Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.12.2018 17:47

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

7. desember 1879 -

Jón Sigurðsson forseti lést

 

Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn,  68 ára, þann 7. desember 1879.Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.
 

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.
 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.
 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður

06.12.2018 21:51

Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:

 

 

 

 

       Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:


       
       
Vestfjarðabækurnar 2018Skráð af Menningar-Staður

06.12.2018 06:37

Upplestur í Bókakaffinu 6. des. 2018

 

 

 

 

Upplestur í Bókakaffinu

 

   6. desember 2018

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

05.12.2018 07:08

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

 

 

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

á Stað miðvikudaginn 5. desember 2018

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

05.12.2018 07:01

"Hefði sjálf viljað lesa þessa bók sem unglingur"

 

 

Erna Kristín Stefánsdóttir.

 

„Hefði sjálf viljað lesa þessa bók sem unglingur“

 

Nýverið kom út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Selfyssinginn Ernu Kristínu Stefánsdóttur.

 

„Bókin er um jákvæða líkamsímynd. Ég myndi segja þetta vera hvatningarbók fyrir konur,“ segir Erna Kristín í samtali við sunnlenska.is

 

„Ég hef sjálf glímt við neikvæða líkamsímynd og búlimíu lengi og fékk í raun bara alveg nóg af þessum niðurrifum frá mér sjálfri alla daga. Ég fékk kvíðakast í fyrra sumar og ákvað að snúa blaðinu við að alvöru og byrjaði að iðka jákvæða líkamsímynd og sjálfsást af fullum krafti. Það hjálpaði mér einstaklega mikið og er ég komin á þann stað í dag sem ég óska öllum að komast á og þess vegna varð þessi bók til,“ segir Erna Kristín.

 

Aldrei of seint að byrja að elska líkamann sinn


„Ég tileinka konum bókina. Ég myndi þó samt segja þetta góðan lestur fyrir alla. Hvað varðar aldurshóp þá myndi ég segja að því fyrr því betra. Sjálf hefði ég viljað lesa þessa bók sem unglingur og einnig vil ég taka fram að það er aldrei of seint að byrja elska líkama sinn eins og hann er hér og nú,“ segir Erna Kristín.

 

Að sögn Ernu Kristínar gekk vel að vinna bókina. „Ég myndi segja að ég hafi verið löngu búin að skrifa hana, bæði í gegnum alls konar kvíðaköst, niðurrif og einmitt í gegnum mín fyrstu skref í self love ferðalaginu. Einnig er að finna mikið af ljósmyndum af konum af alls konar stærðum og gerðum. Reynslusögur og gagnlega punkta í átt að jákvæðri líkamsímynd,“ segir Erna Kristín.

 

Tilraun til að fella niður óraunhæfar staðalímyndir


Fullkomlega ófullkomin er fyrsta bók Ernu Kristínar. „Bókin er heiðarleg tilraun til þess að fella niður óraunhæfar staðalímyndir og gefa konum meira rými til þess að læra elska sjálfan sig og líkama sinn eins og hann er í dag,“ segir Erna Kristín og bætir því við að það sé aldrei að vita nema að hún gefi út aðra bók sem þessa.

 

„Bókin fæst í Lindex og Hagkaup á Selfossi. Fólk getur fylgst með mér á Snappinu eða Instagram undir Ernuland en þar tala ég mikið um jákvæða líkamsímynd sem hefur vakið góð áhrif. Svo minni ég á Facebook hópinn Jákvæð líkamsímynd en hann er algjör snilld,“ segir Erna Kristín að lokum.
 

 

 

F.v.: Embla Rún, Víðir Björns­son og Erna Krist­ín Stef­áns­dótt­ir. 

Ljósm.:mbl.is/?Elsa Katrín Ólafs­dótt­ir


sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.12.2018 06:22

4. desmber 2018 - 157 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

Image result for hannes hafstein

Hannes Hafstein ( 1861 - 1922).

 

4. desmber 2018 -

157 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.
 

 

For.: 
Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir. 


Kona.

(15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar. 
Börn: 
Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.      Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890—1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896—1904. Skip. 31. jan. 1904 ráðherra Íslands frá 1. febr. að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909—1912. Skip. 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.      Endurskoðandi Landsbankans 1890—1896. Átti sæti í millilandanefndinni 1907, varaformaður hennar og formaður íslenska hlutans. Skip. 1911 í mþn. um rannsókn á fjármálum landsins og í aðra um skattamál, skip. 1914 í velferðarnefnd. Foringi Heimastjórnarflokksins 1901—1912.      Alþm. Ísf. 1900—1901, alþm. Eyf. 1903—1915, landsk. alþm. 1916—1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjfl., Sambfl., Heimastjfl.).
      Ráðherra Íslands 1904—1909 og 1912—1914.
      Forseti Sþ. 1912.      Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum.   

    

Ritstjóri: Verðandi (1882).
 Skráð af Menningar-Staður.

