Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

10.06.2017 20:33

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931 - Dáinn 1. júní 2017 - Minning

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson (1931 - 2017).

 

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931

- Dáinn 1. júní 2017 - Minning Jó­hann Vil­hjálm­ur Vil­bergs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 30. maí árið 1931. Hann lést á heim­ili sínu 1. júní 2017.

For­eldr­ar hans voru Vil­berg­ur Jó­hanns­son, bif­reiðastjóri og sjó­maður, f. 23.3. 1899, d. 3.7. 1939, og Ragn­heiður Guðmunda Ólafs­dótt­ir hús­freyja og verka­kona, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998.

 

Jó­hann kvænt­ist Auði Kristjáns­dótt­ur ráðskonu, frá Felli í Bisk­upstung­um, f. 1.10. 1932, þann 26.12. 1963.

 

Börn þeirra eru:


Kjart­an, f. 17.2. 1964, kvænt­ur Stein­unni Bjarna­dótt­ur, börn þeirra eru Auður, Ragn­heiður, Sigrún og Jó­hann.

Agn­ar, f. 17.2. 1964, í sam­búð með Mar­gréti Gunn­ars­dótt­ur. Börn þeirra eru Ævar, Björg og Eyrún.

Guðbjörg Jó­hanns­dótt­ir, f. 21.1. 1966, gift Grími Guðmund­ar­syni. Börn þeirra eru Loft­ur Óskar, Jón­ína Sig­ríður, Auður Hanna og Lauf­ey Ósk.

Barna­barna­börn Jó­hanns eru Bjarney Birta, Ró­bert Arn­ar, Breki, Kar­en Lilja, Guðbjörg, Hild­ur Eva, Katla Björk og Þor­geir Atlas.

 

Jó­hann fædd­ist á Eyr­ar­bakka og ólst þar upp. Hann stundaði sjó­mennsku frá ung­lings­aldri, en vann við línu­lagn­ir hjá Raf­veit­un­um á sumr­in. Hann flutti að Felli árið 1963 og tók þar síðar við bú­inu, en stundaði þá vetr­ar­vertíðir í mörg ár eft­ir það. Starfaði síðar í nokk­ur ár í Lím­tré á Flúðum, eft­ir að það tók til starfa. Var hann sund­laug­ar­vörður í Reyk­holts­laug uns hann lét af störf­um vegna ald­urs.

 

Útför Jó­hanns fór fram í Skál­holts­dóm­kirkju í dag, 10. júní 2017, kl. 14.

Jarðsett var í Hauka­dals­kirkju­g­arði.

________________________________________________Minningarorð Óskars Magnússonar

Hann mág­ur minn, Jó­hann V. Vil­bergs­son, er lát­inn, 86 ára að aldri. Skyndi­legt and­lát kem­ur alltaf á óvart, ekki síst þegar um jafn­aldra er að ræða. Jó­hann fædd­ist á Helga­felli á Eyr­ar­bakka, son­ur Ragn­heiðar Ólafs­dótt­ur og Vil­bergs Jó­hanns­son­ar.

 

Á Eyr­ar­bakka var hann í upp­vext­in­um venju­lega kallaður Jói á Helga­felli, en löngu síðar, þegar hann rúm­lega þrítug­ur flutt­ist upp í Bisk­upstung­ur, kvænt­ist og gerðist bóndi á Felli, varð hann auðvitað Jói á Felli. Jó­hann var fjórða barn þeirra hjóna, en systkini hans eru Kar­en, f. 1926, Sig­urður, f. 1927, dó í frum­bernsku, Ólaf­ur, f. 1929, Ásta Þór­unn, f. 1932, og Sig­ríður Vil­borg, f. 1939. Þau eru öll lát­in nema Sig­ríður Vil­borg.

 

Það vita víst flest­ir sem fædd­ust beint inn í heimskrepp­una miklu, að lífið var ekki ein­tóm­ur dans á rós­um. Átta ára gam­all mátti hann sjá á eft­ir föður sín­um í gröf­ina. Nærri má geta að erfitt hef­ur verið að sjá fyr­ir fimm börn­um á þess­um tíma fyr­ir ekkju, 33 ára, svo unga að ekkju­bæt­ur voru ekki til­tæk­ar í þá daga fyr­ir svo ung­ar ekkj­ur. Allt bjargaðist samt, en ung að aldri fóru börn­in að hjálpa til, eins og títt var þá.

 

Níu ára gerðist Jó­hann kúasmali og snún­ingastrák­ur hjá Eyþóri Guðjóns­syni á Skúms­stöðum og var hjá hon­um tvö sum­ur, síðan var hann í sveit á sumr­in, m.a. á Brúna­stöðum hjá Ágústi Þor­valds­syni.

 

Hann fór ung­ur til sjós, eins og strák­ar gerðu sem ólust upp við sjáv­ar­síðuna, og fyrstu vertíðina var hann hjá Jó­hanni Bjarna­syni á Gunn­ari, en 1952 kaup­ir hann með fé­lög­um sín­um 26 lesta bát, Faxa ÁR 25, og var formaður á hon­um næstu sjö vetr­ar­vertíðir og farnaðist vel, var afla­kóng­ur á fyrstu vertíðinni sem skip­stjóri.

 

Jó­hann vildi helst vera á landi á sumr­in, þó að hann reyndi bæði tog­ara- og far­mennsku. Mörg sum­ur vann hann við línu­lagn­ir hjá Rarik í vinnu­flokki þeirra feðga, Hann­es­ar Andrés­son­ar og Hann­es­ar Hann­es­son­ar. 

 

Eitt sum­arið var ráðskona hjá þeim, Auður Kristjáns­dótt­ir frá Felli, sem varð hans lífs­föru­naut­ur í löngu og far­sælu hjóna­bandi. Þá sett­ust þau Jó­hann og Auður að búi á Felli, í fyrstu með föður henn­ar, en tóku svo al­farið við bú­inu, byggðu nýtt íbúðar­hús og end­ur­nýjuðu önn­ur.

 

Jó­hann skildi þó ekki al­farið við sjó­inn því hann var marg­ar vetr­ar­vertíðir hjá Guðmundi Friðriks­syni á Friðriki Sig­urðssyni.

 

Alls staðar fékk Jó­hann gott orð, enda góður verkmaður, hæg­lát­ur, traust­ur en lét ekki mikið yfir sér, vin­ur vina sinna og kunni vel að gleðjast, þegar svo bar und­ir.

 

Á Felli fædd­ust þeim þrjú mann­væn­leg börn og var oft gest­kvæmt á heim­ili þeirra, enda hús­bænd­urn­ir góðir heim að sækja.

 

Síðustu árin bjuggu þau í Reyk­holti og þar gerðist Jó­hann sund­laug­ar­vörður um hríð. Í starfi eldri borg­ara kom fram því­lík­ur völ­und­ur Jó­hann var og hand­lag­inn.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­konu hans, sem dvel­ur nú að Lundi á Hellu, börn­um Jó­hanns, barna­börn­um og barna­barna­börn­um send­um við „Helga­fellsaf­leggj­ar­ar“ okk­ar dýpstu samúðarkveðjur.

 

Óskar Magnús­son.Morgunblaðið laugardagurinn 10. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður.

10.06.2017 06:59

10. júní 1856 - fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

 

Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.

 

 

10. júní 1856 -

 

fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.  

Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927). 

Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann. 

Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.

 


STORE NORSKE LEKSIKON

 

.
Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.
.

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

08.06.2017 21:51

Í Eyrarbakkakirkjugarði 8. júní 2017

 


F.v.: Reynir Jóhannsson, Ólafur Ragnarsson og Siggeir Ingólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Í Eyrarbakkakirkjugarði 8. júní 2017

 

Við leiði skipverja af skoska togaranum Loch Morar frá Aberdeen sem strandaði við Gamla-Hraun þann 31. mars 1937.

Allir skipverjarnir 12 að tölu fórust.Í Eyrarbakkakirkjugarði voru að störfum:

Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson, Ólafur Ragnarsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Sjá myndir á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283072/

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

08.06.2017 10:32

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. júní 2017

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. júní 2017Vinir alþýðunnar

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

08.06.2017 08:26

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

 

Úr Konubókastofu í Blátúni á Eyrarbakka.

 

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

Húsnæði Konubókastofu í Blátúni, Eyrarbakka, stækkaði til muna í desember. Upplagt er að koma og skoða. Hægt að sjá t.d.  gömul tímarit, elstu handavinnubókina sem gefin var út á Íslandi, skáldsögur, barnabækur, fræðirit, minningarbækur, ljóðabækur og fleira. Stækkunin gerði það að verkum að hægt var að setja upp sýningu og með því bæta aðgengilegar upplýsingar um ákveðna rithöfunda. Núna er eldhúsið t.d. tileinkað Guðrúnu frá Lundi. Þar eru upplýsingar um Guðrúnu, tilvitnanir í bækurnar hennar og allt ritsafnið hennar.

 

 

Í Konubókastofu er m.a. fjallað um skáldverk Guðrúnar frá Lundi.

 

Mikið af upplýsingatextunum eru á ensku. Unnið er að því að þýða meira þannig að allar upplýsingar munu vera á ensku auk íslensku. Það gerir það að verkum að erlendir gestir fá meira út úr heimsókninni. Í sumar munu hópar erlendra gesta fengið fyrirlestur um sögu íslenskra kvenrithöfunda.

Starfsemin býður upp á mikla möguleika sem eru í sífelldri þróun þannig að starfsemin stendur aldrei í stað.

 

Í sumar verður opið hjá Konubókastofu alla daga frá klukkan 14 til klukkan 17.

 

Sjálfboðaliðar með bókmenntaáhuga og enskukunnáttu munu sitja vaktina ásamt stofnanda Konubókastofu. Aðrir heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í síma 8620110 ef óskað er eftir að koma í heimsókn utan opnunartíma.


Af: www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

08.06.2017 06:24

Við Djúpið blátt - Ísafjarðardjúp: - Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 


Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2017.

Ísafjarðardjúpið er viðfangsefnið að þessu sinni.

Ólína er aðeins önnur konan í níutíu ára sögu Ferðafélagsins

sem er fengin til þess að skrifa árbókina.

 

Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp:

- Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 

Út er komin nítugasta árbók Ferðafélags Íslands. Að þessu sinni er Ísafjarðardjúpið við- fangsefnið. Í árbókinni 1949 var farið um norður Ísafjarðarsýslu, hrepp úr hrepp, en nú er Djúpið sjálft tekið út úr, frá Skálavík til Snæfjallastrandar. Höfundur er dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Ólína er þaulkunnug svæðinu og kannaði ýmsar gönguleiðir gagngert fyrir árbókina. Þetta er aðeins í annað sinn sem kona skrifar árbókina í langri sögu Ferðafélags Íslands. 

Ritstjóri Árbókarinnar er Gísli Már Gíslason og sagði hann í ávarpi sínu við kynningu árbókarinnar að Ólína hefði yfirgripsmikla þekkingu á svæðinu og að hún hefði lagt mikið á sig til þess að gera bókina sem best úr garði.

Fram kom í ávarpi Ólínu að árbækur Ferðafélagsins væru samfelld átthagafræði og –saga. Hún hefði ákveðið að skrifa út frá sínum styrkleikum sem íslenskufræðingur, þjóð- fræðingur og sagnfræðingur. Í upphafi hefði hana dreymt að hún væri örn á flugi yfir Djúpinu og hefði steypt sér niður. Efnistökin tækju mið af þeirri sýn, fyrst væri horft vítt yfir og síðan sjóndeildarhringurinn þrengdur. ‚olína Þorvarðardóttir sagðist vilja segja frá landi og fólki. Því væri efni um gróðurfar, dýralíf, atvinnuhætti og ekki hvað síst væri leitast við að segja frá skaphöfn fólks sem þarna hefur búið og lífsbaráttu þess. 

Ólína sagðist vera að flytjast búferlum suður og það væri gott að kveðja Ísafjörð með þessarri bók. 

