Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

17.03.2016 11:11

Tónleikaröð hefst í Gamla bíói í kvöld

 

Kiriyama Family.
 

Tónleikaröð hefst í Gamla bíói í kvöld

 

Tónlistarþátturinn Skúrinn á Rás 2 og Gamla bíó ætla að heiðra bílskúrsbandamenningu þjóðarinnar með tónleikaröð sem hefst í kvöld kl. 22.

„Tónleikarnir verða alls þrennir og hljómsveitirnar, sem koma fram í tónleikaröðinni, eiga það sameiginlegt að hafa flutt tónlist sína í tónlistarþættinum Skúrnum á Rás 2.

Skúrinn er grasrótartónlistarþáttur sem leikur tónlist eftir ungar og efnilegar íslenskar hljómsveitir.

Margar af hljómsveitunum, sem hafa leikið í Skúrnum, hafa síðar slegið í gegn. Þar á meðal eru hljómsveitirnar Ylja, Kiriyama Family og Sykur sem ætla að troða upp á þrennum tónleikum í Gamla bíói.

Á fyrstu tónleikunum í tónleikaröðinni leikur Ylja ásamt hljómsveitunum Par-Ðar og Kviku.

Kiriyama Family og Sykur leika síðan 7. apríl og 5. maí ásamt ungum og upprennandi hljómsveitum.

 

Allir tónleikarnir verða fluttir í beinni útsendingu á Rás 2.

 Kiriyama Family.Skráð af Menningar-Staður

17.03.2016 07:01

Grái herinn berst fyrir mannsæmandi kjörum og virðingu

 

 

 

Grái herinn berst fyrir mannsæmandi kjörum og virðingu

 

Vasklegur hópur eldri borgara hefur gengið fram fyrir skjöldu og stofnað Gráa herinn, baráttuhóp innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Og setti vitaskuld upp facebook-síðu til að vekja athygli á málstaðnum og skapa vettvang þar sem fólk getur komið skoðunum sínum á framfæri. Þar eru stefnuskránni gerð ítarleg skil, farið yfir markmið og leiðir og hvernig herinn hyggst beita sér í ýmsum málefnum sem snerta eldri borgara með beinum hætti, t.d. varðandi eftirlaun og lágmarkskröfur, atvinnutækifæri, húsnæðismál, skattaívilnanir, starfslok, virðingu og reisn. 

Í kaflanum Samstaða og aðgerðir segir: „Hagsmunamál eldri borgara hafa verið í brennidepli að undanförnu, þótt vissulega megi segja að hér sé um „eilífðarmál“ að ræða þar sem hvorki hefur gengið né rekið árum og áratugum saman. Stjórnmálaflokkar lofa bót og betrun, einkum fyrir kosningar, en minna hefur orðið úr efndum og þolinmæði margra því á þrotum.“ 

Í fararbroddi Gráa hersins eru Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona, Helgi Pétursson kontrabassaleikari, Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur og leikstjóri, Bryndís Hagan Tómasdóttir framkvæmdastjóri og Sveinn Guð- jónsson blaðamaður á eftirlaunum, auk Þórunnar Sveinbjörnsdóttur formanns FEB og Gísla Jafetssonar framkvæmdastjóra FEB. 

Á facebook-síðunni kemur fram að aðgerðahópurinn gerir sér ljóst að erfitt verður að þoka málum áleiðis nema til komi víðtæk samstaða eldri borgara. Mikilvægt sé því að hvetja eldra fólk til dáða og gera því grein fyrir réttarstöðu sinni og jafnframt samtakamætti. „Eldra fólk getur að vísu ekki nýtt sér verkfallsrétt til að ná fram kjarabótum, en það hefur kosningarétt og getur beitt atkvæðinu ef stjórnvöld fara út af sporinu og bera hagsmuni eldri borgara fyrir borð. Stofnun stjórnmálaflokks eldri borgara gæti þó reynst enn áhrifaríkari.“ 

Ekkert mun þó vera ákveðið um stofnun slíks flokks, en baráttuhópurinn er sannfærður um að með samstilltu átaki megi koma miklu til leið- ar til hagsbóta fyrir alla þá sem nú eru komnir á efri ár og þá sem á eftir koma. „Áhyggjulaust ævikvöld“ á ekki að vera innantómt slagorð heldur íslenskur veruleiki,“ segir ennfremur á facebook-síðu Gráa hersins.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 16. mars 2016

 Skráð af Menningar-Staður

16.03.2016 20:16

Gvendardagur er 16. mars

 


Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 40 ára í dag og heitir nú Stefnir ÍS 28..

Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Gvendardagur er 16. mars

 

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.
 

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.

Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.

 

Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976. Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.

Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði og er 40 ára í dag - 16. mars 2016.

 

Nafnið Hjálmur var samþykkt á stofnfundi Hjálms hf. eftir tillögu Eysteins G. Gíslasonar fyrrum kennara á Flateyri. Í greinargerð með tillögu sinni benti Eysteinn á að “Hjálmur” væri vörn mikilvægasta líkamshlutarins og fyrirtæki sem þetta væri slíkt hið sama fyrir byggðarlag eins og Flateyri og Önundarfjörð. Fyrir væru nöfn félaga á Flateyri í sama dúr svo sem “Verkalýðsfélagið Skjöldur” og “Kvenfélagið Brynja.” Þessi tillaga var samþykkt með lófaklappi þó ágæt tillaga að öðru nafn hafi legið fyrir stofnfundinum í upphafi frá fundarboðendum.
 

 
 


Skráð af Menningar-Staður

16.03.2016 06:32

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka haldinn í Rauða Húsinu þann 17. febrúar 2016.

 

Frá Hallskoti sl. sumar.

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarbakka

haldinn í Rauða Húsinu þann 17. febrúar 2016

 

Fundurinn hófst á því að  Ingólfur Hjálmarsson formaður setti fundinn.

 

Þar næst var kosinn fundarstjóri og var  einróma samþykkt af fundargestum að  Jón Friðrik Mattíasson skipaði það sæti.

 

Þessu næst las formaður, Ingólfur Hjálmarsson,skýrslu stjórnar sem hér birtist óbreytt.

 

Kæru fundargestir!

Skógræktarfélag Eyrabakka var stofnað 26 maí 2015 og eru félagsmenn orðnir 61.

Störf félagsmanna voru í fyrstu hreinsun á rusli, og fór mikil vinna í að fjalægja það, þar á meðal var stærra gróðurhúsið. Farið var í að girða austur enda svæðisins og gera þar með svæðið fjárhelt en fram að því höfðu nokkrar rollur með lömbum haldið til á svæðinu. Einnig var farið í viðhald á húsnæði og má segja að bústaðurinn hafi fengið algjöra andlitslyftingu svo sem: nýtt gler, gólfefni og málun að innan sem utan.  Flaggstöng var sett upp, merki félagsins var hannað, þá var útbúinn fáni félagsins sem hægt er að draga að húni við ýmis tækifæri. Bragginn var tæmdur af rusli og gerður vindheldur.

Gróðursettar  hafa verið um 600 plöntur (pottaplöntur) og teknar afklippur af trjám og runnum og eru til um 200 stikklingar í pottum fyrir áframhaldandi gróðursettningu.

Félagasamtök hafa heimsótt Hallskot og fengið leiðsögn um svæðið. Þar á meðal er Rótarý, Starfsmannafélag áhaldahúss Árborgar, Skógræktarfélag Hveragerðis og fl. Þá hafa komið hópar ferðamanna til að gróðursetja, hafa þeir verið á vegum Jóns í Nýhöfn. En hann mun kynna það verkefni hér á eftir.

Í tilefni 30 ára  kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur fékk félagið þrjár birkihríslur (emblu) til gróðursetningar.

Sveitarfélagið sá um að slá opnar flatir, skaffa ruslagáma og stækka bílaplanið.

Samstarfsamningur á milli sveitarfélagsins og skógræktarfélagsins var undirritaður á degi náttúrunnar upp í Hallskoti þann 16 september. Uppskeruhátíð var síðan haldin þann 17 október fyrir félagsmenn sem heppnaðist mjög vel.

Hér er stiklað á stóru og verður svona upptalningu aldrei gerð full skil.

Margir gáfu meira en vinnu sína eða afnot af tækjum og er þeim þakkað það. 

 

 

 Þá las Hallgrímur Jónsson gjaldkeri ársreikninga Skógræktarfélagsins sem eru á þessa leið:

 

            Tekjur:                                                           

            Félagsgjöld                                                    38.673 kr.

            HL Adventure (Jón í Nýhöfn)                       45.000 kr.

            Starfsmannafélag áhaldahúss Árborgar         10.000 kr.

