Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.08.2018 06:37

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

 

Þórður I. Júlíusson (1918 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Þórður I. Júlíusson

 

Þórður Ingólf­ur Júlí­us­son fædd­ist á Atla­stöðum í Fljóta­vík á Horn­strönd­um 4. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Júlí­us Geir­munds­son, út­vegs­bóndi á Atla­stöðum í Fljóta­vík og síðar á Ísaf­irði, og k.h. Guðrún Jóns­dótt­ir hús­freyja.

 

Móður­for­eldr­ar Þórðar voru Jón Guðmunds­son, húsmaður á Steins-túni, og k.h., Elísa Ólafs­dótt­ir, en föður­for­eld­ar hans voru Geir­mund­ur Guðmunds­son, húsmaður í Látra­nesi, og k.h., Sig­ur­lína Friðriks­dótt­ir.

 

Systkini Þórðar:

Júdith Friðrika, f. 1920. Lát­in eru: Ingi­björg, f. 1906, Geir­mund­ur, f. 1908, Sig­ur­lína, f. 1909, Jón Ólaf­ur, f. 1910, Jó­hann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, Júlí­ana, f. 1921, Anna, f. 1923, og Guðmund­ur, f. 1925.

 

Eig­in­kona Þórðar var Aðal­heiður Bára Hjalta­dótt­ir frá Sel­hús­um í Naut­eyr­ar­hreppi, dótt­ir Ásthild­ar Magnús­dótt­ur og Hjalta Jóns­son­ar.

 

Börn Þórðar og Báru:

Ásthild­ur Cesil, Jón Ólaf­ur, Hjalti, Gunn­ar, Hall­dóra, Sig­ríður, Inga Bára, og Júlí­us sem lést á fyrsta ári.

 

Þórður ólst upp á Atla­stöðum og vann þar að búi for­eldra sinna. Hann hleypti heimdrag­an­um 19 ára og flutti til Ísa­fjarðar. Þar stundaði hann sjó­mennsku fyrst í stað en fór síðan að stunda vöru- og leigu­bíla­akst­ur og einnig fisk­verk­un og veit­ing­a­rekst­ur í fé­lagi við Jó­hann, bróður sinn. Þeir bræður stofnuðu ásamt Jóni B. Jóns­syni Útgerðarfé­lagið Gunn­vöru árið 1955 og kom Þórður þar að rekstri í ára­tugi.

 

Þórður og Bára fluttu í Vinam­inni við Selja­lands­veg árið 1945. Þar byrjaði Þórður fyrst með salt­fisk- og skreiðar­vinnslu og rak einnig rækju­vinnslu um 20 ára skeið. Einn og í fé­lagi við aðra stóð Þórður einnig í út­gerð inn­fjarðarrækju­báta um ára­tuga­skeið. Þá kom Þórður að stjórn ým­issa annarra fyr­ir­tækja á Ísaf­irði og víðar. Þau hjón bjuggu alla tíð á Vinam­inni en síðustu þrjú árin dvaldi Þórður á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísaf­irði.

 

Þórður lést 15. ágúst 2010.


Morgunblaðið 4. ágúst 2018.

 Skráð af Menninagr-Staður.

03.08.2018 19:55

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

 

 

Þetta gerðist...3. ág­úst 1980

 

Hátíð var hald­in á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð til að minn­ast þess að hundrað ár voru liðin frá and­láti Jóns Sig­urðsson­ar.

 

Kap­ella var vígð og minja­safn opnað en það var fyrsta embættis­verk Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur sem for­seta Íslands.

 

Morgunblaðið 3. ágúst 2018

Dag­ar Íslands | Jón­as Ragn­ars­son

 

 

 
 

 

 Skráð af Menningar-Staður.

03.08.2018 06:52

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

 

Kirkjugestir í Laugardælakirkjugarði. Mynd: Fischersetrið

 

 

Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs

 

Laugardaginn 21. júlí s.l. var haldið upp á fimm ára afmæli Fischersetursins á Selfossi.

