Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.01.2021 20:12

---Úr myndasafninu---

 

 

 

 

---Úr myndasafninu---


 

                          Bryggju-Sviðið

                    á Stokkseyrarbryggju


 Skráð af Menningar-Bakki

13.01.2021 07:01

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

 

 

Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).

 

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

 

 

Hanni­bal fædd­ist í Fremri-Arn­ar­dal í Skutuls­firði 13. janúar 1903.

For­eldr­ar hans voru Valdi­mar Jóns­son, bóndi þar, og k.h. Elín Hanni­bals­dótt­ir.
 

Bróðir Hanni­bals var Finn­bogi Rút­ur, alþm. og banka­stjóri.
 

Eig­in­kona Hanni­bals var Sól­veig Ólafs­dótt­ir og urðu syn­ir þeirra landsþekkt­ir, þeir Arn­ór heim­speki­pró­fess­or, Ólaf­ur, rit­höf­und­ur og fyrrv. vþm., og Jón Bald­vin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokks­ins og sendi­herra.
 

Hanni­bal lauk prófi frá kenn­ara­skól­an­um í Jonstrup 1927. Hann var skóla­stjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrif­stofu­störf hjá Sam­vinnu­fé­lagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skóla­stjóri Gagn­fræðaskól­ans á Ísaf­irði 1938-54. Hann hóf af­skipti af verka­lýðsbar­áttu um 1930, var formaður Verka­lýðsfé­lags Álft­f­irðinga í tvö ár og Verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs á Ísaf­irði 1932-39, for­seti Alþýðusam­bands Vest­fjarða 1934-54 og for­seti ASÍ 1954-71, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveim­ur vinstri­stjórn­um, Her­manns Jónas­son­ar 1956-58 og Ólafs Jó­hann­es­son­ar 1971-73.
 

Hanni­bal fór á þing fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1946, var formaður flokks­ins 1952-54, klauf flokk­inn 1956 og gekk til kosn­inga­sam­starfs við Sósí­al­ista sem for­svarsmaður Mál­funda­fé­lags jafnaðarmanna und­ir nafni Alþýðubanda­lags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðubanda­lagið og stofnaði Sam­tök frjáls­lyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um 1971 og felldu Viðreisn­ar­stjórn­ina. Sam­tök Hanni­bals tóku þá þátt í nýrri vinstri­stjórn sem Hanni­bal rakst illa í enda bend­ir ým­is­legt til að hann hefði frem­ur kosið að fram­lengja Viðreisn­ar­stjórn með Alþýðuflokki og Sjálf­stæðis­flokki en að mynda nýja vinstri­stjórn. Hann lauk síðan stjórn­mála­ferl­in­um í gamla góða Alþýðuflokkn­um sem hann hafði ung­ur gefið hjarta sitt.
 

Hanni­bal lést 1. september 1991.Skráð af Menningar-Bakki.

13.01.2021 06:56

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Kaldalóns

 


Sigvaldi Kaldalóns (1881 - 1946).
 

 

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Kaldalóns

 

 

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu 13. janúar 1881,

sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur, ljósmóður Reykjavíkur um árabil.
 

Stefán var hálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.
 

Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann danskri og evrópskri tónlist og einnig eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.
 

Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns.
 

Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur.
 

Sigvaldi var sannkallað söngvatónskáld og er eitt vinsælasta tónskáld þjóðarinnar, fyrr og síðar.
 

Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganistunum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tónskáldi frá Eyrarbakka. 


Meðal þekktustu laga Sigvalda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarðsveinsins og Ég lít í anda liðna tíð.
 

 

Sigvaldi lést 28. júlí 1946.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

12.01.2021 21:27

---Úr myndasafninu---

 

 

 

 

 

 

---Úr myndasafninu---


 

                  Félagsgleði hjá Hrútavinafélaginu Örvari

                         í Íþróttahúsinu á Stokkseyri 

                                    og árið er 2011


 

 

Skráð af Menningar-Bakki

10.01.2021 09:10

Úr myndasafninu

 

 
 

 

 

 

---Úr myndasafninu---

 

 

 

Bítlafundur var hjá Vitringunum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

þann 10. janúar 2013.

 

Rúnar Eiríksson sagði m.a. frá ferð til Liverpool á Bítlaslóðir.

 

Fundargerðin er þessi:

 

Bítlakarl á Búðar-fund

blessar gamla tíma.

Liverpool um ljúfa stund

lífs míns besta víma.


 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.


 

09.01.2021 12:07

Úr myndasafninu

 

 

 

 

 

---Úr myndasafninu---


         

         F.v.: Haukur Jónsson, Guðni Ágústsson 

 

                        og Siggeir Ingólfsson.
 Skráð af Menningar-Bakki.

09.01.2021 09:39

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar (1917 - 1993)

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar 

 

 

Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
 

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
 

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
 

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
 

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
 

Hjörtur lést 14. janúar 1993.Skráð af Menningar-Bakki.

09.01.2021 09:09

Merkir Íslendingar - Hólmfríður Sigurðardóttir

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hólmfríður Sigurðardóttir

 

 

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist 9. janúar 1617 og var prófastsfrú í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.

Foreldrar hennar voru Sigurður Oddsson í Hróarsholti í Flóa, sonur Odds biskups Einarssonar, og kona hans Þórunn ríka Jónsdóttir, f. 1594, d. 1673. Sigurður drukknaði sama ár og Hólmfríður fæddist en móðir hennar giftist aftur Magnúsi Arasyni sýslumanni á Reykhólum og ólst Hólmfríður þar upp.