Árbókin er skrifuð á góðu íslensku máli, stíllinn er þjáll og efninu raðað niður skipulega og á einkar læsilegan hátt. Meðal þess sem gerir bókina áhugaverða er efnismikill kafli um höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð. Þar er sagt frá atvinnusögu, en líka frá stjórnmálasögu og menningarsögu og einstökum persónum sem mikið lögðu af mörkum svo sem Ásgeir Ásgeirssyni, kaupmanni, Ragnari H Ragnar, tónskáldi og hjónunum Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen. Fer vel á því að segja að nokkru leyti sögu Theodóru og leyfa henni að njóta sannmælis. Ísfirðingum mun vafalaust þykja, eftir lestur árbókarinnar, að þeir hafi vel verið kvaddir. 

Bókin er 272 blaðsíður. Um 170 ljósmyndir og 19 uppdrættir prýða bókina auk rammagreina og yfirlitstaflna. Sem löngum fyrr teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en tæplega tveir tugir annarra ljósmyndara eiga einnig myndir í bókinni. Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason, og ritnefnd skipa auk hans Daníel Bergmann, Eirríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran.

 

Blaðið Vestfirðir.

 

 


Hjónin Ólína Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson.

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2017 07:35

Kjóllinn - sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

 

 

Kjóllinn – sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

Sumarsýning  Kjóllinn  opnar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka annan í hvítasunnu mánudaginn 5. júní 2017. 

 

Á sýningunni má sjá litríka kjóla úr safneign í samspili við kjóla frá safngestum og er öllum frjálst og velkomið að lána kjólinn sinn á sýninguna. Kjóllinn má vera gamall eða nýr. Úr safneign verða sýndir ólíkir kjólar en í forgrunni verða kjólar Helgu Guðjónsdóttur og Guðfinnu Hannesdóttur sem eru báðar fæddar snemma á 20. öld þegar nútímalegur lífsstíll var að hefja innreið sína.

 

Opnunin verður kl. 16.00 og aðeins síðar eða kl. 16.30 munu tvær fróðar konur Hildur Hákonardóttir, listamaður með meiru og Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur koma fram.  Þær ætla að taka létt hugarflug fyrir okkur aftur í tímann þegar kjóllinn þótti ógn við þjóðlegan klæðaburð. En sú var tíðin að eldri kynslóðin fann veruleg að því þegar „glysið“ við útlendan búning lokkaði ungar konur.

 

Allir eru velkomnir á opnum og léttar veitingar í boði. 

 

Safnið er opið alla daga frá 11-18 fram til 30. september eða eftir samkomulagi fyrir hópa.


www.husid.comSkráð af Menningar-Staður

30.05.2017 22:05

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 30. maí 2017

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld

- 30. maí 2017


Sóknarnefnd Eyrarbakkasóknar og

 

sóknarpresturinn á fundinum í kvöld.
 


F.v.: Séra Kristján Björnsson, Vilbergur Prebensson, Þórunn Gunnarsdóttir,

Íris Böðvarsdóttir,  Júlíanna María Nielsen og Guðmundur Guðjónsson. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

  

30.05.2017 18:05

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

 

Magnús J. Magnússon skólastjóri og Daði Viktor Ingimundarson deildarstjóri

undirrita samninginn fyrir hönd BES ásamt Siggeiri Ingólfssyni

og Ingófi Hjálmarssyni frá Skógræktarélaginu.

 

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

Í dag heimsóttu nemendur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Hallskot, hvar Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur aðstöðu og umráðaland.

 

Tilgangurinn var að kynnast svæðinu, taka örlítið til hendinni og að undirrita samstarfssamning. Samningurinn kveður á um að unglingastig vinni með félagin að minnsta kosti einu sinni á ári að útplöntun og aðstoð við umhirðu á skógræktarsvæðinu við Hallskot og einnig útplöntun á völdum svæðum í nágrenni Eyrarbakka og Stokkseyri. 

 

Markmið með samningnum er að efla náttúru- og umhverfisvitund nemenda Barnaskólans, koma upp skólalundi á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Eyrarbakka, bæta skjólbeltum og gróðri í umhverfi Eyrarbakka og Stokkseyri og koma á samstarfshefðum milli skólans og skógræktarfélagsins.

 

Skólinn og skógræktarfélagið munu vinna saman tvisvar hvert skólaár að lágmarki. Að vori mun unglingastig BES að stoða við umhirðu og að hausti, á degi íslenskrar náttúru, munu öll aldursstig  skólans sinna útplöntun.


Sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður