Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.07.2018 10:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2018Vinir alþýðunnar


Myndaalbúm á þessari slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286612/


Nokkrar myndir:

.

.

,

,

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

  

05.07.2018 07:17

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

5. júlí 1851 -

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

04.07.2018 23:54

Undir Eyjafjöllum 4. júlí 2018

 

 

 

 

Undir Eyjafjöllum 4. júlí 2018


 

.
.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

04.07.2018 23:38

Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 


Jónmundur J. Halldórsson (1874 - 1954).

 

 

Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 

Jón­mund­ur Júlí­us Hall­dórs­son fædd­ist á Vigg­belgs­stöðum í Innri-Akra­nes­hreppi 4. júlí 1874. For­eldr­ar hans voru Hall­dór Jóns­son húsmaður þar og í Hólms­búð, síðast múr­ari í Reykja­vík, og Sesselja Gísla­dótt­ir hús­freyja.

 

Hall­dór var son­ur Jóns Hall­dórs­son­ar, bónda á Eystra-Reyni og á Króki á Akra­nesi, og k.h., Þuríður Bjarna­dótt­ir, en Sesselja var dótt­ir Gísla Jó­hann­es­son­ar, bónda í Bæ í Miðdal og á Leys­ingja­stöðum í Hvamms­sveit, og k.h., Guðfinnu Sig­urðardótt­ur.

 

Kona Jón­mund­ar var Guðrún hús­freyja, dótt­ir Jóns Guðmunds­son­ar, bónda á Valda­stöðum og í Eyr­ar-Upp­koti í Kjós, og Guðrún­ar Korts­dótt­ur, for­föður Möðru­valla­ætt­ar Þor­varðar­son­ar.

 

Börn Jón­mund­ar og Guðrún­ar sem upp komust voru Guðmund­ur loft­skeytamaður í Reykja­vík; Sesselja, bú­sett á Stað í Grunn­vík; Guðrún, hjúkr­un­ar­kona í Dan­mörku, og Hall­dór, bú­fræðing­ur, kenn­ari og yf­ir­lög­regluþjónn á Ísaf­irði.

 

Jón­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Lærða skól­an­um 1896 og guðfræðiprófi frá Presta­skól­an­um árið 1900. Hann var aðstoðarprest­ur í Ólafs­vík um skeið, fékk Barð í Fljót­um 1903, Mjóa­fjarðarprestakall 1915, bjó þá í Þing­hól í Brekkuþorpi, fékk lausn ári síðar en bjó þar áfram og réri til fiskj­ar á sumr­in en var þingskrif­ari á Alþingi á vetr­um.

 

Jón­mund­ur varð sókn­ar­prest­ur á Stað í Grunna­vík 1918-54. Hann gekkst fyr­ir stofn­un Kaup­fé­lags Fljóta­manna, sat þar í hrepps­nefnd og var odd­viti um skeið, var sýslu­nefnd­armaður í Skagaf­irði 1908-15, odd­viti Grunna­vík­ur­hrepps og sat í sýslu­nefnd Norður-Ísa­fjarðar­sýslu 1921-54, kenndi ung­menn­um og var virk­ur í ung­menna­fé­lags­starfi og sund­kennslu Grunn­vík­inga.

 

Vest­f­irðing­ar kunna ógrynni skemmtisagna af séra Jón­mundi, enda maður­inn góðmenni, ramm­ur af afli, sér­lundaður og orðhepp­inn.

 

Séra Jón­mund­ur lést 9. júlí 1954.
 


Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. júlí 2018.

 


Grunnavík í Jökulfjörðum á Vestfjörðum.
 


 


Skráð af Menningar-Staður.

04.07.2018 08:59

Menningarráð Hrútavinafélagsins á fundi

 


Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á fundinum í gær.
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Einar Loftur Högnason og Jóhann Páll Helgason.


 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins á fundi

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars kom saman til fundar í gær, þriðjudaginn 3. júlí 2018, í Bókakaffinu á Selfossi.


Sérstakur gestur Menningarráðsins var séra Þórir Stephensen, f.v. dómkirkjuprestur í Reykjavík . Hann er kominn af Holtsprestum í Önundarfirði eins og fleiri mætir Íslendingar svo sem Jón Sgurðsson, frelsishetja og forseti og Vigdís Finnbogadóttir, f.v. forseti Íslands.


Andi Hafliða heitins Magnússonar (1935 - 2011) sveif yfir vötnum en hann var virkur meðlimur í Menningarráði Hrútavina.


Á fundinum fór fram greining þess liðna og margþætt stefnumótun að hætti Hrútavina.


 

 

Standandi er séra Þórir Sthepensen f.v. dómkirkjuprestur í Reykjavík og

sitjandi eru f.v.  Einar Loftur Högnason og Jóhann Páll Helgason.

 

 

Gleðistund með Hafliða Magnússyni í Bókakaffinu á Selfossi

þann 18. maí 2011. 


