Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.08.2018 21:31

"Erum með áfast bros allan daginn"

 


Hljómsveitin Kiriyama Family. Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.
 

 

„Erum með áfast bros allan daginn“

 

Sunnlenska rafpopp hljómsveitin Kiriyama Family

mun hita upp fyrir kanadísku indie hljómsveitina Arcade Fire

í Laugardagshöll 21. ágúst næstkomandi.

 

„Það var víst þannig að meðlimir Arcade Fire fengu lista yfir íslenskar hljómsveitir og þau völdu okkur. Við erum að sjálfsögðu mjög glöð með það. Þau eru greinilega mikið smekkfólk á tónlist,“ segir Bassi Ólafsson, trommuleikari Kiriyama Family, hlæjandi í samtali við sunnlenska.is

 

Bassi og félagar hans í hljómsveitinni voru að vonum glöð með tíðindin. „Við vorum bara eins og litlir krakkar þegar við fréttum þetta, með áfast bros allan daginn í sitthvoru horninu. Þetta er mjög sætt fyrir suma í bandinu því Arcade Fire er búið að vera í miklu uppáhaldi og áhrifavaldur alveg frá unglingsárum.“ 

 

Aðspurður segir Bassi að þau geti ekki vitað það fyrirfram hvaða áhrif það hafi fyrir Kiriyama Family að hita upp fyrir hljómsveit eins og Arcade Fire.

 

„Það er eiginlega sama hvaða gigg það er, stórt gigg eins og þetta eða lítill pöbb út í bæ. Það þarf alltaf að vera „rétta“ fólkið á gigginu og þá getur ýmislegt gerst. Við förum alltaf með sama hugarfari að spila, við höfum engar væntingar nema við elskum að spila tónlistina okkar, bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Allt annað er bara bónus,“ segir Bassi.

 

„En þetta gigg gefur okkur vissulega auka spark til að klára þriðju plötuna okkar sem er komin vel á veg og við erum mjög spennt að kynna nýtt efni fyrir fólki. Hver veit nema við tökum nokkur ný lög fyrir Arcade Fire,“ segir Bassi að lokum.

Af www.sunnlenska.is

Sjá: http://www.sunnlenska.is/eftir-8/22544.html

 

.

.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

12.08.2018 11:36

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2017

 

 

Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2017 er komin út fyrir allnokkru og sjáanleg á vefnum.

 

Sjá:
 http://www.husid.com/wp-content/uploads/2013/08/Ársskýrsla-Byggðasafns-Árnesinga-2017.pdf

 

 

Úr Ársskýrslunni 2017:
 

 

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

 


 

12.08.2018 08:28

152 ár frá fæðingu Höllu á Laugabóli

 

 

Halla bjó nær öll sín fullorðinsár á Laugabóli

í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi.

 

 

152 ár frá fæðingu Höllu á Laugabóli

 

 

Í gær, 11. ágúst 2018, voru 152 ár frá fæðingu Hallfríðar Eyjólfsdóttur, eða Höllu á Laugabóli eins og hún er betur þekkt. Halla var á sínum tíma þekkt ljóðskáld, gaf út tvær ljóðabækur; Ljóðmæli sem komu út árið 1919, og Kvæði sem komu út árið 1940, þremur árum eftir andlát hennar. Halla fæddist 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, Austur-Barðastrandarsýslu.

Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904. 
Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans á Laugabóli. Sumarið 1910 var ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Kom hann vestur þá um sumarið með fjölskyldu sína og settist að á Ármúla, innst í Ísafjarðardjúpi, rétt við Kaldalón. Sigvaldi tók sér síðar nafnið Kaldalóns og varð þjóðþekktur sem tónskáld. Kynni tókust með fjölskyldu Sigvalda og fjölskyldunni á Laugabóli og varð mikil og hlý vinátta þar á milli.Í erindi Hlyns Þór Magnússonar sagnfræðings um Höllu segir: „Óhætt er að segja að samband þeirra Höllu og Sigvalda hafi verið einstakt enda leiddi það til sköpunar sönglaga sem teljast verða perlur í íslenskri tónlist. Bæði voru þau óþekktir listamenn þegar leiðir þeirra lágu saman en bæði voru þjóðþekkt er leiðir skildu. Verk þeirra hafa lifað fram á þennan dag, hjartkær íslensku þjóðinni í tímalausri fegurð sinni. Það hlýtur að hafa verið töfrastund þegar örlögin leiddu saman þessar tvær manneskjur í afskekktri sveit norður á hjara veraldar.“ Af sönglögum Sigvalda við ljóð Höllu má nefna -Ég lít anda liðna tíð- og -Svanur minn syngur-. Þórður lést árið 1914 eftir erfið veikindi og Halla sá um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Skötufirði. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935 þegar Sigurður, sonur hennar, tók við. Halla lést í Reykjavík árið 1937, liðlega sjötug að aldri. Árið 2008 kom út úrval ljóða Höllu í bók sem nefnist Svanurinn minn syngur. Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði gaf út bókina og í henni er einnig æviágrip um þessa merku konu. Nánar um lífshlaup Höllu 

 

 

Halla Eyjólfsdóttir (1866 - 1937).

 

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður.
 

11.08.2018 07:09

Sumar á Selfossi - 11. ágúst 2018

 

 

 

Sumar á Selfossi - 11. ágúst 2018

 

Dagskrá laugardagsins 11. ágúst 2018:

 

07:30 - Skjótum upp fána
Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

 

09:00 - Morgunmatur í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði
Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði.

 

09:00 - Olísmótið 
Olísmótið heldur áfram. Mætum og hvetjum okkar lið til sigurs. Fylgjast má með mótinu á www.olismot.is og á facebooksíðu Meistaradeildar Olís – Selfossi.

 

10:00 - Myndlistasýning á Hótel Selfossi
Ljósmyndasýning á vegum ljósmyndaklúbbsins Blik og myndlistasýning á vegum Myndlistafélags Árnesinga.

 

10:00 - Umhverfisverðlaun Árborgar
Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg. 
Afhending fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarði.

 

11:00 - Brúarhlaupið
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal íbúa Árborgar. Hlaupið er orðið stór partur af hátíðinni Sumar á Selfossi og hvetjum við sem flesta til að taka þátt, unga sem aldna. Ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum. 

 

11:00 - Loftbolti & teyjutrampólín
Komdu og taktu á því með öllum í fjölskyldunni. Þú munt ekki sjá eftir því.

 

11:00 - Myndlistasýning í Listagjánni
Hrönn Traustadóttir sýnir verk sín.

 

13:00 - Skemmtigarðurinn opnar
Skemmtigarðurinn un vera með Vatnabolta, Lazertag og Bogfimi í boði á hátíðarsvæðinu.

 

13:00 - Sprell leiktæki opna
Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir börn á öllum aldri í Sigtúnsgarði allan daginn.

 

13:00 - Handverksmarkaður á Hátíðarsvæði
Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

 

13:30 - Suðurlandströllið
Sterkustu menn Íslands keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppnin heldur svo áfram í Sigtúnsgarði kl 14:00 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu.

 

14:00 - Neutral Froðufjör með Brunavörnum Árnessýslu
Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu og Neutral. Slökkviliðsmenn munu sjá um að sprauta froðu niður vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum.

 

15:00 - Barnadagskrá á Útisviði
Sirkus Íslands mætir á Selfoss með RISA sýningu fyrir alla aldurshópa. Glæsileg sirkusatriði, loftfimleikar og mögnuð stemmning. Sirkus Íslands mun vera á svæðinu fyrir og eftir sýningu.

 

16:00 - Göngum um Selfoss
Gengið verður á Langanesið undir leiðsögn Sigríðar Karlsdóttur. Þorbjörn Sigurðsson í Vík tekur við hópnum í Miðtúni og endar gangan við Hrefnutanga undir leiðsögn Einars Guðmundssonar, þar sem boðið verður uppá kaffi og kleinur.

 

17:00 - Stórsýning BMX brós í boði Pylsuvagnsins
30 mínútna powersýning þar sem færustu hjólasnillingar landsins sýna færni sína. Eftir sýningu munu áhorfendur hafa möguleika á að prófa hjólin og fræðast um sportið.

 

18:00 - Götugrill og Garðagleði
Íbúar Árborgar sýna öllum hvað sé mikil samstaða í þeirra götu. Íbúar hittast, grilla og gera sér glaðan dag. Skrúðganga í bæjargarðinn þar sem sungið verður meðal annars 20 ára afmælislag Árborgar - þið finnið texta hér - https://www.arborg.is/20-ara-afmaelislag-sveitarfelagsins-…/

 

21:30 - Hátíðarávarp
Hátíðarávarp fulltrúa sveitarfélgsins verður áður en sléttusöngur hefst.

 

21:45 - Sléttusöngur
Árborgarinn Magnús Kjartan Eyjólfsson leiðir kór Suðurlands í sléttusöngnum. Mæta tímalega. Fyrir flugeldasýningu verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu götu Selfoss 2018.

 

23:00 - Flugeldasýning Bílverk BÁ
Bílverk BÁ bjóða uppá glæsilega flugeldasýningu. Sýningunni verður stýrt í öruggum höndum Björgunarfélags Árborgar.

 

23:30 - Stuðlabandið í Hátíðartjaldinu
Stuðlabandið sér um að halda gleðinni áfram í Hátíðartjaldinu Sigtúnsgarðinum fram á rauða nótt. Frítt inn. Veitingar í boði á vægu verði.

 

Skráð af Menningar-Staður.

10.08.2018 18:14

Þetta gerðist - 10. ágúst 1907 - Friðrik VIII kemur til Flateyrar við Önundarfjörð

 


Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn þann 10. ágúst 1907.

Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.

 

 

Þetta gerðist - 10. ágúst 1907
 

Friðrik VIII kemur til Flateyrar við Önundarfjörð

 

Friðrik VIII. konungur Danmerkur og Íslands kom siglandi hingað til lands frá Færeyjum á konungsskipinu Birma ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal var forsætisráðherra Dana, embættismenn og foringjar úr danska hernum. Auk þess var gufuskipið Atlanta með í för, en innanborðs voru 40 ríkis- þingmenn á danska þinginu, blaðamenn og fleiri gestir. Auk þess fylgdu skipunum tvö beitiskip danska hersins, Geysir og Hekla.

 

Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík og ferðalag austur á Þingvöll, að Geysi og Gullfossi, var siglt út Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og til Vestfjarða.

 

Það var laugardaginn 10. ágúst 1907. Að kvöldi þess dags kasta skipin akkerum inni við Flateyri á Önundarfirði og höfðust þar við um nóttina.

 

Tveir danskir ritstjórar gáfu út bók um Íslandsferð konungs 1907 og þar segir: „Auðn og fásinni réðu ríkjum á þessum stað. Gróðurlaus fjöll og þungbúin risu á allar hliðar, svo að ekki sást í neinar áttir nema út á Íshaf, úfið og grátt. Undiraldan drundi í síðasta ljósgliti sólar, og timburhúsin á grýttum tanganum sýndust óhugnanleg og veðurbitin. Enginn trjágróður eða graslendi fjörgaði hjóstrugt umhverfi. Þarna ólu menn aldur frá vöggu til grafar, við fjöll og sæ, sanda og grjót ...“.

 

Og lifðu á þorskinum sem þeir drógu á seglskútum og árabátum og verkuðu í saltfisk. Auk þess höfðu Norðmenn reist hvalveiðistöð á Sólbakka, en nú var hún farin og fátt að sjá nema stór hvalbein sem minntu á þau miklu umsvif sem hvalstöðinni fylgdu.

