Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

23.08.2016 10:20

Sameiginlegir framboðsfundir í Suðurkjördæmi

 

 

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 29. október 2016.

 

Sameiginlegir framboðsfundir í Suðurkjördæmi

 

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu í aðdraganda prófkjörsins, sem fer fram laugardaginn 10. september næstkomandi, standa fyrir sameiginlegum fundum með prófkjörsframbjóðendum.

 

Fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

Mánudaginn 29. ágúst kl. 12:00 á Hótel Dyrhólaey í Vík – súpufundur.
Mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Safnaðarheiminu Dynskálum 8 á Hellu.
Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00 í Ásgarði í Vestmannaeyjum.
Fimmtudaginn 1. september kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu Óðinsvé í Árborg.
Mánudaginn 5. september kl. 20:00 á Nesvöllum í Reykjanesbæ.

Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook


Skráð af Menningar-Staður

23.08.2016 07:40

Hrútadómar - Enn eitt karlavígið fallið

 

 

 

 

Íslandsmeistarinn þuklar og dæmir hrút á mótinu á helginni.

 

Hrútadómar - Enn eitt karlavígið fallið

 

Nýr Íslandsmeistari í hrútadómum var krýndur á Sauðfjársetri á Ströndum á helginni og var það jafnframt fyrsta konan sem vinnur þessa keppni.

Sigurvegari og þar með Íslandsmeistari í hrútadómum er Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum í Tungusveit á Ströndum.

Í öðru sæti varð Jón Jóhannsson úr Saurbæ í Dölum og jafnir í þriðja urðu Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík, Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi.

 

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigruðu mæðgurnar Íris Ingvarsdóttir, Fanney og Lóa, annar varð Halldór Már og í þriðja sæti voru Strandamennirnir og náttúrubarnateymið Ólöf Katrín Reynisdóttir, Marinó Helgi Sigurðsson og Þórey Dögg Ragnarsdóttir.

 

Jafnhliða hrútaþuklinu var dregið í líflambahappadrætti Sauðfjársetursins á hrútaþuklinu í gær. Vinningshafar voru allir á staðnum við útdráttinn að þessu sinni, en um 400 manns mættu á Íslandsmótið í hrútadómum. Elvar Stefánsson frá Bolungarvík vann kynbótahrút frá Mörtu og Magnúsi á Stað í Steingrímsfirði, Maríus Þorri Ólason úr Reykjavík vann kynbótahrút frá Guðbrandi á Smáhömrum, Óskar Torfason Drangsnesi fékk ásetningsgimbur frá Indriða á Skjaldfönn, Skagfirðingurinn Ólafur Sindrason vann forystulamb frá Gróustöðum. Loks urðu þau undur og stórmerki að Lára Hansdóttir á bænum Á á Skarðsströnd vann tvo vinninga, kynbótahrút frá Svanborgu og Karli á Kambi og gimbur frá Nicole og Guðjóni á Heydalsá.

 

Fleiri myndir af þessu skemmtilega móti má skoða hér


Af: www.bb.is


Skráð af Menningar-Staður

21.08.2016 07:05

-Skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar-

 

 

„Og skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar!“ hrópaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens

þegar hann hafði lokið söng sín­um á Tóna­flóði, tón­leik­um Rás­ar 2, á Arn­ar­hóli í gærkvöld.

 

-Skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar-

 

„Og skilið þið kvót­an­um aft­ur til þjóðar­inn­ar!“ hrópaði tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens þegar hann hafði lokið söng sín­um á Tóna­flóði, tón­leik­um Rás­ar 2, á Arn­ar­hóli í gærkvöld.

Hann hafði þá endað tón­leik­ana með loka­lag­inu Sum­arið er tím­inn.

Bubbi, sem fagnaði sex­tugsaf­mæli sínu fyrr í sum­ar, 6. júní, vakti mikla lukku á tón­leik­un­um í kvöld og tók alla sína helstu slag­ara.

