Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.10.2019 08:38

Merkir Íslendingar - Hannes Stephensen

 


Hann­es Stephen­sen (1799 - 1856).

 

 

Merkir Íslendingar - Hannes Stephensen

 

 

Hann­es Stephen­sen fædd­ist 12. októ­ber 1799 á Hvann­eyri. For­eldr­ar hans voru Stefán Stephen­sen amt­maður og f.k.h., Marta María Hölter.

 

Hann­es varð stúd­ent frá Bessastaðaskóla 1818 og lauk guðfræðiprófi í Kaup­manna­höfn 1824. Hann varð prest­ur í Görðum á Akra­nesi 1825 og gegndi því embætti til æviloka. Hann bjó á Innra-Hólmi og síðar Ytra-Hólmi á Akra­nesi. Hann var pró­fast­ur í Borg­ar­f­irði frá 1832.

 

Hann­es var alþing­ismaður Borg­f­irðinga 1845-1856 og var for­seti Alþing­is 1855 og vara­for­seti 1849 og 1853. Hann var full­trúi á Þjóðfund­in­um 1851 og lét þar mikið til sín taka; þær sög­ur gengu að dönsku her­mönn­un­um sem Tram­pe greifi hafði til taks hefði verið sagt að ef fund­in­um yrði hleypt upp ætti að skjóta þrjá þing­menn fyrst: „Den hvi­de“ (þ.e. Jón Sig­urðsson), „Den halte“ (Jón Guðmunds­son) Og „Den tykke“ (séra Hann­es), og voru það mestu skör­ung­ar fund­ar­ins.

 

Kona Hann­es­ar var Þór­unn Magnús­dótt­ir, dótt­ir Magnús­ar Stephen­sen, og voru þau bræðrabörn. Þau áttu þrjú börn.

 

Hann­es lést 29. september 1856.Skráð af Menningar-Bakki.