 

Friðrik konungur og Hannes Hafstein ráðherra Íslands, sem slóst í för með konungi frá Reykjavík, gengu á land á Flateyri. Var það eini viðkomustaður konungs hér á landi sem ekki ver beinlínis á dagskrá. Gengu þeir saman um þorpið og heilsuðu heimafólki, enda Hannes kunnugur á Flateyri, þar sem hann hafði verið sýslumaður Ísfirðinga nokkru áður.

 

Flateyringar stóðu fyrir utan hús sín, karlmenn, konur og börn og heilsuðu aðkomufólki blátt áfram og hjartanlega. Það var ekki á hverjum degi sem konungurinn og ráðherrann spásseruðu um fiskiþorp á Vestfjörðum.

 

Síðar í kvöldkyrrðinni á Önundarfirði gerðist nokkuð óvænt: „Þegar gengið var út á þilfar að máltíð lokinni, sáust allt í einu oss til mikillar undrunar stórir logar blossa við himin, uppi á háum fjallstindi. Þótti það stórfengleg sjón.“ Héldu menn í fyrstu að um eldgos væri að ræða, en slíkt gerist nú ekki á Vestfjörðum.

 

Hér voru á ferðinni ungir Flateyringar sem tóku sig til um kvöldið og drógu saman eldiviðarköst uppi á Klofningsheiði og kveiktu bál til heiðurs konungi og fylgdarliði hans. Vakti þetta óskipta athygli.

 

 

Blaðið Skutull á ísafirði í janúar 2008.Skráð af Menningar-Staður.

10.08.2018 17:51

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson

 

 

Jón Benediktsson

(1916 - 2003).

 

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson

 

 

Jón Benediktsson myndhöggvari fæddist á Ísafirði 10. ágúst 1916. 

Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 1.11. 1971, og k.h. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.3. 1885 á Mið-Hvoli í Mýrdal, V-Skaft., d. 4.2. 1978.

 

Jón lærði húsgagnasmíði hjá Björgvin Hermannssyni og rak húsgagnaverslun og verkstæði að Laufásvegi 18a í Reykjavík um tíma ásamt bróður sínum, Guðmundi Benediktssyni. Húsgagnasmíði þeirra bræðra, sem byggðist að mestu á þeirra eigin hönnun, þótti nýstárleg á þeim tíma
.

Jón starfaði um árabil sem formlistamaður Þjóðleikhússins og minnast margir leikmuna hans úr leikritum Þjóðleikhússins. Fyrir framlag sitt að leikhúsmálum hlaut hann menningarverðlaun Þjóðleikhússins.
 

Jón fékk ungur áhuga á myndlist og lærði teikningu hjá Finni Jónssyni og Marteini Guðmundssyni og höggmyndalist hjá Ásmundi Sveinssyni. Hann hélt nokkrar einkasýningar, þá fyrstu árið 1957, og einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Verk Jóns þróuðust á sjötta áratugnum frá hálffígúratífum formum í óhlutlæga list. Þá gerði hann margvíslegar tilraunir með form og efni. Jón vann verk sín í tré, stein, ýmsa málma og jafnvel einstök verk í plastefni.

Jón var heiðursfélagi í Félagi íslenskra myndlistarmanna.
 

Hinn 21.11. 1942 kvæntist Jón Jóhönnu Hannesdóttur húsfreyju og starfsmanni Blóðbankans, f. 22.10. 1915 á Hellissandi, d. 26.5. 2001. Foreldrar hennar: Hannes Benediktsson sjómaður og k.h., Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja.

Börn Jóns og Jóhönnu:
Ólafur lögfræðingur, Benedikt verkfræðingur, Gunnar Steinn líffræðingur og Margrét myndlistarmaður.

 

Jón Benediktsson lést 29. maí 2003.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

10.08.2018 06:53

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyjólfur Guðsteinsson  (1918 - 2004).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyj­ólf­ur Guðsteins­son fædd­ist í Reykja­vík 10. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðsteinn Eyj­ólfs­son klæðskera­meist­ari og kaupmaður í Reykja­vík, og Guðrún Jóns­dótt­ir, hús­freyja og hannyrðakona.