            Vetrarleiga undir dráttarvél                           20.000 kr

            Framkvæmdarstyrkur frá Árborg                154.796 kr.

            Samtals:                                                       268.469 kr.

 

            Útgjöld:

            Hallskotshátíð                                                  42.707 kr.

            Framkvæmdir í Hallskoti                               154.796 kr.

            Ritföng                                                              2.638 kr.

            Samtals:                                                         200.141 kr.     

 

            Tekjuafgangur í janúar 2016                          68.328 kr.

 

Hallgrímur minnti félagsmenn á að borga félagsgjöldin en  reiknisnúmerið  er:

            586-14-403403

            kt: 590615-0480

.

 

Framkvæmdaráætlun 2016 – Tillaga stjórnar.

1.Áburðarkaup                                                             50.000 kr

2.viðhald girðinga og færsla á girðingum                     60.000 kr       

3.Göngustígagerð                                                         60.000 kr

4.Viðhald á gróðurhúsi                                                 30.000 kr

5.Viðhald á bragga                                                       90.000 kr

6.Rafstöð                                                                      45.000 kr

7.Kynningar og fræðsluefni/söguskilti                      100.000 kr       

8.Salernisaðstaða                                                     1.000.000 kr

9.Uppsetning á skilti skógræktar                                  10.000 kr

10.Gróðursetning                                                      ?

11.Hallskotshátíð                                                           40.000 kr

            Samtals:                                                                1.485.000 kr

 

Næst var rædd tillaga að fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárhagsáætlunin fyrir 2016 skoðuð.

Siggeir tók til máls og sagði frá hvað væri á döfinni, t.d. að unnið værið að skipulagningu á svæðinu, göngustígum, plægja land fyrir gróðursetningu, göngubrú og fl. Sagðist hann hafa átt  fund með Ingunni Óskarsdóttir sem upphaflega byrjaði að gróðursetja í Hallskoti ásamt sambýlismanni sínum Jóni.  Sagði hún frá því hvernig hún sæi framtíðarskipulag fyrir sér og t.d. að útbúa völundarhús. Var ákveðið að nýta sér hugmyndir hennar enda þær framkvæmdir sem  unnar hafa verið á svæðinu undanfarin ár ómetanlegar. Ennfremur kom Siggeir inn á vatnabúskapinn í Hallskoti, gamall brunnur er á staðnum ásamt uppsprettu í einum skurðinum en mikill mýrarrauði í vatninu.

 

Eggert Guðmundsson tók til máls og útlistaði samninginn við Árborg. Sagðist hann halda að það sem ekki væri tekið fram í samningum þyrfti að sækja um sérstaklega þ.e. ef félagið hyggðist fara í aðrar framkvæmdir en teknar væru fram í samningnum þyrfti að fá leyfi frá sveitarfélaginu.

Félagsgjaldið var 1000 kr fyrsta starfsárið 2015 og lagði stjórnin til að hækka það í 1500 kr. Fundargestum þótti það of lág upphæð og lagði til að árgjaldið yrði 2500 kr og var það samþykkt. Reyndar vildu sumir fundargestir hækka það í 5000 kr en þótti það of mikið ekki síst þar sem heilu fjölskyldurnar eru félagsmenn.

 

Siggeir kom með þær ánægjulegu fréttir að félaginu stæði til boða lítið hús/skúr sem hægt væri að nýta sem salerni. Húsið var áður nýtt sem leikfangageymsla fyrir útileikföng á leikskólanum Brimver.  Var mikil ánæga var með þessa frétt.

 

Kosning stjórnar fór næst fram og þar sem ekkert mótframboð kom og engin stjórnarmeðlimur sagði af sér var ákveðið samhljóða að gamla stjórnin sæti óbreytt árið 2016. en stjórnina skipa:

Ingólfur Hjálmarsson formaður

Hallgrímur Jónsson gjaldkeri

Súsanna Torfadóttir ritari

Guðlaug Einarsdóttir og Siggeir Ingólfsson meðstjórnendur. Guðlaug og Súsanna ákváðu að hafa hlutverkaskipti í stjórninni þannig að nú er Guðlaug ritari.