Hafliði lést þann 25. júní 2011 og var jarðsettur á Bíldudal 2. júlí 2011.

Minningarathöfn fór fram í Laugardælakirkju 30. júní 2011. 
 

Prestur við báðar athafnirnar var séra Egill Hallgrímsson í Skálholti.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

03.07.2018 08:55

Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018

 

 
 
 

Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018

        

             6.  7. og 8. júlí

 Skráð af Menningar-Staður.

 

03.07.2018 07:41

Marþræðir í Húsinu á Eyrarbakka fram í september 2018

 

 

 

Marþræðir

 

í Húsinu á Eyrarbakka fram í september 2018

 

Marþræðir, sumarsýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, er tileinkuð fullveldisárinu 1918 með nýstárlegu móti. Sýningin er fullveldisárið með augum listamannsins Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur þar sem sjávargróður og önnur náttúra fyllir rýmið. Marþræðir er samspil textílverka listamanns við safneign og veitir frumlega sýn á söguna. Þótt árið 1918 hafi talist slæmt ár bæði vegna kulda og pestar þá voru landsmenn ekki óvanir slíkum aðstæðum og kunnu að nýta sér gjafir náttúrunnar. Fjörunytjar eru mikilvægasti þráður sýningarinnar og hráefni eins og sjávargróður ásamt ullinni vísa í bjargræði fólks þegar illa áraði.

 

Ásta Vilhelmína hefur unnið með ólík efni í verkum sínum og oft nýtt sér hráefni úr fjörunni og hafinu. Hún hefur frá árinu 1998 tekið þátt í fjölda tísku- og hönnunarsýninga hérlendis sem erlendis og er ein af þeim sem nú reka verslunina Kirsuberjatréð. Á síðari árum hefur hún fært list sína mun frekar yfir á svið innsetninga og listasýninga. Hún hefur tekið þátt í ólíkum samstarfsverkefnum m.a. í Suður-Kóreu og Japan. Hennar einstaka þekking á náttúrulegum hráefnum skilar sér í mjög áhugaverðri sumarsýningu.

 

Sýningin er opin daglega, eins og safnið allt, kl. 11–18 fram til 30. september 2018.

 

 

Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir.


 
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

03.07.2018 07:20

Mikill áhugi á Strandmenningarhátíðinni 2018

 

 

 

 

Mikill áhugi á Strandmenningarhátíðinni 2018

 

Nor­ræna strand­menn­ing­ar­hátíðin verður nú hald­in í sjö­unda sinn á Siglufirði dagana 4. - 8. júlí 2018, en það eru Vita­fé­lagið-Íslensk strand­menn­ing, Síld­ar­minja­safn Íslands og Fjalla­byggð sem standa að hátíðinni í sam­vinnu við Þjóðlaga­hátíð.

 

Á hátíðinni verður sungið, smíðað og þæft, unnið með roð, rekavið, ull og net, mynd­ir sýnd­ar og járnið hamrað. Einnig verður dansað, leikið og málþing hald­in.

 

Mik­ill áhugi er á hátíðinni bæði hér­lend­is og er­lend­is en þátt­tak­end­ur koma frá öll­um Norður­lönd­un­um. Nú hef­ur fólk frá Króa­tíu óskað eft­ir að fá að upp­lifa hátíðina og sýna jafn­framt brot af eig­in strand­menn­ingu.

 

Norðmenn, sem þykja þjóða fremst­ir í varðveislu, nýt­ingu og ný­sköp­un á menn­ing­ar­arf­in­um, sigla skip­inu M/?S Gamle Oksøy til Siglu­fjarðar hlöðnu minni bát­um og sýn­ing­ar­grip­um. Dan­ir miðla sögu freigát­urnn­ar Jyl­l­and sem færði okk­ur Íslend­ing­um stjórn­ar­skrána á sín­um tíma, og í sam­starfi við Bohuslän Muse­um í Uddevalla í Svíþjóð verður sögu­sýn­ing á Síld­ar­minja­safn­inu um síld­veiðar Svía við Íslands­strend­ur. Einnig á að kynna ólík­ar skandi­nav­ísk­ar út­færsl­ur á síld­ar­rétt­um og bjóða hátíðargest­um að bragða á. Græn­lend­ing­ar senda bæði söng- og leik­listar­fólk.

 

Sigl­firsk­ar síld­ar­stúlk­ur ætla að standa vörð um gömlu verkþekk­ing­una og salta síld á plan­inu við Róalds­brakka og boðið verður upp á báta­smíðanám­skeið í gamla Slippn­um og málþing fer fram um varðveislu og viðhald báta.

 

Þátt­taka Íslend­inga verður fjöl­breytt og má nefna sigl­inga­klúbba lands­ins, eldsmiði og hand­verks­fólk sem vinn­ur með ull, roð, æðard­ún o.fl. Báta­smiðir verða við vinnu, ljós­mynda­klúbb­ur Fjarðabyggðar verður með sýn­ingu í Sauðanes­vita og börn­in fá stefnu­mót við hafið.

