![]() |
Nýtt lén hjá Byggðasafni Árnesinga
Nýtt lén www.byggdasafn.is er komið fyrir heimasíðu Byggðasafns Árnesinga.
Síðan hefur legið niðri um skeið og missti safnið gamla lénið vegna þess að áskriftartímabil þess var lokið og ekki tókst að skrá það inn sökum þess að upprunalegur hýsingaraðili sem stofnaði til lénsins var hættur starfsemi. En nýja lénið er lýsandi fyrir að starfsemin er byggðasafn.
Netfang safnsins er líka nýtt:
info@byggdasafn.is.
Netfang safnstjóra er lydurp@byggdasafn.is
og netfang safnvarðar linda@byggdasafn.is.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913). |
Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.
Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.
Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.
Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.
Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.
Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.
Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, en Steingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.
Nefna má ljóð hans Smaladrengurinn og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.
Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.
Steingrímur lést 21. ágúst 1913.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2019 í Húsinu
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag, laugardaginn 18. maí 2019.
Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum í ár.
Í tilefni alþjóðlega safnadagsins verður gestum og gangandi boðið upp á leiðsögn um Litla-Hraun sögusýningu í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Fangelsisins Litla-Hraun og lýkur 9. júní næstkomandi.
Opið er alla daga kl. 11-18.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
17. maí 2019
Þjóðhátíðardagur Norðmanna
Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 205 ár eru síðan landið fékk stjórnarskrá.
17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs.
Saga þessa dags er allmerkur þ á t t u r í sögu norskrar sjálfstæðisbaráttu, og hann öðlaðist nýtt gildi á stríðsárunum, þegar Norðmenn urðu að heyja nýja b a r á t t u um líf eða dauða við öflugri fjendur en nokkru sinni fyrr.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Vorþing Vitafélagsins 18. maí 2019
Verður haldið á Þingeyri við Dýrafjörð.
Skráð af Menningar-Staður
|
||||
Þann 16. maí 2009 varð Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í öðru sæti í Evrópusöngvakeppninni með lagið Is it true?
„Yndislegur dýrðardagur,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Fréttablaðið.
Þegar Jóhanna Guðrún kom til landsins var henni fagnað á Austurvelli „eins og þjóðhetju.“
Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Aðalfundur
Skógræktarfélags Eyrarbakka
29. maí 2019
Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Siggi Björns, Ásbjörn Björgvinsson og á trommunum er Óskar Þormarsson. |
Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hélt upp á með tónleikum á laugardaginn, 11. maí sl., að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika.
Tónleikarnir voru í Bæjarbíó í Hafnarfirði og var húsfyllir, nærri 300 manns.
Hljómsveitin var starfandi einkum fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. Kristján féll frá 2006.
Aðrir Flateyringar voru meðal annarra Sigurður Björnsson, trúbadúr og Jón Ingiberg Guðmundsson, en þeir eru nú báðir búsettir erlendis. Þá má nefnda til viðbótar Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önund Hafstein Pálsson.
Frá 1990 hefur hljómsveitin komið saman við sérstök tilefni, sér og öðrum til skemmtunar.
Fjölmargir Vestfirðingar og reyndar fleiri lögðu leið sína í Bæjarbíó á laugardagskvöldið og skemmtu sér vel. Var salurinn líflegur og tók vel undir þegar Æfing tók gömlu slagarana. Sigurður Björnsson sagði inn á milli gamlar og góðar sögur af valinkunnum Flateyringum við rífandi undirtektir og bar þar mest á frásögnum þar sem Guðbjartur Jónsson, Vagninum kom við sögu.
Tónleikarnir stóðu nærri þrjá klukkutíma og var ekki að sjá að aldurinn væri nokkuð farinn að færast yfir gömlu rokkarana.
Af: www.bb.is
![]() |
||
. Húsfyllir var á lokadagstónleikum ÆFINGAR 11. maí í Bæjarbíói í Hafnarfirði. .
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
Friðland í Flóa.
Vinnudagur í Friðlandi í Flóa 18. maí 2019
Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og er ætlunin að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí nk. milli kl. 09:00 og kl. 15:00 til þess að taka til hendinni.
Verkefni dagsins verða fyrst og fremst hreinsun svæðisins með ruslatýnslu og málningarvinna við fuglaskoðunarhúsið og flotbrýr/göngustíga.
Fólk er beðið að athuga að tímasetningar geta breyst þegar nær dregur, eftir veðurspá. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Stígvél eru bráðnauðsynlegur skófatnaður.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um fugla velkomnir.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Togarinn Jón forseti.
Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
Vökulögin voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921.
Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa.
Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is