 

Hólmfríður giftist 1636 Jóni Arasyni prófasti í Vatnsfirði, sem var yngri bróðir Magnúsar stjúpföður hennar, og bjuggu þau í Vatnsfirði þar til Jón lést árið 1673. Þá flutti hún í Hóla í Hjaltadal til Ragnheiðar dóttur sinnar sem var biskupsfrú og síðar í Laufás til Helgu dóttur sinnar. Hólmfríður og Jón áttu níu börn.

 

Málverkið hér að ofan af Hólmfríði er eftir séra Jón Guðmundsson á Felli í Sléttuhlíð. Útskorni ramminn er eftir Illuga Jónsson í Nesi í Höfðahverfi. Talið er að Helga hafi látið mála málverkið í minningu móður sinnar.

 

Hólmfríður lést 25. apríl 1692. 
 Morgunblaðið laugardaginn 9. janúar 2021.

 

Sá enn frekar: Tíminn 21. janúar 1962
 

https://timarit.is/page/1048771#page/n8/mode/2up

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.01.2021 06:58

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 


Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 

 

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 en ólst upp á Teigi, son­ur Þór­ar­ins Stef­áns­son­ar, bónda þar, og Snjó­laug­ar Sig­urðardótt­ur.
 

Eig­in­kona Sig­urðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjó­laugu og Sven.
 

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla, fil.kand.-prófi í al­mennri jarðfræði, berg­fræði, landa­fræði og grasa­fræði frá Stokk­hólms­háskóla, og fil.lic.-prófi í landa­fræði og doktors­prófi þaðan 1944.

Þór­ar­inn var dós­ent í landa­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1944, vann að rann­sókn­um á Vatna­jökli sumr­in 1936-38 og í Þjórsár­dal 1939, sinnti rann­sókn­ar­störf­um í Svíþjóð og vann við rit­stjórn Bonniers Kon­versati­ons­l­ex­i­kon 1939-45, var kenn­ari við MR 1945-65, pró­fess­or í landa­fræði og for­stöðumaður landa­fræðideild­ar há­skól­ans í Stokk­hólmi 1950-51 og 1953 og pró­fess­or í jarðfræði og landa­fræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eld­fjall­a­rann­sókn­ir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyr­ir­lestra víða um heim.
 

Sig­urður var einn virt­asti vís­indamaður Íslend­inga. Hann gerði gjósku­lag­a­rann­sókn­ir að mik­il­væg­um þætti í forn­leifa­fræði. Skömmu eft­ir lát hans ákváðu Alþjóðasam­tök um eld­fjalla­fræði (IA­VCEI) að heiðra minn­ingu hans með því að kenna æðstu viður­kenn­ingu sína við hann. Hann var virk­ur nátt­úru­vernd­armaður, formaður Hins ís­lenska nátt­úru­fræðifé­lags, rit­stjóri Nátt­úru­fræðings­ins, starfaði í Jökla­rann­sókn­ar­fé­lag­inu, sat í stjórn Nor­rænu eld­fjalla­stöðvar­inn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­ráði, formaður Jarðfræðafé­lags­ins og for­seti Ferðafé­lags Íslands.

 

Sigurður var glaðsinna og prýðilega hag­mælt­ur, samdi fjölda vin­sælla söng­texta, svo sem;

Þórs­merk­ur­ljóð, Vor­kvöld í Reykja­vík og Að lífið sé skjálf­andi lítið gras.

Þá þýddi hann texta eft­ir Bellm­an, gaf út bók um hann og tók þátt í starf­semi Vísna­vina.
 

Sig­urður lést 8. febrúar 1983.
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

07.01.2021 06:46

Merkir Íslendingar - Binni í Gröf

 

 

Benóný Friðriksson (1904 - 1972).

 

 

Merkir Íslendingar – Binni í Gröf

 

 

Benóný Friðriksson, betur þekktur sem Binni í Gröf, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann var sonur Friðriks Benónýssonar formanns og Oddnýjar Benediktsdóttur húsfreyju en þau bjuggu í Gröf í Vestmannaeyjum.

 

Kona Binna var Sigríður Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og eignuðust þau átta börn.

 

Binni hóf að sækja sjó 12 ára að aldri, var formaður á sexæringi 15 ára gamall er hann reri með þremur félögum sínum, en var fyrstu vertíðar sínar á mb. Nansen og var þar formaður í forföllum formannsins, Jóhanns á Brekku. Hann var síðan formaður á mb. Gullu í þrjár vertíðir, formaður á bátnum Newcastle og var með mb. Gottu, mb. Heklu, mb. Gulltopp, es. Sævar, mb. Þór og mb. Andvara.

 

Eftir það á árinu 1954  keypti Binni mb. Gullborgu, ásamt Einari Sigurðssyni frá Heiði, og var með hana til 1970 og varð brátt landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim báti.

 

Binni var afburðasjómaður og einhver mesta aflakló sem fiskað hefur frá Vestmannaeyjum. Hann varð aflakóngur í Vestmannaeyjum 1954, hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir og náði síðan titlinum margoft eftir það. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með tíðum fréttum af aflabrögðum og aflaklóm.

 

Binni þótti góður skipstjórnarmaður en var kröfuharður við sjálfan sig og skipshöfn sína, enda hafði hann ávallt á að skipa samhentri og harðduglegri skipshöfn.

 

Binni þótti auk þess lipur knattspyrnumaður á sínum yngri árum, var einn stofnenda Týs, afburðafimleikamaður og hafði mikinn áhuga á lundaveiðum. Hann var auk þess áhugamaður um kveðskap, kunni ógrynni af lausavísum og kvaðst gjarnan á við félagana. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.

 

Binni féll í höfnina í Vestmannaeyjum á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 12. maí 1972.

 

Heimildarmyndin Hafið gaf og hafið tók var gerð um ævi og feril Binna.

 


Skráð af Menningar-Bakki.