 

Athöfnin hófst í Laugardælakirkju með minningarathöfn um skákmeistarann Bobby Fischer. Athöfnin var í umsjá séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar fv. sóknarprests Selfosskirkju.

 

Ræðumaður var Davíð Oddsson fv. forsætisráðherran. Hann rifjaði upp atriði frá uppeldisárum sínum hjá afa sínum Lúðvíki Norðdal lækni á Selfossi. Þá lýsti Davíð sinni aðkomu að því að reyna að fá bandarísk stjórnvöld til að sýna Bobby Fischer mildi þó hann hefði teflt í Júgóslavíu 1992 og þá þvert á bann bandaríkjamanna. Á þessum tíma geisaði borgarastyrjöld í Júgóslavíu og vegna þess voru vesturlandaþjóðirnar með viðskiptabann á Jógóslavíu. Davíð nefndi í ræðu sinni að eftir þetta hafi Bobby Fischer verið eftirlýstur af Bandaríkjastjórn og eftir viðbrögð hans við árásunum á tvíburaturnana í New York hefði verið sérstaklega erfitt að eiga við bandarísk stjórnvöld.

 

Davíð sagði einnig frá sínum þætti í því að frelsa Fischer frá Japan með því að hann fengi íslenskt vegabréf. Alþingi Íslendinga samþykkti 21. mars 2005 íslenskan ríkisborgararétt fyrir Bobby Fischer og tveimur dögum síðar lenti hann á Reykjavíkurflugvelli.  Davíð telur að það hefði ekki síst verið að þakka öflugum baráttuhópi vina Fischer að það tókst að leiða þetta mál í heila höfn.

 

Þá söng Dagný Halla Björnsdóttir nokkur lög.

 

Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi í Fischersetri. Þar fluttu ávörp; Guðmundur G. Þórarinsson framkvæmdastjóri einvígisins 1972, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.


Dagskráin greinir frá.

 

.
Skráð af Menningar-Staður 

 

03.08.2018 06:36

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 


Rafn A. Pétursson (1918 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 

Rafn Al­ex­and­er Pét­urs­son fædd­ist í Bakka­koti í Skagaf­irði 3. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru Pét­ur Jóns­son, verk­stjóri á Sauðár­króki, og k.h., Ólafía Sig­urðardótt­ir.

 

Rafn kvænt­ist 1946 Karólínu Júlí­us­dótt­ur en hún lést 1994. Son­ur Karólínu er Árni Júlí­us­son húsa­smiður. Dótt­ir Rafns er Berg­ljót. Börn Rafns og Karólínu eru Júlí­us fram­kvæmda­stjóri; Pét­ur Ólaf­ur verk­efna­stjóri; Kjart­an tækni­fræðing­ur; Auður skrif­stofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

 

Rafn lærði skipa­smíði á Ak­ur­eyri, stundaði nám við Iðnskól­ann þar og lauk sveins­prófi 1942. Hann lauk námi í fisk­vinnslu hjá Fisk­mati rík­is­ins, var síld­ar- og fisk­matsmaður frá 1940, stundaði skipa­smíði á Ak­ur­eyri 1937-45, var yf­ir­smiður við skipa­smíðastöð Eggerts Jóns­son­ar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frysti­hús­stjóri þar 1950-54 og síðar hjá Har­aldi Böðvars­syni & Co á Akra­nesi 1954-60, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Fiskiðju Flat­eyr­ar hf. 1960-68, verk­stjóri hjá Fosskrafti við bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar 1968-69, full­trúi Lands­banka Íslands við Útgerðar­stöð Guðm. Jóns­son­ar í Sand­gerði 1969-70. Þá stofnaði hann og rak frysti­húsið R.A. Pét­urs­son hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í út­flutn­ingi á fersk­um fiski með flugi.

