Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.10.2020 17:49

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson (1918 - 2007)

 

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, faðir hennar Jón Múli Árnason, útvarpsþulur, seinni maður Ragnheiðar Ástu. 
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.
 

 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.Skráð af Menningar-Bakki.

15.10.2020 20:44

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

  Úr myndasafninu...


 

             Á Eyrarbakkavelli.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki


 

12.10.2020 07:02

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 

 
 

 

 

Merkir Íslendingar – Páll Ísólfsson

 

 

Páll Ísólfsson fæddist  12. október 1893 í Símonarhúsi á Stokkseyri.

 

Páll  var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.

 

Til Reykjavíkur kom Páll árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni sem var frá Eyrarbakka.

 

Páll lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig í Þýskalandi (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

 

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

 

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

 


Trúlega er -Brennið þið vitar- þekktasta lag Páls Ísólfssonar. Það lag er í Alþingishátíðarkantögu Páls frá árinu 1930.

 


Páll Ísólfsson lést 23. nóvember 1974.

 

 


 


Skráð af Menningar-Bakki.

11.10.2020 08:20

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021

 

 

 

 

Umsóknir um dvöl í íbúð

 

fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021

 

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2021. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 2. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000. Nánari upplýsingar um fræðimannsíbúðir er að finna á vef Jónshúss.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó að jafnaði fjórar vikur. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Danmörku.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

 

1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.

2. Að umsókn sé vandlega unnin.

3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.

4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Vegna kringumstæðna njóta þeir forgangs sem hlutu úthlutun árið 2020 en gátu ekki nýtt dvöl vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og ferðatakmarkana.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í nóvember.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss og sendist, ásamt ferilskrá og nánari verkefnislýsingu, á netfangið jorundurk@althingi.is.

 

Ef umsókn sendist með bréfpósti skal hún merkt:

Jörundur Kristjánsson
"Umsókn um fræðimannsíbúð"
Skrifstofu Alþingis
101 Reykjavík

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

10.10.2020 09:41

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

  Úr myndasafninu...

 


         Hljómsveitin NilFisk á sviði         

 

            í Toftlund í Danmörku
Skráð af Menningar-Bakki

10.10.2020 08:28

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

   Úr myndasafninu...

 


  Eyrbekkingar á Bryggjuhátíð á Stokkseyri


 


Skráð af Menningar-Bakki

09.10.2020 19:57

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...  Frá -þorrablóti- Hrútavina á Stokkseyri

 

  fyrir rétt tæpum 20 árum


 

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.10.2020 18:08

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 

 

  Ólafur Auðunsson les glaður -Séð og jarmað-


 


Skráð af Menningar-Bakki

07.10.2020 21:04

Úr myndasafninu...

 


F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson

og Jóhann Vignir Vilbergsson. Ljósm.: BIB

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 


Hljómsveitin NilFisk á Draugabarnum á Stokkseyri

 

og árið er 2005
Skráð af Menningar-Bakki.

05.10.2020 21:19

Úr myndasafninu...


 

 

 

 


 Úr myndasafninu...


 

 

 Borgarafundur á Eyrarbakka fyrir um 15 árum

 Skráð af Menningar-Bakki.