 

 

.

 

 

Vitar Íslands í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

02.07.2018 09:10

Merkir Íslendingar - Gísli Oddsson

 

 
Skálholtsdómkirkja Brynjólfs Sveinssonar.
 

 

Merkir Íslendingar - Gísli Oddsson

 

Gísli Odds­son bisk­up fædd­ist árið 1593. Ekki er getið í heim­ild­um hvar, en faðir hans, Odd­ur Ein­ars­son, f. 1559, d. 1630, var þá orðinn bisk­up í Skál­holti. Móðir Gísla og eig­in­kona Odds var Helga Jóns­dótt­ir, f. 1567, d. 1662.

 

Gísli lærði í Skál­holts­skóla og inn­ritaðist í Kaup­mann­ar­hafn­ar­há­skóla 8.10. 1613 og var þar í tvö ár.

 

Gísli var kirkjuprest­ur í Skál­holti 1616-1618 og rektor í Skál­holti 1620-21. Hann var prest­ur í Staf­holti í Borg­ar­f­irði 1622 og Holti und­ir Eyja­fjöll­um 1623. Hann varð aðstoðarmaður föður síns 1629 og kjör­inn bisk­up í Skál­holti á Alþingi 29.6. 1631. Hann fór síðan til Kaup­manna­hafn­ar og fékk staðfest­ingu kon­ungs 10.1. 1632, vígðist þá um vet­ur­inn og kom aft­ur heim um vorið.

 

Gísli var vel liðinn og lít­il­lát­ur, kraftamaður hinn mesti, tal­inn drykk­felld­ur en fór vel með áfengi. Hann beitti sér fyr­ir versl­un­ar­mál­um lands síns þegar hann fór út 1631, og fékk góða áheyrn, og einnig í öðrum efn­um síðar var hann á verði fyr­ir hönd lands­manna. Hann var vel að sér í ís­lensk­um fræðum og kirkju­lög­um og orti kvæði bæði á ís­lensku og lat­ínu.

 

Rómuð var þekk­ing Gísla á nátt­úru­vís­ind­um og skrifaði hann tvær rit­gerðir um þau efni, „De mira­bili­bus Islandiæ“ og „Anna­li­um farrago“. Í fyrr­nefndu rit­gerðinni er að finna mik­inn fróðleik um ýmis fyr­ir­brigði á himn­um og þjóðtrú Íslend­inga á 17. öld. Hún ber þess merki að vera rituð und­ir áhrif­um raun­hyggju, en er jafn­framt gegn­sýrð eldri heims­mynd.

 

Gísli kvænt­ist 1622 Guðrúnu Björns­dótt­ur, d. 1633. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Björn Bene­dikts­son, sýslumaður á Munkaþverá í Eyjaf­irði, og Elín Páls­dótt­ir, dótt­ir Staðar­hóls-Páls. Gísli og Guðrún áttu ekki börn, sem lifðu. Áður hafði Gísli átt laun­barn með Gróu Eyj­ólfs­dótt­ur, prests í Görðum á Akra­nesi, Arnþórs­son­ar, en það dó ungt.

 

Eft­ir­maður Gísla á bisk­ups­stóli var Brynj­ólf­ur Sveins­son sem fæddur var að Holti í Önundarfirði.

 

Gísli lést á Þing­völl­um 2. júlí 1638.
 

 

Brynjólfsdómkirkja í Skálholti.        Morgunblaðið mánudagurinn 2. júlí 2018.


 


Skráð af Menningar-Staður

 

02.07.2018 07:13

Bryggjuhátíð á Stokkseyri um næstu helgi

 

 

 

Bryggjuhátíð á Stokkseyri um næstu helgi

 

 

Bryggjuhátíð á Stokkseyri verður haldin dagana 6.–8. júlí 2018.

 

Hátíðin verður öll hin glæsilegasta þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Dagskráin hefst formlega á föstudagskvöldinu 6. júlí með brennu, söng og skemmtiatriðum á Bryggjunni. Laddi mætir með skemmtiatriði og Magnús Kjartan spilar undir bryggjusöng.

 

Á laugardeginum 7. júlí mun leikhópurinn Lotta sýna Gosa á sjopputúninu, andlitsmálning verður í boði, sem og leiktæki frá Hopp og Skopp. Von er á Krúserklúbbnum með glæsilega fornbíla og markaðsstemning verður í grunnskólanum.

 

Dagskrá lýkur á sunnudeginum 8. júlí að lokinni lopapeysumessu á bryggjunni.

 

Alla helgina verða vinnustofur listamanna, söfn og veitingastaðir opnir gestum. Lögð er áhersla á að skemmtiatriði og leiktæki séu án endurgjalds og því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og eyða stund í fallegu þorpi, taka þátt í dagskránni, upplifa fjöruna, náttúruna og mannlíf á Stokkseyri.

 

Allar frekari upplýsingar og dagskrárliði má finna á facebooksíðu hátíðarinnar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður