Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

09.06.2016 12:19

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason.                  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

Þórður Grétar Árnason, smiður og tengdasonur Eyrarbakka, var í morgun að ljúka við að skipta um gler á annari hæð vesturhliðarinnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar er Jón Friðrik Matthíasson, byggingafræðingur  með aðstöðu.

Menningar-Staður færði til myndar þegar síðasta rúðan fór í.

Myndalabúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278939/


Nokkrar myndir hér:
 

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

08.06.2016 07:07

Hjallastefnan á Ísafirði

 

 

Í Neðstakaupstað á Ísafirði.                                                               Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hjallastefnan á Ísafirði
 

.

.

 

.

 

Húsbóndinn í Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði, og þar með -húsbóndi-

Hjallatefnunnar,  er Þorsteinn Traustason frá Flateyri. Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður

02.06.2016 06:53

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

 

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

Óskum sjómönnum, fjölskyldum þeirra sem

og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 16:48

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Eyrarbakkakirkja og flaggað dönskum sem forðum.  Ljósm.: BIB

 

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Sjómannadagur, sunnudaginn 5. júní 2016, verður dagur sjómanna og er það aðalefni dagsins í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

Messan á Stokkseyri er einnig vísitasíumessa sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups í Skálholti.

Guðsþjónustan á Eyrarbakka verður auk þess innsetning sr. Kristjáns Björnssonar sem sóknarprests fyrir prestakallið. Innsetninguna annast prófastur, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.

Í sjómannadagsguðsþjónustuna kl. 14 í Eyrarbakkakirkju koma sr. Pálmi Matthíasson til að prédika og Jónas Þórir organisti, ásamt söngfólki, til að syngja með okkur og fyrir okkur með kór kirkjunnar og leika á orgelið ásamt organista okkar, Hauki Arnarr Gíslasyni.

Við lok beggja guðsþjónustanna leggjum við blómsveig að minnisvarða drukknaða við kirkjurnar og eftir guðsþjónustuna á Eyrarbakka fylkjum við svo liði í sjómannadagskaffið að styðja við Björgunarsveitina.


Af Facebook-síðu Eyrarbakkaprestakalls.

.

.Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 08:34

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

 

 

 

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní 2016 kl. 14.00.

 

Þetta er 48. sýning Jóns Inga og sú 12. á Eyrarbakka, en Jón Ingi er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka enda myndefnið þaðan honum hugleikið og líklega hefur engin sýning verið án mynda af Bakkanum.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt t.d. með „blautt í blautt“ aðferð. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuviðfangsefna má einnig sjá blóma og dýramyndir t.d. hesta og kindur.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 – 18.00 auk 17. júní og aðra daga, ef Geiri lofar !

 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní 2016.Héraðsfréttablaðið Suðri.

 

.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, var í morgun að gera klárt fyrir sýningu Jóns Inga.


Sjómannadagskaffi

verður að venju nú á sunnudaginn 5. júní 2016 að Stað.

.

 Skráð af Menningar-Staður

31.05.2016 13:10

Guðni Th. í Húsasmiðjunni á Selfossi

 

.

Sverrir Einarsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni og Guðni Th. Jóhannesson.

.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

.

 

 

Guðni Th. í Húsasmiðjunni á Selfossi

 

Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, hefur verið á ferð um Suðurland síðustu daga til að hitta Sunnlendinga á fundum og víðar.Í gær,  mánudag, 30. maí 2016 og í dag, þriðjudag 31. maí, hefur Guðni verið á ferð og heimsótt fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.Menningar-Staður var í Húsasmiðjunni á Selfossi rétt uppúr kl. 11 í morgun og færði til myndar þegar Guðni Th. og kona hans, Eliza Reid, komu þangað. 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður


 

31.05.2016 12:37

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

 

Frá aðalfundi Bárunnar sem haldinn var í gærkvöldi, 30. maí 2016. Ljósmynd/Báran

 

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

Aðalfundur Bárunnar , stéttarfélags , haldinn 30. maí 2016, skorar á stjórnvöld að gæta að hagsmunum starfsmanna og þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bárunnar í gærkvöldi vekur félagið athygli á þeim stóraukna fjölda sem nýtir þjónustu svæðisins. Á Suðurlandi er 60% af allri frístundabyggð landsins, 80% ferðamanna sem koma til landsins fara um Suðurland. "Hefur verið brugðist við þessu?" er spurt í ályktuninni.