03.12.2018 06:47

Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugsson frá Hofsárkoti í Svarfaðardal

 

 

 

 

Fiskur að handan

eftir Sigvalda Gunnlaugsson frá Hofsárkoti í Svarfaðardal

 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

 

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugsson. Hann var fæddur og uppalinn í Hofsárkoti í Svarfaðardal. Var bóndi á þeim bæ í rösk þrjátíu ár og vann þar enn kominn á áttræðisaldur. 

 

   Í skóla á Laugum, hjá Arnóri skólasjóra, kviknaði áhugi til skrifta, um fólkið í landinu og örlög þess. Brauðstrit búskaparára olli því að fátt varð um skriftir um langan aldur. En þegar ellin færðist yfir og hans var ekki lengur þörf í fjósi, hóf Sigvaldi að rita minningar frá atburðum æsku sinnar og frásögnir af viðburðum á langri ævi. 

 

   Bókin er samstarfsverkefni Vestfirska forlagsins og systkinanna frá Hofsárkoti. Hún er prentuð í Ásprenti á Akureyri.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.12.2018 09:18

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 2. des. 2018

 

 

 

 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 2. des. 2018

 

 

Í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka


sunnudaginn 2. desember 2018 kl. 14:00 - 17:00
 

 


Skráð af Menningar-Staður
 

02.12.2018 09:09

Skáldastund, jólasýning og músastigar í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka

 

 

 

Skáldastund, jólasýning og músastigar

í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka

 

Á safninu byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins.

Sunnudaginn 2. desember 2018 býður safnið gesti velkomna.

Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta, músastigasmiðja verður í Kirkjubæ og í stássstofu  má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum.

 

Þetta árið koma fram:

 

Bjarni M. Bjarnason með skáldsöguna Læknishúsið,

Gerður Kristný með ljóðabókinni Sálumessa,

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sem ritaði sögu Skúla fógeta,

Lilja Sigurðardóttir með glæpasöguna Svik

og  Guðmundur Brynjólfsson með glæpasöguna Eitraða barnið.

 

Þarna fá gestir brot af ólíkum skáldskap. Eyrarbakki er sögusviðið í bókum Guðmundar og Bjarna. Lilja hefur getið sér gott orð sem spennusagnarhöfundur og Þórunn þekkt fyrir að tvinna listlega saman sagnfræði og skáldskap. Gerður Kristný er svo eitt okkar fremsta ljóðskáld. Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu.

 

Opin vinnusmiðja verður í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ og er ætlunin að fylla litla kotið af músastiga.

Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur.

Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 13-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.00

 

Byggðasafnið verður með fjölbreytta jóladagskrá og séropnunum á aðventu þar sem verður opið þrjá sunnudaga fyrir jól og einn laugardag. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir dagskrána.  Nánari dagskrá má sjá á vefsíðu safnsins www.husid.com  og á Facebook „Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga“.  

 

Ókeypis aðgangur.

 

Verið velkomin.

 

 

 


 


Skráð af Menningar-Staður.

02.12.2018 09:02

Jón Sigurðsson og 1. desember

 


Jón Sigurðsson (1911 - 1879).

 

 

Jón Sigurðsson og 1. desember

 

 

Þann 1. desember 1918  tóku svokölluð  sambandslög gildi. Samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda, eins og það var kallað, en áfram í konungssambandi við Dani, þ.e. við höfðum áfram sama kóng. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu.  

 

   Auðvitað byggðu sambandslögin mikið á baráttu Jóns Sigurðssonar og félaga fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það fer því vel á að rifja upp örfá orð um þann mann á þessum  ágæta degi, sem við erum að vísu að mestu leyti hætt að halda  hátíðlegan.   

 

Ásgeir Ásgeirsson forseti mælti meðal annars svo í hátíðarræðu á Hrafnseyri 17. júní 1961:

 

  “Það mun fágætt, að maður taki á svo ungum aldri rétta stefnu og forystu, svo að vart þurfi að breyta, þó stundum þurfi að auka, á langri ævi fram á gafarbakka. Nokkurn arf, staðgóðan, hefur pilturinn haft með sér frá Hrafnseyrarheimilinu og Vestfjörðum, þó ekki væru það fjármunir. Slíkur árangur og afköst, sem urðu af ævistarfi hans í verslunarmálum, fjármálum og stjórnskipunarmálum þjóðar sinnar, sögu og stjórnvísindum, eru með eindæmum.”

 

    Mikið vatn er til sjávar runnið síðan Jón Sigurðsson var að reyna að koma Íslendingum til manns og Dönum að hlusta á söguleg og siðferðileg rök. Þessi óþreytandi áróðursmaður, sem jafnframt var gætinn og hagsýnn, var ötull talsmaður frjálsra samskipta. Hann var opinn fyrir öllum gagnlegum nýjungum, hvaðan sem þær komu. Hann benti þráfaldlega á að leiðin til frelsis og framfara lægi í gegnum frjáls viðskipti milli þjóðanna. Jón forseti var langt á undan mörgum samtíðarmönnum sínum hvað þetta snertir. En fáir voru samt jafn raunsæir og þessi heimsvani útnesjamaður héðan að vestan.

 

Hallgrímur Sveinsson.

 


Skráð af Menningar-Staður.