 

Nú var komið að kaffiveitingum og afhendingu á félagsskírteinum ásamt því að skoða afstöðumynd af Hallskoti

 

Undir liðnum önnur mál var komið að  Jóni í Nýhöfn að kynna sitt fyrirtæki HL Adventure og hvernig það tengist  Skógræktarfélagi Eyrarbakka. Á hans vegum koma margir fyrirtækjahópar til landsins og leitast þeir við að finna frið og næði á Íslandi og þar kemur að gróðursetningunni. Gestirnir borga fyrir að fá að gróðursetja og sér Jón fyrir sér fullt af tækifærum fyrir ferðaþjónustuaðila á þeim vetfangi. Sagði hann nokkrar lífsreynslusögur fólks sem hefur verið á hans vegum hér. t.d. að hér hefði komið maður með dóttur sína og bara það að fá heimabakkelsi hefði vakið mikla hrifningu.  Jón segist sjá það fyrir sér að ferðaþjónustan geti fjármagnað skógræktarfélagið að hluta til.  Hann og kona hans vilja styrkja félagið um 1 milljón króna og dreyfist það á þrjú ár. Ástæðan fyrir því að hann leggur þetta til er sú að það komi fyrirtæki hans sér mjög vel að geta boðið ferðamönnunum upp á gróðursetningu og fleira.

 

Ákveðið var að Skógræktarfélag Eyrarbakka gæfi út fréttabréf  fyrir félagsmenn og íbúa Eyrarbakka þar sem starf félagsins yrði útlistað og ýmislegt fleira.

 

Að lokum kynnti Guðlaug samninginn sem Bæjarstjórn Árborgar gerði við Skógræktarfélag Eyrarbakka sl haust.

 

Á fundinn mættu 25 manns.

 

            Eyrarbakka 18. febrúar 2016

            Súsanna Björk Torfadóttir ritari.

 

Frá Hallskoti sl. sumar.

.

.

.

 

.Skráð af Menningar-Staður


 

14.03.2016 17:34

Eyrarbakkahvalurinn 14. mars 2016

 

.

 

Eyrarbakkahvalurinn 14. mars 2016

 

Myndasafn á Menningar-Stað með 18 myndum af Eyrarbakkahvalnum.


Myndirnar eru teknar rétt austan við Ránargund á Eyrarbakka 14. mars 2016.Sjá albúm á þessari slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277659/

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

14.03.2016 15:09

Alþýðuhúisið á Eyrarbakka 14. mars 2016

 

 

F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Ingvar Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson.


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Alþýðuhúisið á Eyrarbakka 14. mars 2016

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

14.03.2016 10:03

Marsvín rak á land við Gamla-Hraun

 

Hilda Karen Ómarsdóttir skoðar marsvínið í fjörunni við Gamla-Hraun.

Ljósm.: sunnlenska.is/Ómar Vignir Helgason

 

Marsvín rak á land við Gamla-Hraun

 

Sjórekið marsvín fannst um helgina í fjörunni fyrir neðan Gamla-Hraun, austan við Eyrarbakka. Marsvínið er um fjögurra metra langt og hátt í tvö tonn að þyngd.

Marsvín, eða grindhvalur, er mjög algengur hér við land á sumrin en heldur til á úthöfum yfir vetrartímann en fylgir svo smokkfiskum upp að landgrunninu á sumrin.

Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, skoðaði myndirnar sem fylgja þessari frétt og staðfesti að um grindhval væri að ræða.

„Það er ekki óalgengt að grindhvali reki hér á land, en þó eru ekki nema 1-2 tilvik á ári sem við fréttum af. Stundum ganga þeir þó á land í stórum vöðum sem geta skipt hundruðum eins og kunnugt er, og Færeyingar kunna að nýta sér það,“ segir Gísli.

Ekki er ljóst á þessari stundu hver afdrif marsvínsins við Gamla-Hraun verða, en Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um hvernig staðið er að förgun hvalhræja.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

13.03.2016 21:06

Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp

 

Frá leikskóla í Árborg.

Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar sagt upp

 
Sex skúringakonum á leikskólum Árborgar með samtals 83 ára starfsreynslu hjá sveitarfélaginu hefur verið sagt upp núverandi greiðslufyrirkomulagi. Þær eru beðnar um að svara því fyrir lok mánaðar hvort þær vilji halda áfram störfum.

 

 
Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf.
Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf.

„Ég er að sjálfsögðu mjög ósátt eins og við allar erum,“ segir Helga Dóra Gunnarsdóttir, ein þeirra sex sem fengu uppsagnarbréf. „Við boðuðum til fundar með stéttarfélagi okkar á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem fulltrúar Árborgar mættu og var skorað á þau að draga þessar breytingar til baka.“

Helga Dóra segir hljóðið í skúringakonunum mjög slæmt.