"Endalaust boðaður niðurskurður er orðið langþreytt fyrirbæri sem kemur niður á starfsfólki og veldur miklu álagi.  Starfsmenn eru að niðurlotum komnir, og enn á að skera niður. Hverjum þjónar þessi niðurskurður og hvaða afleiðingar hefur þetta bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga? 

Báran, stéttarfélag krefst þess að stjórnvöld snúi sér að forgangsröðun í meðferð fjármagns, og standi vörð um þjónustuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands á að veita með hagsmuni sjúklinga og starfsmanna að leiðarljósi," segir ennfremur í ályktuninni.


Af www.sunnlenska.is

 

 Skráð af Menningar-Staður

31.05.2016 06:26

"Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"

 

 


 

„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"Frásögn og myndir úr ferðinni koma síðar.

 

 

Í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

.

.

 

F.v.: Friðrik Hafberg, f.v. skipstjóri á Sóley ÍS 225 á Flateyri, Andrés Guðmundsson, f.v. skipstjóri á

Þuríði Halldórsdóttur GK 94 í Vogum (Sóley ÍS 225) og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari í Svartakletti

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 


Skráð af Menningar-Staður

30.05.2016 11:56

Popup tónleikar á Hafinu bláa í kvöld - 30. maí 2016

 

 

The Harvard Din & Tonics er frægasti ungherrakór Harvardháskóla.

 

Popup tónleikar á Hafinu bláa í kvöld - 30. maí 2016

 

The Harvard Din & Tonics er frægasti ungherrakór Harvardháskóla, þekktur víða um heim fyrir ríka hefð af glæsilegri framkomu og aga í flutningi. Þeir ætla að halda óvænta tónleika á Hafinu Bláa við Óseyrarbrú í kvöld mánudagskvöldið 30. maí 2016 kl. 20.00.

 

Það er enginn aðgangseyrir en frjáls framlög eru vel þegin.

 

Í efnisskrá kórsins er lögð áhersla á ameríska jass-standarda frá öðrum til fjórða áratug síðustu aldar. Þessir ungu herramenn frá Harvard, sem koma fram í kjólfötum og læm-grænum sokkum, eiga nú í dag ríkan orðstír fyrir frábæra tónlistartúlkun, samstillingu í framkomu og stórskemmtilegar uppákomur á tónleikum.

 

Hafið bláa er útsýnisveitingastaður í 30 mín fjarlægð frá Reykjavík við Óseyrarbrú þar sem sjávar- og fjallasýnin er engu lík. Hægt verður að kaupa sér mat eða léttar veitingar óski fólk þess. 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

29.05.2016 06:20

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

 

Guðni Th. Jóhannesson.

 

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi verður á ferð um Suðurland næstu daga til að hitta Sunnlendinga.

 

Fundaröðin hefst með fundi á Selfossi í dag,  sunnudaginn 29. maí, þar sem hann mun mæta ásamt konu sinni Elizu Reid á Hótel Selfoss kl. 20:30.  

Mánudaginn 30. maí verður Guðni með fund í Ráðhúsi Ölfuss kl 17:00 og í Listasafni Árnesing í Hveragerði sama dag kl. 20:00.

 

Á fundunum mun Guðni kynna framboð sitt ásamt því að svara spurningum gesta.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á fundina.

 

Á mánudag og þriðjudag mun Guðni svo vera á ferð og heimsækja fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.

_________________________________________________________________________________


Kristján Runólfsson orti eftir fundinn í Hveragerði:
 

Kristján Runólfsson

Fór á framboðsfund með Guðna Th. í Listasafni Árnesinga.
 

Guðna mæltist gríðarvel,
gef ég honum einkunn fína,
hefur mannvænt hugarþel,
hann ég festi í vitund mína.
Skráð af Menningar-Staður