1944. 

Dæmi um lönd sem í dag eru fullvalda væri til dæmis Skotland. Landið hefur verið með eigið þing og heimastjórn frá því 1999, en skoska þingið hefur ekki völd í utanríkismálum, rétt eins og Íslendingar eftir að þeir urðu fullvalda frá Dönum. Skotland er undir Bretlandi og bresku krúnunni, en undanfarin ár hafa flokkar eins og Skoski þjóðarflokkurinn barist fyrir sjálfstæðu Skotlandi. 


Af: www.bb.is


Skráð af Menningar-Staður

01.12.2016 07:12

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur.
 

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli. Hann lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.
 

Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.
 

Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal, héldu um vorið áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði 1768.
 

Þjóðin öll syrgði Eggert enda mikils af honum vænst. Hann var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Eggert trúði á land, þjóð og framtíð og var mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd. Af skáldskap Eggerts er hins vegar Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. En önnur skáld hafa ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

29.11.2016 19:54

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 30. nóv. 2016

 

 

 

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 30. nóv. 2016

 

Árlegt  „Jóla-Bingó“  Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið miðvikudaginn  30. nóvember 2016 kl. 20:00 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Húsið opnar kl. 19:30.

 

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun Kvenfélags Eyrarbakka og afar vel sótt og hin besta skemmtun.

 

Mörg fyrirtæki á svæðinu hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum.

 

Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir Skráð af Menningar-Staður

29.11.2016 11:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. nóv. 2016

 


-Vinir alþýðunnar- og lengst til hægri er Rúnar Eiríksson -afmælishrútur-

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. nóv. 2016


Afmælishrútur dagsins, 29. nóv. 2016 

í hjörð -Vina alþýðunnar- er Rúnar Eiríksson

 

.
F.v.: Rúnar Eríksson, -afmælishrútur dagsins- Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson,

Björn H. Hilmarsson og Birgir Sigurfinnsson. 
.

.

Guðmundur Sæmundsson segir sögur.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2016 10:15

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. nóv. 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. nóv. 2016

 

.

.

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2016 08:01

Bækurnar að vestan: - Gamlar glefsur og nýjar

 

 

 

Bækurnar að vestan: - Gamlar glefsur og nýjar

 

Gamlar glefsur og nýjar

Vegprestar vísa veginn

Eftir Gunnar B. Eydal
 

Gunnar B. Eydal er Akureyringur, alinn upp undir fána KEA og SÍS. En ekki staðnæmdist hann undir þeim merkjum.

Í árafjöld starfaði Gunnar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar í Reykjavík. Skipti þá ekki máli hverjir sátu þar við stjórnvölinn. Er það nokkur mannlýsing. Þessi bók er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu segir höfundur. Framsetningin er svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu í annað segir hann. Það kemur þó ekki í veg fyrir að glefsur þessar eru bæði vel skrifaðar, gagnorðar og lifandi. Húmorinn skín svo alls staðar í gegn! Margir karakterar koma við sögu, háir sem lágir, landskunnir sem óþekktir.

Frásagnir Gunnars og þættir munu vekja áhuga margra.

 

 

.

 

Gunnar B. Eydal.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

28.11.2016 07:53

María Bjarkar Árelíusdóttir - Fædd 5. nóvember 1943 -Dáin 17. nóvember 2016 - Minning

 

 

María Bjarkar Árelíusdóttir.

 

María Bjarkar Árelíusdóttir

- Fædd 5. nóvember 1943 -Dáin 17. nóvember 2016 - Minning 

 

María Ingibjörg Bjarkar Árelíusdóttir fæddist 5. nóvember 1943 á Eyrarbakka. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 17. nóvember 2016.

 

Foreldrar Maríu voru sr. Árelíus Níelsson, f. 7. september 1910, d. 7. febrúar 1992, sóknarprestur, og Ingibjörg Þórðardóttir, f. 24. nóvember 1918, d. 13. nóvember 1978. Bræður Maríu voru Þórður Bjarkar, Ingvar Bjarkar, Rögnvaldur Bjarkar, Sæmundur Kristófer og Ingvar Heimir. Þeir þrír yngstu lifa systur sína.

 

Hinn 24. nóvember 1962 giftist María Steinari Berg Björnssyni, f. 11. febrúar 1942, viðskiptafræðingi. Synir þeirra eru: (1) Skarphéðinn Berg, f. 5. júlí 1963, kvæntur Sigríði Jóhannesdóttur. Þeirra börn eru Steinar Atli, Inga og Tryggvi. (2) Ingvar Berg, f. 6. apríl 1965, kvæntur Örnu Viktoriu Kristjánsdóttur. Börn Ingvars og Evu Melberg Jespersen eru María Lind og Gísli Karl. Sonur Örnu er Kristján Bjarni. (3) Sverrir Berg, f. 5. janúar 1969, kvæntur Ragnhildi Önnu Jónsdóttur. Þeirra börn eru Margrét Berg og Andri Berg.

 

Fyrstu árin ólst María upp á Eyrarbakka en flutti til Reykjavikur 1952 og gekk þá í Langholtsskóla. Hún útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands 1961 og með kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Þá um haustið var hún ráðin kennari við Langholtsskóla og starfaði þar til ársloka 1969 en þá flutti hún til New York ásamt eiginmanni sem þá hóf störf hjá Sameinuðu þjóðunum. Í árslok 1970 flutti fjölskyldan til Vínarborgar og bjó þar til ársloka 1973 þegar hún flutti aftur heim til Íslands.

 

Þegar fjölskyldan snéri til baka til Íslands tók María aftur til starfa sem kennari við Langholtsskóla. Auk bekkjarkennslu yngri barna annaðist hún kennslu barna sem þurftu stuðning við námið. Hún starfaði einnig að ferðamálum um skeið sem fararstjóri erlendis og á ferðaskrifstofunni Atlantik. María var við nám í félagsfræði við Háskóla Íslands einn vetur.

 

Árið 1985 fór Steinar aftur til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum og næstu tuttugu árin bjuggu þau víða erlendis. Lengi var það í New York en einnig í Austurríki, Kýpur, Króatíu, Kenía, Líbanon, Ísrael, Síerra Leóne og Líberíu.

 

Eftir að þau fluttu heim aftur áttu þau lengst af heima í Reykjavík en síðustu tvö árin í Hveragerði. Fóru þau hjónin jafnan þrisvar á ári í ferðalög en milli þess voru þau gjarnan í sumarhúsinu Maríubæ. Þar sinnti hún áhugamálum sínum, glerskurði og garðyrkju.

 

Útför Maríu fór fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 26. nóvember 2016.Morgunblaðið 26. nóvember 2016.

 


Skráð af menningar-Staður

 

27.11.2016 07:18

Jólabasar á Eyrarbakka 27. nóv. 2016

 

 

 

Jólabasar að Stað á Eyrarbakka

sunnudaginn 27. nóv. 2016

kl. 14:00Kvenfélaag Eyrarbakka

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.11.2016 07:14

Sextíu ár frá silfrinu í Melbourne

 

Heimkoman - Vilhjálmur Einarsson með foreldrum sínum,

Sigríði Vilhjálmsdóttur og Einari Stefánssyni, við heimkomuna frá Melbourne.

 

Sextíu ár frá silfrinu í Melbourne

 

• Vilhjálmur Einarsson komst fyrstur Íslendinga á verðlaunapall á Ólympíuleikum 27. nóvember 1956 • Íslandsmetið í þrístökki frá 1960 stendur enn • Hefði dugað til áttunda sætis í Ríó í sumar
 

Vilhjálmur Einarsson vann fyrstur Íslendinga til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1956 þegar leikarnir voru haldnir í Melbourne í Ástralíu. Í dag, , sunnudaginn 27. nóvember 2016, eru nákvæmlega sextíu ár liðin frá þessu sögulega afreki Vilhjálms sem þá fékk silfurverðlaunin í þrístökki á leikunum.
 

Vilhjálmur, sem þá var 22 ára gamall, setti ólympíumet í öðru stökki sínu þegar hann sveif 16,26 metra. Þar með náði hann forystunni í stökkkeppninni og hélt henni í tvo klukkutíma, eða þar til Adhemar Da Silva, 29 ára gamall Brasilíumaður og heimsmethafi í greininni, sem átti ólympíutitil að verja frá leikunum í Helsinki fjórum árum áður, stökk 16,35 metra í sinni fjórðu tilraun og náði gullverðlaununum og ólympíumetinu af Vilhjálmi.

Áfram í fremstu röð

Þetta afrek var að vonum það stærsta á ferli Vilhjálms sem var samt áfram í fremstu röð næstu sex árin. Hann fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu 1958, varð fimmti á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 og sjötti á Evrópumótinu 1962.
 

Vilhjálmur bætti Íslandsmetið í þrístökki árið 1960 þegar hann stökk 16,70 metra og það stendur enn. Enginn Íslendingur hefur komist með tærnar þar sem Vilhjálmur hefur hælana, og ríflega það, því næstbesti árangur Íslendings í þrístökki er 15,29 metrar en Friðrik Þór Óskarsson náði þeim árangri árið 1979. Á þessari öld hefur Jónas Hlynur Hallgrímsson stokkið lengst Íslendinga, 15,27 metra árið 2003.
 

Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, þá hefði Íslandsmet Vilhjálms frá árinu 1960 dugað til að koma honum í úrslit í þrístökkinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar, 56 árum síðar. Hann hefði orðið tíundi í undankeppninni og komist nokkuð örugglega áfram, og hefði síðan hafnað í 8. sæti í úrslitakeppninni. Þetta segir meira en mörg orð um stöðu Vilhjálms og árangur hans fyrir 55-60 árum.
 

Vilhjálmur er 82 ára gamall og er búsettur á Egilsstöðum þar sem hann var skólastóri Menntaskólans á Egilsstöðum um árabil. Hann hefur oftast allra verið kjörinn íþróttamaður ársins, eða fimm sinnum á árunum 1956 til 1961.

 

Morgunblaðið


Dkráð af Menningar-Staður

26.11.2016 06:57

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka sun. 27.nóv. á fyrsta í aðventu

 

 

 

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

sunnnudag 27.nóv. á fyrsta í aðventu

 

Kveikt verður á jólatrjánum á Stokkseyri og Eyrarbakka nk. Sunnudag  27.nóvember 2016 sem er fyrsti í aðventu.

 

Ungmennafélag Stokkseyrar sér um að kveikja ljósin á jólatrénu á Stokkseyri kl. 17:00 en tréð er staðsett á horninu við Stjörnusteina. Ef veður leyfir verður boðið upp á kaffi, kakó, piparkökur og kórar flytja nokkur jólalög.

 

Á Eyrarbakka sér Umf. Eyrarbakki um að kveikja ljósin en það verður gert kl. 18:00 og er tréð staðsett við Álfsstétt í miðjum bænum. Þar verður sungið og trallað með jólasveinunum sem kíkja á svæðið.

 

Gott að fylgjast með veðrinu og klæða sig eftir því. Mæta með jólagleðina í farteskinu og dansa og syngja með jólasveinunum.


Af www.arborg.is


Skráð af Menningar-Staður