„Það er hreinlega verið að valta yfir okkur,“ segir hún. „Allt konur í láglaunastétt og það á að skerða laun okkar svo um munar, um helming eða meira. Ekki voru launin há fyrir. Þetta er aðalstarf hjá okkur flestum og setur því mikið strik í reikninginn.“

Hún á ekki von á því að konurnar vilji ráða sig aftur til sveitarfélagsins ef ákvörðuninni verður haldið til streitu. Hún segist óttast það að þrifin verði verri á leikskólunum þar sem tíminn sem búið er að áætla að það taki konurnar að þrífa sé engan veginn nægur.

 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

„Við erum að gera þær breytingar á greiðslum fyrir ræstingar að fara yfir í kerfi sem átti skv. kjarasamningi að taka upp í maí 2014, þar er kveðið á um að greitt skuli skv. uppmælingu fyrir ræstingar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar. 

„Breytingin hefur í för með sér talsverðan sparnað fyrir sveitarfélagið vegna þess að greiðslur skv. eldra kerfi hafa verið hærri en skv. uppmælingunni. Í hagræðingaraðgerðum var leitað leiða til að draga úr rekstrarkostnaði á þeim sviðum sem ekki myndi skerða þjónustu við íbúa og er þetta ein þeirra leiða, auk þessa er nú verið að hagræða í innkaupum á matvöru fyrir mötuneyti sveitarfélagsins með samræmingu matseðla og hráefniskaupa og unnið að útboðum á ýmsum þjónustuþáttum.“

Ásta segir þá spurningu hafa komið upp hvort ekki hefði mátt lækka laun stjórnenda. Hún segir að Árborg hafi lækkað laun stjórnenda árið 2008 og sú lækkun ekki gengið til baka.

„Á árinu 2010 var stöðugildum stjórnenda síðan fækkað verulega þannig að álag á þann hóp hefur heldur aukist jafnframt því sem laun hafa lækkað,“ segir Ásta.


Af www.visir.is

Skráð af Menningar-Staður

13.03.2016 06:53

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

Selfosskirkja er 60 ára.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Dagskrá afmælisviku í Selfosskirkju

 

Sunnudagur 13. mars

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Barna- og unglingakórar Selfosskirkju syngja, fram kemur einnig rythmiskur samspilshópur úr Tónlistarskóla Árnesinga, kennari þeirra er Vignir Ólafsson

Eftir messuna verður opnuð sýning á munum í eigu kirkjunnar og tengjast sögu hennar.

 

Kvöldmessa kl. 20:00.  Um tónlistina sjá feðgar ættaðir frá Selfossi, það eru þeir Arngrímur Fannar Haraldsson og Haraldur Fannar Arngrímsson og verður þetta í fyrsta sinn sem þeir leika opinberlega saman.

 

Mánudagur 14. mars

Söguganga um kirkjugarðinn og kirkjuna.  Leiðsögumenn eru Sigurjón Erlingsson og Valdimar Bragason.  Mæting við kirkjuna kl. 17:00.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Þriðjudagur 15. mars

Skemmtikvöld Æskulýðsfélagsins, Kærleiksbjarnanna.  Skemmtileg samvera þar sem fram koma:  Hámenningin, Hrafnhildur Hanna handboltakona, Björgvin Karl Cross-Fit kappi og Sælan með Draumlandið o.fl.  Nýbakaðar vöfflur og kakó í boði sem prestarnir sjá um að baka.

Samveran hefst kl. 19:30.

 

Miðvikudagur 16. mars

Samvera og málþing í Selfosskirkju um prestshjónin Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur kl. 20:00.

Framsögu hafa:

Gissur Sigurðsson

Gunnlaugur A. Jónsson

Óli Þ. Guðbjartsson

Gissur Páll Gissurarson syngur.

Kaffisopi í safnaðarheimilinu í hléi.

 

Fimmtudagur 17. mars

Kvenfélag Selfosskirkju heldur upp á 50 ára afmæli sitt og býður öllum eldri borgurum í Árborg til kaffisamsætis í Hótel Selfoss.  Þar koma fram Systurnar frá Byggðarhorni og Unglinga- og barnakór Selfosskirkju.  Samveran hefst kl. 14:00.