Auk Bubba komu fram á tón­leik­un­um Glowie, rapp­ar­arn­ir Emm­sjé Gauti og fé­lag­ar hans í Úlfur Úlfur. For­ingi Fjalla­bræðra, Hall­dór Gunn­ar Páls­son, stýr­ir loka­atriðinu sem nefn­ist „Ljós­vík­ing­ar að vest­an“ en þar koma fram helstu tón­list­ar­menn Ísa­fjarðarbæj­ar.

Að tón­leik­um lokn­um, um ell­efu­leytið, var síðan blásið til flug­elda­sýn­ing­ar.


Af www.mbl.isSkráða f Menningar-Staður

19.08.2016 07:04

Íslandsmótið í hrútadómum á sunnudag

 

 

 

Íslandsmótið í hrútadómum á sunnudag

 

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður í Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, 21. ágúst, og hefst kl. 14. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum í hádeginu og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.

 

Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson á Hríshóli í Reykhólasveit og í þriðja sæti Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum (sjá nánar hér).

 

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi verður opnuð ný sýning í byjun september sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit.

 

Nú er annað árið sem Náttúrubarnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur. Yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur umsjón með verkefninu sem hefur tekist mjög vel.

 

Safnið verður opið alla daga kl. 10-18 út ágúst. Í haust er síðan stefnt að frekari viðburðum. Þá verða meðal annars þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október.

 

Nánari upplýsingar í síma 693-3474.

 

(Frá Sauðfjársetrinu á Ströndum).


Skráð af Menningar-Staður

18.08.2016 20:59

Halldóra Bjarnadóttir - Fædd 2. október 1918 - Dáin28. júlí 2016 - Minning

 

 

Halldóra Bjarnadóttir.

 

Halldóra Bjarnadóttir - Fædd 2. október 1918 -

Dáin 28. júlí 2016 - Minning 

 

Halldóra Ólafía Bjarnadóttir fæddist í Öndverðarnesi í Grímsnesi 2. október 1918. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 28. júlí 2016.

Foreldrar hennar voru Kristín Halldórsdóttir, f. 25.5. 1890, d. 7.8. 1984, og Bjarni Jónsson, f. 6.11. 1883, d. 22.12. 1926. Systkini Halldóru voru: Ragnar, f. 1909, d. 1977, Þórunn, f. 1913, d. 1949, Jón, f. 1915, d. 1950, Anna, f. 1920, d. 2011, Hjalti, f. 1922, d. 1970, Gunnar, f. 1924, d. 1980, Bjarni Kristinn, f. 1926, d. 1998, Unnur, f. 1927, d. 1982.

Halldóra giftist 31. maí 1941 Jóni Ingibergi Helgasyni frá Eyrarbakka, bifreiðasmið á Selfossi. Börn þeirra eru: 1)Kristín, f. 18.9. 1941, d. 17.4. 1942. 2) Erna Kristín, f. 30.1. 1943, gift Bjarnfinni Hjaltasyni, f. 23.12. 1939. Synir þeirra eru: Hjalti, f. 1963, Jón Ingi, f. 1965 og Birgir, f. 1967. 3) Bjarni, f. 25.2. 1945. Fyrri kona hans var Guðrún Jóhannsdóttir, f. 8.2. 1946. Seinni kona hans er Vilhelmína Þór , f. 6.8. 1946. Synir Bjarna og Guðrúnar eru: Jóhann Snorri, f. 1967, Jón Örvar, f. 1973, Halldór Snær, f. 1976, d. 2015. Halldóra á 15 barnabarnabörn, þar af eitt látið, og eitt barnabarnabarnabarn.

Halldóra ólst upp í Öndverðarnesi í Grímsnesi en bjó lengstan sinn aldur á Selfossi og starfaði í mjólkurbúð Mjólkurbús Flóamanna. Hún var virk í félagsmálum og var einn stofnfélaga Kvenfélags Selfoss og starfaði með því um ára bil.

 

Útför Halldóru var gerð frá Selfosskirkju í dag,  fimmtudaginn 18. ágúst 2016.

 

_______________________________________________________________________________


Minningarorð Bjarnheiðar Kristínar Guðmundsdóttur
 

Í dag er til moldar borin móðursystir mín Halldóra, sem er síðust níu barna Öndverðarneshjónanna Bjarna Jónssonar og Kristínar Halldórsdóttur til að kveðja þessa jarðvist. Dóra var tveimur árum eldri en Anna móðir mín og þær systur voru alla tíð mjög nánar.