 

Rafn sat í próf­nefnd skipa­smiða á Suður­nesj­um 1945-54, í stjórn FUS á Suður­nesj­um, í hrepps­nefnd Njarðvík­ur­hrepps fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1946-50 og 1954, sat í bæj­ar­stjórn Akra­ness fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og í út­gerðarráði 1958-60, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1961-67, í hrepps­nefnd og odd­viti Flat­eyr­ar­hrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmanna­fé­lags Flat­eyr­ar, í stjórn fé­lags fisk­vinnslu­stöðva á Vest­fjörðum, í stjórn SH 1962-68 og var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1963-67.

 

Rafn lést 6. desember 1997.


Morgunblaðið 3. ágúst 2018.

 

 

Rafn A. Pétursson.


Skráð af Menningar-Staður.

02.08.2018 20:43

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Vinir alþýðunnar.

 
Skráð af Menningar-Staður

02.08.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmundur Valdimarsson (1918 - 2008).

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmund­ur Valdi­mars­son fædd­ist á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðrún M. Kristó­fers­dótt­ir, frá Brekku­völl­um, og Valdi­mar H. Sæ­munds­son, bóndi á Kros­sá, en Sæmund­ur var ann­ar í röð átta systkina.

 

Sæmund­ur gift­ist Guðrúnu Magnús­dótt­ur frá Langa­botni í Geirþjófs­firði. Bú­skap sinn hófu þau á æsku­slóðum en árið 1948 fluttu þau suður og bjuggu 20 ár í Kópa­vogi en síðan í Reykja­vík frá 1974.

 

Börn þeirra Sæ­mund­ar og Guðrún­ar eru Valdi­mar, Hild­ur, Magnús og Gunn­ar.

 

Sæmund­ur fór fyrstu vertíð sína á sjó á ferm­ing­ar­ár­inu sínu á skút­unni Gretti frá Stykk­is­hólmi, eft­ir það vann hann árstíðabundið fjarri heim­il­inu við sjó­sókn og einnig við fisk­vinnslu í Reykja­vík og önn­ur til­fallandi störf.

 

Sæmund­ur var verkamaður all­an sinn starfs­ald­ur, fyrst í Ísbirn­in­um, og síðan í stóriðju­ver­inu Áburðar­verk­smiðjunni. Hann sat í trúnaðarmannaráði starfs­manna Áburðar­verk­smiðjunn­ar, sat í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins og starfaði auk þess í Dags­brún og fyr­ir Menn­ing­ar- og fræðslu­sam­band alþýðu.

 

Lista­manns­fer­ill Sæ­mund­ar hófst um 1970 og árið 1974 hélt hann fyrstu sýn­ingu sína á högg­mynd­um úr rekaviði. Hann hélt síðan fjöl­marg­ar sýn­ing­ar, einn og með öðrum. Verk hans vöktu snemma at­hygli, inn­lendra sem er­lendra list­unn­enda, og um þau var ritað í blöðum og virt­um tíma­rit­um, auk sjón­varps­viðtala. Sam­tals hafði Sæmund­ur gert um 500 stytt­ur, sem eru all­ar í eigu ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og stofn­anna. Um stytt­urn­ar og gerð þeirra má lesa í bók­inni „Sæmund­ur og stytt­urn­ar hans“ eft­ir Guðberg Bergs­son frá ár­inu 1998.

 

Síðasta sýn­ing Sæ­mund­ar var 2003 á Kjar­vals­stöðum á 85 ára af­mæli hans. Þá var einnig gef­inn út geisladisk­ur með mynd­um af öll­um verk­um hans.

 

Sæmund­ur lést árið 2008.


Morgunblaðið 2. ágúst 2018.

 Skráð af Menningar-Staður.

01.08.2018 06:46

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953 - Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

 

Einar Bragi Sigurðsson (1953 - 2018).

 

 

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953

 

- Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

Ein­ar Bragi Sig­urðsson fædd­ist þann 18. júlí 1953 að Indriðakoti und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um. Hann var bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 15. júlí 2018.

 

Hann var son­ur hjón­anna Sig­urðar Ei­ríks­son­ar, f. 22. mars 1928, og Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15. júní 1928. Ein­ar Bragi var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Trausti, f. 1950, Viðar, f. 1952, Svandís Ragna, f. 1954, og Eygló Alda, f. 1964.

 

Eig­in­kona Ein­ars Braga er Soffía Aðal­björg Jó­hanns­dótt­ir, f. 26. fe­brú­ar 1957, for­eldr­ar henn­ar eru Jó­hann Aðal­björns­son, f. 19. sept­em­ber 1924, d. 26. nóv­em­ber 1980, og Krist­ín Þóra Sæ­munds­dótt­ir, f. 26. janú­ar 1937.

 

Ein­ar Bragi og Soffía hófu bú­skap í Grinda­vík 1974 og gengu í hjóna­band 30. mars 1975.

 

Börn þeirra eru fjög­ur:

1) Guðfinna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 18. júní 1975, maki henn­ar er Eggert Berg­mann. Hún á þrjú börn: Rún­ar Örn Ingva­son, f. 1997, Telma Rún Ingva­dótt­ur, f. 2002, Linda Rún Ingva­dótt­ir, f. 2007.

2) Jó­hanna Sigrún Ein­ars­dótt­ir, f. 24. des­em­ber 1979, maki henn­ar er Krist­inn Helga­son, þau eiga þrjú börn: Arna Lind, f. 2006, Lára Krist­ín, f. 2010, Ein­ar Helgi, f. 2013.

3) Jó­hann Freyr Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1983, maki hans er Birgitta Rún Birg­is­dótt­ir, þau eiga tvo syni: Birg­ir Már, f. 2010, og Tóm­as Logi, f. 2014.

4) Þór­unn Ósk Ein­ars­dótt­ir, f. 25. júlí 1988, hún á einn son: Al­ex­and­er Ómar, f. 2012.

 

Ein­ar Bragi vann lengst af hjá Hita­veitu Suður­nesja en síðustu 15 árin starfaði hann hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um.

 

Útför Ein­ars Braga fer fram frá Grind­ar­vík­ur­kirkju í dag, 1. ág­úst 2018, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________________

 

Kveðja frá vinnu­fé­lög­um hjá ÍAV á Suður­nesj­um

 

Við kynnt­umst Ein­ari Braga fyr­ir 15 árum, þegar hann hóf störf, sem krana­bíl­stjóri, hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um. Sum­ir okk­ar þekktu Ein­ar Braga áður í gegn­um störf hans hér á Suður­nesj­um. Ein­ar Bragi varð strax hluti af hópn­um hér í Njarðvík og við eignuðumst góðan fé­laga og vin. Hann var dugnaðarforkur, út­sjón­ar­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Bar hag fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir brjósti og lá ekki á skoðunum sín­um, ef hlut­irn­ir gengu ekki fljótt og vel fyr­ir sig.

 

Ein­ar Bragi var rögg­sam­ur og góður stjórn­andi, sem vann mjög sjálf­stætt og skipu­lagði verk­in sjálf­ur. Þegar hann kom á verkstað til að lesta eða losa, tók hann við stjórn­inni og lét hlut­ina ganga fljótt og skipu­lega fyr­ir sig. Ef eitt­hvað var óklárt þegar hann kom á staðinn, fór hann og sinnti næsta verk­efni og kom svo til baka þegar allt var orðið klárt. Alltaf var stutt í góðan húm­or hjá hon­um og hann hafði frá mörgu skemmti­legu að segja. Volvo krana­bíl­inn hugsaði hann um af mestu kost­gæfni og fylgdi vel eft­ir við Véla­verk­stæðið að gert væri strax við það sem bilaði. Tók hann virk­an þátt í viðgerðunum og dekraði við bíl­inn, ef bíða þurfti eft­ir vara­hlut­um. Und­an­farið ár tók Ein­ar Bragi virk­an þátt í und­ir­bún­ingi kaupa á nýj­um krana­bíl og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á því, hvernig bíll­inn skyldi út­bú­inn. Það að bíll­inn yrði af Volvo-gerð, var grund­vall­ar­atriði hjá hon­um. Það var mik­il til­hlökk­un að fá loks­ins nýj­an bíl í haust, með öll­um þeim búnaði sem hann óskaði sér.

 

Það er stórt skarð höggvið í vinnu­fé­laga- og vina­hóp­inn hjá ÍAV á Suður­nesj­um, við skyndi­legt frá­fall Ein­ars Braga.

 

Við send­um Soffíu og fjöl­skyld­unni allri okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur við frá­falls góðs vin­ar.

 

Fyr­ir hönd vinnu­fé­laga hjá ÍAV á Suður­nesj­um,

 

Ein­ar Már Jó­hann­es­son
 Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

01.08.2018 06:35

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 


Guðlaugur Gíslason (1908 - 1992).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 

 

Guðlaug­ur Gísla­son fædd­ist á Staf­nesi í Miðnes­hreppi 1. ágúst 1908.

For­eldr­ar hans voru Gísli Geir­munds­son, út­vegsb. á Staf­nesi og síðar í Vest­manna­eyj­um, og k.h., Jakobína Hafliðadótt­ir hús­freyja.

 

Systkini Guðlaugs voru Hafliði, raf­virkja­meist­ari í Reykja­vík; Sig­ríður Júlí­ana, hús­freyja í Reykja­vík, og Jó­hann­es Gunn­ar, full­trúi bæj­ar­fóg­et­ans í Vest­manna­eyj­um.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir, og börn þeirra;

Dóra, bók­sali Eyj­um; Jakobína, skrif­stofumaður þar; Ingi­björg Rann­veig, var skipu­lags­fræðing­ur við Borg­ar­skipu­lagið í Reykja­vík; Gísli Geir, for­stjóri Tang­ans í Eyj­um; Anna Þuríður, var full­trúi hjá Lands­bank­an­um í Reykja­vík, og Jón Hauk­ur for­stöðumaður.

 

Guðlaug­ur flutti til Vest­manna­eyja með for­eldr­um sín­um 1913 og átti heima þar síðan, lauk námi í ung­linga­skóla og hóf nám í vél­smíði hjá Hafn­ar­sjóði Vest­manna­eyja.

 

Hann vann á skrif­stofu hjá Gísla J. Johnsen 1925-30, lauk prófi frá Kaup­manna­skól­an­um í Höfn l931, var kaupmaður í Eyj­um 1932-34, bæj­ar­gjald­keri þar 1935-37, fram­kvæmdasrjóri versl­un­ar Neyt­enda­fé­lags Vest­manna­eyja 1938-42, stofnaði, ásamt öðrum, út­gerðarfé­lög­in Sæ­fell og Fell og var fram­kvæmda­stjóri þeirra 1942-48.

 

Guðlaug­ur var um­deild­ur póli­tík­us en jafn­framt einn sá vin­sæl­asti í sögu Vest­manna­eyja. Hann var kaupmaður 1948-54, bæj­ar­full­trúi í Eyj­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1938-46 og 1950-74, bæj­ar­stjóri þar 1954-66 eða leng­ur en nokk­ur ann­ar þar til Elliði Vign­is­son náði jafn­mörg­um árum fyr­ir skemmstu, og var þingmaður Vest­manna­eyja og síðar Suður­lands 1959-78 og sat í bankaráði Útvegs­bank­ans, fisk­veiðilaga­nefnd og stjórn Viðlaga­sjóðs.

 

Guðlaug­ur skráði ævim­inn­ing­ar sín­ar og ýms­an fróðleik um Vest­manna­eyj­ar og komu út um þau efni þrjár bæk­ur.

 

Guðlaug­ur lést 6. mars 1992.
 Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

31.07.2018 06:50

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 


Ásgeir Guðbjartsson (1928 - 2017)
 

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 

 

Ásgeir Guðbjart­ur Guðbjarts­son fædd­ist í Kjós í Grunna­vík­ur­hreppi 31. júlí 1928 . For­eldr­ar hans voru Jón­ína Þ. Guðbjarts­dótt­ir hús­freyja, og Guðbjart­ur Ásgeirs­son, formaður og út­gerðarmaður.

 

Eig­in­kona Ásgeirs var Sig­ríður Guðmunda Brynj­ólfs­dótt­ir sem lést 2009.

Þau eignuðust fjög­ur börn; 

Guðbjart, f. 1949, Guðbjörgu, f. 1950, Krist­ínu Hjör­dísi, f. 1952 og Jón­ínu Brynju, f. 1953

 

Ásgeir flutti ung­ur með for­eldr­um sín­um til Hnífs­dals og síðan til Ísa­fjarðar þar sem hann ólst upp. Hann hóf sinn sjó­manns­fer­il ný­fermd­ur og var þá á drag­nót upp á hálf­an hlut. Ásgeir vann um tíma hjá Norður­tang­an­um og við beit­ingu. Sex­tán ára fór hann að róa upp á heil­an hlut á línu-, troll- og síld­ar­bát­um.

 

Ásgeir tók hið minna fiski­manna­próf á Ísaf­irði 1948 og hið meira fiski­manna­próf í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1965.

 

Hann var skip­stjóri á Val­dísi ÍS 72, 1948, Bryn­dísi ÍS 69, 1949, Jó­dísi ÍS 73 sama ár, Pól­stjörn­unni ÍS 85 í fjór­ar vertíðir, Ásbirni ÍS 12 1956, en tók þá við Guðbjörgu ÍS 47 og hafa þeir bát­ar og skip sem hann síðan var með verið nefnd Guðbjörg, en hann var á skut­tog­ar­an­um Guðbjörgu ÍS 46.

 

Ásgeir stofnaði út­gerðarfé­lagið Hrönn hf. á Ísaf­irði ásamt fleir­um, árið 1956.en það gerði út sjö báta og tog­ara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS. Útgerðin lét m.a. smíða fyr­ir sig frysti­tog­ara 1994 sem þá var tal­inn eitt full­komn­asta fiski­skip í heim­in­um.

 

Ásgeir hætti til sjós árið 1995, 67 ára að aldri. Þá hafði hann verið skip­stjóri í meira en 45 ár.

 

Ásgeir var af­burða aflamaður og harðsæk­inn. Hann var afla­kóng­ur á Ísaf­irði á sex­tán vetr­ar­vertíðum sam­fleytt og auk þess var hann oft afla­kóng­ur á Vest­fjörðum.

 

Ásgeir var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1991.

 

Ásgeir lést 22. febrúar 2017.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.07.2018 21:54

Kristín Þórðardóttir skipuð sýslumaður á Suðurlandi

 


Eyrbekkingurinn Kristín Þórðardóttir - sýslumaður á Suðurlandi.
 

 

 

Kristín Þórðardóttir

 

skipuð sýslumaður á Suðurlandi

 

 

Dómsmálaráðherra hefur skipað Eyrbekkinginn Kristínu Þórðardóttur til embættis sýslumanns á Suðurlandi frá 1. ágúst næstkomandi.

 

Alls bárust átta umsóknir um embættið sem auglýst var í vor.

 

Anna Birna Þráinsdóttir lætur nú af störfum sem sýslumaður en hún hefur verið í ársleyfi undanfarið ár til þess að sinna rekstri ferðaþjónustu sinnar undir Eyjafjöllunum. Kristín var settur sýslumaður frá 1. maí í fyrra, þegar Anna Birna fór í leyfið.

 

Kristín er fædd hinn 6. september 1979. Hún lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006.

 

Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi á sameinuðu embætti sýslumanns á Suðurlandi. 

 

Sambýlismaður Kristínar er Friðrik Erlingsson og eiga þau þrjú börn. Skráð af Menningar-Staður.