 

For­eldr­ar Guðsteins voru Eyj­ólf­ur Björns­son, bóndi í Kross­hús­um í Grinda­vík, og k.h., Vil­borg Þor­steins­dótt­ir hús­freyja, en for­eldr­ar Guðrún­ar voru Jón Tóm­as­son, bóndi í Miðhús­um í Hvolhreppi, og k.h., Hólm­fríður Árna­dótt­ir hús­freyja.

 

Guðsteinn, faðir Eyj­ólfs, lærði klæðask­urð í Reykja­vík og Kaup­manna­höfn, stofnaði versl­un sína við Grett­is­götu 1918 en flutti hana að Lauga­vegi 1922. Guðrún móðir Eyj­ólfs hafði flutt með for­eldr­um sín­um til Reykja­vík­ur eft­ir að bær þeirra hafði brotnað í Suður­land­skjálfta. Hún þótti af­burða hannyrðakona en lést ung, 1942.

 

Systkini Eyj­ólfs:

Hólm­fríður María háls­binda­gerðar­kona; Jón Óskar vélsmiður; Krist­inn, garðyrkju­meist­ari og list­mál­ari; Sig­ur­steinn, fram­kvæmda­stjóri hjá BM Vallá; Vil­borg hús­freyja; Ársæll, raf­virki og kaupmaður, og Mál­fríður hús­freyja. Þau eru öll lát­in.

 

Eig­in­kona Eyj­ólfs var Þóra Hjaltalín, dótt­ir Svövu Hav­steen og Stein­dórs Hjaltalín út­gerðar­manns frá Ak­ur­eyri. Börn Eyj­ólfs og Þóru:
Svava versl­un­ar­stjóri, Erna fast­eigna­sali og Guðsteinn spari­sjóðsstarfsmaður.

 

Eyj­ólf­ur fetaði í fót­spor föður síns, nam klæðskeraiðn og starfaði síðan alla tíð við versl­un föður síns við Lauga­veg, við inn­kaup og sölu herrafatnaðar, fyrst við hlið föður síns, síðar ásamt Hólm­fríði, syst­ur sinni, og loks í fé­lagi við börn henn­ar. Hann starfaði því við þetta vin­sæla og virðulega fyr­ir­tæki, Versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar, í rúm 70 ár.

 

Fyr­ir­tækið var hon­um ávallt of­ar­lega í huga, af­koma þess og hag­ur starfs­fólks­ins, sem margt hafði fylgt hon­um og fyr­ir­tæk­inu um ára­tuga skeið

 

Eyj­ólf­ur lést 22. september 2004.


Morgunblaðið 10. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

09.08.2018 21:07

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2018

 

 

Vinir alþýðunnar

 


"Góðir gestir að sunnan komu með vínarbrauð og jólaköku sem við gæddum okkur á í Alþýðuhúsinu að Stað í morgun"

segir Ólafur Ragnarsson sem einnig færði til myndar.
 

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður.
 

09.08.2018 19:58

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

 

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

Fjögurra daga bæjar- og fjölskylduhátíð þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta hverfin í litum en bærinn er í einstökum búning þessa helgi.

 


Fjölbreitt dagskrá fyrir alla bæjarbúa!


Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum Selfossi.

 

Morgunverður á laugardegi ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu.
 

 

Dagskrá hátíðarinnar: 
https://issuu.com/ellijod/docs/dagskra_1Skráð af Menningar-Staður

 

09.08.2018 06:51

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

 

 

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.

 

 

  Þetta gerðist - 9. ágúst 1851

   

 "Vér mótmælum allir"

 

Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði:  „Vér mótmælum allir!“ Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn.

 

Morgunblaðið.

 

 
Hrafnseyri við Arnarfjörð - fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Ljósm.: BIB.

Skráð af Menningar-Staður.