Öndverðarnesheimilið var glaðvært myndarheimili mótað af persónu ömmu minnar og annarra heimilismanna og þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Dóra var aðeins átta ára þegar faðir hennar lést af slysförum. Með einstökum kjarki og dugnaði tókst ömmu að halda áfram að búa með börnum sínum sem voru vinnusöm og samhent. Í Öndverðarnesi var alltaf nóg að bíta og brenna og mikill menningarbragur á öllu.

Rúmlega tvítug gekk Dóra að eiga Jón Helgason frá Brennu á Eyrarbakka. Þau reistu heimili sitt, sem nefnt var Túnsberg, að Tryggvagötu 2 á Selfossi. Dóra og Jón voru einstaklega samhent hjón. Hann var bifreiðasmiður og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Hún annaðist heimilið og börnin samkvæmt siðvenju þess tíma, en vann síðan í mörg ár í verslun Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. Hann var hæglátur, afar hlýr í viðmóti og barngóður.

Hún var glaðlyndur dugnaðarforkur og naut þess að segja sögur og fara með bundið mál. Bæði voru þau nægjusöm, síiðjandi og höfðu gaman af því að búa til hluti og rækta garðinn sinn.

Þau voru líka útivistarfólk og ferðuðust mikið, einkum innanlands.

Fyrsta barn sitt, Kristínu, misstu þau af völdum alvarlegrar sýkingar þegar hún var aðeins sjö mánaða gömul. Það olli sári sem risti djúpt. Síðar fæddust Erna Kristín og Bjarni og færðu þau foreldrum sínum hamingju og fjölda myndarlegra afkomenda. Jón andaðist langt um aldur fram árið 1980 og var hans sárt saknað af öllu sínu fólki.

Minningar mínar um Dóru frænku vekja góðar tilfinningar. Túnsberg var okkur ættingjum hennar ætíð opið og þar var gott að koma bæði fyrir börn og fullorðna. Húsfreyjan reiddi fram kræsingar og sagði frá en bóndinn bauð börnum afsíðis að skoða eitthvað skemmtilegt sem hægt væri að nýta til leikja. Úti í náttúrunni kunni Dóra skil á örnefnum og heiti jurta.

Hún var sporlétt og flaug á fjöll eins og ung hind. Ég man hvað ég þrítug var móð við að reyna að hafa við henni í göngu á Búrfell. Samt var hún þá helmingi eldri en ég. Í áratug var ég búsett í Hreppunum. Þá var gott að eiga frænku á verslunarstaðnum Selfossi, koma við í mjólkurbúðinni eða heima hjá henni. Drekka kaffi og eiga saman gæðastund, skoða nýjustu vatnslitamyndirnar hennar eða jafnvel spila og gista.

Dóra náði hæstum aldri allra í Öndverðarnesfjölskyldunni. Síðustu árin dvaldi hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þar sem hún undi glöð þar til krafta þraut.

 

Ég og fjölskylda mín kveðjum Dóru frænku með þakklæti og óskum öllu hennar fólki blessunar um ókomin ár.

 

 

Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 18. ágúst 2016


Skráð af Menningar-Staður

14.08.2016 08:58

Ingunnarlundur í Hallskoti vígður 13. ágúst 2016

 
 

.

 

 

Ingunnarlundur í Hallskoti vígður 13. ágúst 2016Fjölmenni var í Hallskoti ofan Eyrarbakka í gær, laugardaginn 13. ágúst 2016, við vígslu Ingunnarlundar.

Það var Skógræktarfélag Eyrarbakka sem stóð fyrir þessu sem og öðru í hinu glæsilega svæði í Hallskoti.Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279898/

Nokkrar myndir
:

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður
 

11.08.2016 22:31

Frá Skógræktarfélagi Eyrarbakka

 


Frá Hallskoti ofan Eyrarbakka. Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.
 

 

Frá Skógræktarfélagi Eyrarbakka

 

Sæl verið þið kæru félagar.