 

Föstudagur 18. mars

Föstuhádegi kl. 12:00 í Selfosskirkju.  Einsöng syngur Halla Marinósdóttir.  Fiskur í safnaðarheimilinu á eftir.

 

,,Þessi kór er alin upp við Ölfusá.“  Endurfundir fyrrum og núverandi félaga í Unglingakór Selfosskirkju.  Endurfundirnir hefjast kl. 20:00 í Selfosskirkju þar sem fyrrum kórfélagar syngja.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Laugardagur 19. mars

Kirkjukórinn heldur upp á 70 ára afmæli sitt.  Tónleikar í Selfosskirkju kl. 16:00.  Með þeim koma einnig fram Kirkjukór Hveragerðiskirkju og Þorlákshafnar, Kirkjukór Villingaholts- og Hraungerðiskirkju og Unglingakór Selfosskirkju.  Einsöngvari Halla Dröfn Jónsdóttir

 

Sunnudagur 20. mars

Hátíðarmessa kl. 14:00.  Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari á samt Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasti.  Kirkjukórinn og Unglinakórinn syngja, organisti Edit A. Molnár

Kirkjukaffi í Hótel Selfoss eftir messuna.


Af: www.selfosskirkja.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

12.03.2016 20:19

100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins

 

 

 

100 ár frá stofnun Alþýðusambands Íslands

og Alþýðuflokksins

 

12. mars 1916 komu tuttugu fulltrúar frá sjö verkalýðsfélögum í Reykjavík og Hafnarfirði saman í Bárubúð í Reykjavík til að stofna samband félaganna sem um leið var stjórnmálaflokkur jafnaðarmanna, Alþýðuflokkurinn. Félögin sem stóðu að stofnun sambandsins voru Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Hásetafélag Reykjavíkur, Hið íslenska prentarafélag, Bókbindarafélag Íslands, Verkamannafélagð Hlíf og Hásetafélag Hafnarfjarðar. Meðlimir félaganna voru um 1500 á þessum tíma. Árið 1917 gekk Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði í sambandið.

Árið 1940 var lögum ASÍ breytt og Alþýðuflokkurinn skilinn frá sambandinu til að mynda breiða samstöðu vinnandi manna hvar í flokki sem þeir stæðu. Öll alþýðuflokksfélög gengu úr ASÍ, sem eftir það varð eingöngu verkalýðssamband. Alþýðusamband Íslands er stærsta fjöldahreyfing launafólks á landinu. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um réttindi þeirra. Félagsmenn í ASÍ eru um hundrað þúsund í 5 landssamböndum og 51 aðildarfélögum um land allt. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og réttindi.

Fyrstu stjórn Alþýðusambandsins skipuðu Ottó N. Þorláksson forseti, Ólafur Friðriksson varaforseti og Jón Baldvinsson ritari. Haustið 1916 var Jón Baldvinsson prentari kosinn forseti ASÍ og um leið formaður Alþýðuflokksins. Gegndi hann því embætti allt til dauðadags árið 1938. Jón Baldvinsson var Vestirðingur, fæddur og uppalinn á Strandseljum í Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi. Hann komst ungur í prentnám við prentsmiðju Þjóðviljans unga sem Skúli Thoroddsen alþingismaður gaf út á Ísafirði. Þegar Skúli flutti búferlum til Bessastaða og síðar Reykjavíkur með fjölskyldu, blað og prentsmiðju fylgdi Jón Baldvinsson með. Jón var kosinn á Alþingi árið 1920 og var eini þingmaður Alþýðuflokksins á þeim tíma. Hann var framkvæmdastjóri Alþýðubrauðgerðarinnar í Reykjavík frá árinu 1918.

Fjórir forsetar Alþýðusambands Íslands hafa verið Vestfirðingar. Auk Jóns Baldvinssonar eru það Helgi Hannesson frá Dynjanda í Jökulfjörðum, síðar kennari á Ísafirði og formaður Verkamannafélagsins Baldurs á Ísafirði. Hann var forseti ASÍ 1948-1954. Þá tók við Hannibal Valdimarsson kennari, formaður Baldurs og forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Hann var forseti ASÍ lengst allra fyrir utan Jón Baldvinsson, frá 1954-1971. Loks má nefna að Benedikt Davíðsson trésmiður varð forseti ASÍ árið 1988, en hann var fæddur og uppalinn á Patreksfirði.

Af: www.skutull.is


Skráð af Menningar-Staður