 

Næstkomandi laugardag, 13. ágúst 2016, mun Garðyrkjufélag Íslands koma í heimsókn í Hallskot um kl:15:00 og eru um 50 mans í ferðinni.

Kristinn Þorsteinsson formaður félagsins hefur verið í sambandi við mig. Hann sendi út dagskrá til félagsmanna og stendur þar meðal annars:::

Þá verður farið á Eyrabakka, þorpið með langa fortíð og bjarta framtíð. Á Eyrabakka verður meðal annars farið í heimsókn til Halldóru Haraldsdóttur og Harðar Stefánssonar sem eru mörgum félagsmönnum að góðu kunn fyrir ræktun sína og margvísleg störf í þágu Garðyrkjufélagsins.

Rétt norðan við Eyrabakka á Eyrabakkamýri er Hallskot rúmlega 5 ha gróðurvin. Í Hallskoti ræktaði Ingunn Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur og öflugur félagi í Garðyrjufélaginu ásamt Jóni Sigurðssyni upp gróskumikinn trjáreit og má þar finna eitt stærsta og merkasta safn reynitrjáa á landinu. 
Reiturinn er núna í umsjón Skógræktarfélags Eyrarbakka.

 

Það væri gaman ef þið sæuð ykkur fært að kíkja við og hitta þessa snillinga. Við verðum með kaffi og kleinur.

 

Kveðja Geiri.
Siggeir IngólfssonSkráð af Menningar-Staður

08.08.2016 13:34

Menningar-Staður á myndbandi

 

 

 

Menningar-Staður á myndbandi
 


Sjá þessa slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=6sGlQJ_eD6g&feature=youtu.be

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.08.2016 06:44

Klukksýning í Bókasafni Árborgar

 

 

Þórður Grétar Árnason.

Fyrsta klukkan var keypt í Prag og er meðfylgjandi mynd af Þórði og þeirri klukku. 

 

Klukksýning í Bókasafni Árborgar

 

Þórður G. Árnason á Selfossi, frá Stokkseyri og tengdasonur Eyrarbakka, sýnir klukkur sínar í Bókasafni Árborgar á Sumar á Selfossi.

 

Sýningin opnaði miðvikudaginn 3. ágúst 2016 og verður opin yfir helgina.

 

Þórður byrjaði að safna klukkum árið 2001. Sú fyrsta var keypt í Prag en safnið telur nú orðið níu veggklukkur, þrjár borðklukkur og nokkrar vekjaraklukkur ásamt armbands- og vasaúrum. Einnig er Þórður með á sýningunni síma sem hann hefur notað í vinnunni sinni sem byggingameistari og hefst á bílasaíma frá árinu 1993.

 

Allir eru velkomnir á sýninguna að sjá gripi Þórðar.


ASf www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

06.08.2016 06:37

Bókauppboð fyrir almenning á Bókamarkaðnum á Selfossi

 

 

Bjarni  Harðarson.

 

Bókauppboð fyrir almenning á Bókamarkaðnum á Selfossi

 

Bókauppboð verður úi dag, laugardaginn 6. ágúst 2016, og ýmsar fleiri uppákomur eru í farvatninu hjá Bókamarkaðnum á Selfossi. Bókabæirnir austanfjalls og Bókakaffið á Selfossi hafa í júlímánuði staðið fyrir bókamarkaði í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Opnunartími hefur verið um helgar þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag. Tvær bókamarkaðshelgar erum framundan núna eftir verslunarmannahelgina. Bjarni Harðarson bóksali var spurður nánar út í bókauppboðið.

 

Bækur sem fólk er gjarnan að sýrja um


„Það sem við ætlum að gera er að halda bókauppboð laugardaginn 6. ágúst. Þetta er ekki hugsað sem bókauppboð á rándýrum gripum, þó við eigum svolítið af þeim eins og frá Hólaprenti og höfum aðgang að Skálholtsprenti og fleira í þeim dúr sem eru bækur oft upp á fleiri hundruð þúsund. Við erum meira að horfa í að þetta sé svona uppboð fyrir allan almenning. Þarna erum við að bjóða ýmislegt sem fólk er gjarnan að spyrja um, bækur eins og Íslenska sjávarhætti, bækur Laxness og bækur Þórbergs. Við verðum einnig með forvitnilega mola af ljóðabókum eins og Vísur Þuru í Garði, Vísur Guðfinnu á Hömrum og Reisubók Jóns Indíafara, svo fátt eitt sé nefnt. Við setjum lágmarkstölu á hverja bók því við erum ekki til í að þessar bækur fari á hundraðkall. Lágmarkið verður töluvert niður fyrir það sem kallað er gangverð á þessum bókum. Við verðum með um 100 númer þarna og í mörgum tilfellum erum við með lægsta boð 700 krónur. Við vonumst samt til að fá meira en það því þetta eru bækur sem eru verðmætari en það. Við erum samt viðbúin því að einhverjar bækur fara á þessum verðum. Þetta þarf að vera ávinningur eða happadrætti fyrir báða þ.e. uppboðshaldarann og þann sem kemur, að hann geti líka gengið út með bækur sem hann fær fyrir mjög lítið. Allt fer þetta eftir því hvað spenningurinn verður mikill og hver boðin verða,“ segir Bjarni.

 

Brósi uppboðshaldari


„Í fyrra vorum við með sýslumanninn sem uppboðshaldara en hún er upptekin núna. Við fengum mjög rómsterkan og skemmtilegan mann, Þorstein Þorsteinsson, Selfyssing og fyrrverandi kennara sem margir kannast við, til að vera uppboðshaldara. Við nánustu kunningjar hans köllum hann nú oft „Brósa“ þó hann sé nú ekki bróðir okkar allra. Við verðum þarna saman. Ég mun segja frá bókunum en hann er hinn formlegi uppboðshaldari og gætir að því að allt fari rétt fram.“

 

Skemmtileg ævintýrahöll


Að sögn Bjarna hefur Bókamarkaðurinn gengið mjög vel. Hann segir að gríðarleg sala hafi verið fyrstu helgina eins og við er að búast. „Kannski vorum við ekki alveg nógu skýr á því að þetta væri viðvarandi í sumar svoeinhverjir  héldu að þetta væri bara þessa einu helgi. Margir komu því fyrstu helgina og keyptu nóg fannst þeim. Þannig að það hefur verið til muna minna hinar helgarnar. Það hefur samt alltaf verið einhver viðskiptavinur inn á markaðnum þær helgar sem liðnar eru. Það hefur aldrei verið alveg tómt húsið þ.e. bara afgreiðslumaðurinn. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Leikhúsið er náttúrulega mikil ævintýrahöll og virkilega gaman að halda bókamarkað í þessu húsi. Það býður upp á mikla möguleika.“

 

Tvær helgar framundan


Tvær helgar eru framundan hjá Bókamarkaðnum, núna helgina 5.–7. ágúst og svo 12.–14. ágúst. Bjarni segir að þau muni verða með einhverjar uppákomur seinni helgina en of snemmt sé að segja frá núna í Dagskránni. Það verði dagskrá laugardaginn 13. og svo er síðasti söludagur sunnudagurinn 14. ágúst.

 

Nýjar og nýlegar bækur


Auk notaðra bóka eru á Bókamarkaðnum töluvert úrval af nýjum og nýlegum bókum á tilboði. Bjarni segir að þar hafi forlögin bæði sent þeim bækur í byrjun og síðan endurnýjað það sem hefur verið búið. „Ætli við séum ekki með um 300 titla af nýjum bókum. Það gildir það sama um þær og gömlu bækurnar, þær eru allar seldar á 500 krónur. Það eru dæmi um að þarna séu eins og tveggja ára gamlar bækur. Bókaútgáfa hjá forlögunum er mikið happadrætti og menn lenda mikið í því að prenta stundum allt of stórt upplag. Bókaforlögin hafa því verið til í að koma með okkur í þetta með því að losa sig við svolítið af þessum lagerum, þó að sumar af þessum bókum séu almennt á mun hærra verði í bókabúðunum. Þarna er hægt að ná þeim á fimmhundruð kall. Það er því hægt að gera mjög góð kaup á bókum sem kosta margar 2–3.000 kr. út úr bókabúð,“ segir Bjarni að lokum.


Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður