Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Mars

29.03.2013 20:46

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Vilbergur Prebensson í stefnumótun í Menningar-Sellu.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

29.03.2013 12:28

Krossferill Krists í Eyrarbakkakirkju

Krossferils Krists var minnst í Eyrarbakkakirkju í morgun á föstudeginum langa.

Prestur: Séra,  Anna Sigríður Pálsdóttir

Lesari: Hafþór Gestsson

Organisti: Haukur A. Gíslason

Kór Eyrarbakkakirkju söng

 

Menningar-Staðar  færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

29.03.2013 10:14

Mannlíf á Menningar-Stað

Fjöldi fólks leit við í gær i Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þegar Siggeir Ingólfsson opnaði þar ferðamanna-afdrep og stað fyrir gesti og gangandi.

Góður rómur  var gerður að þessu framtaki.

 

Í morgun fyrir allflestar aldir var Finnur Kristjánsson, kaupmaður í Vesturbúðinni, kominn í spjall við Siggeir Ingólfsson staðarhalda í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

29.03.2013 06:59

Eyrarbakkakirkja um páskana

29. mars - föstudagurinn langi

Helgistund við kross Krists kl. 11:00

 

31. mars - páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00

Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir

Organisti Haukur A. Gíslason - kór kirkjunnar syngur

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

29.03.2013 06:20

Eyrarbakkavísa

Meðal gesta sem litu við í ferðamanna-afdrepinu hjá Siggeiri Ingólfssyni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gær var Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn í Hvaragerði  Kristján Runólfsson, skáld.

 

Hann orti:

 

Hér er eins og brotið blað.
býsna margt er Geira að þakka,
gefur mönnum stund og Stað,
að stoppa við á Eyrarbakka.

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

28.03.2013 22:41

Mynd dagsins

Á Litla-Hrauni 23. desember 2007

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Margrét Frímannsdóttir og Elías Baldursson.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

28.03.2013 07:21

Ferðamanna-afdrep - staður fyrir gesti og gangandi

Kl. 08:00 – í dag – skírdag -  fimmtudaginn 28. mars 2013, opnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

Ferðamanna-afdrep –  staður  fyrir  gesti og gangandi.

 

Hjartanlega  velkomin

 

Siggeir Ingólfsson,

staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

27.03.2013 21:10

Ferðamanna-afdrep og staður fyrir gesti og gangandi

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, mun kl. 8:00 í fyrramálið - skírdagsmorgun- opna  ferðamanna-afdrep,  sem og stað fyrir gesti og gangandi í forsalnum þar.

Þar verður sýning á gömlum myndum frá Eyrarbakka. Upplýsingar fyrir ferðamenn og opið verður inn á snyrtingar. Þá verður heitt kaffi á könnunni fyrir þá sem vilja. 

Fjöldi ferðamanna kemur til Eyrarbakka á hverjum degi og er áberandi rúturnar sem koma fyrripart daga og ætti þetta ferðamanna-afdrep að stuðla að lengri dvöl þeirra á Bakkanum.

 

Siggeir Ingólfsson var í kvöld í óða önn að setja upp myndirnar og ganga frá málum fyrir opnunina í fyrramálið kl. 8:00

 

Gestir og gangandi voru þegar komnir á staðinn og var Guðný Ósk Vilmundardóttir á Stokkseyri ein þeirra.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Guðný Ósk Vilmundardóttir.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

27.03.2013 20:13

Á Litla-Hrauni

Fangaverðir á Litla-Hrauni vakta stöðuna.  Myndin er tekin árið 2008.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

27.03.2013 04:45

120 ára afmælisfagnaður Kvenfélags Eyrarbakka - 24. apríl 2008

Kvenfélagið á Eyrarbakka fagnaði 120 ára afmæli sínu í dag  (24. apríl 2008)  sumardaginn fyrsta á glæsilegri afmælissamkomu að Stað á Eyrarbakka.

Félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum, að tilstuðlan stúkunnar Eyrarrósarinnar.

Félagið er elsta starfandi kvenfélagið á landsbyggðinni.

Formaður félagsins Eygerður Þórisdóttir setti samkomuna með hátíðarræðu.

Kvenfélaginu bárust gjafir:

Tvær gjafir sitt hvor að upphæð kr. 100.000 frá einstaklingum á Eyrarbakka, kr 50.000 frá Sveitarfélaginu Árborg sem bæjarstjórinn, Ragnheiður Hergeirsdóttir færði félaginu og síðan kr. 20.000 frá rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi sem Kjartan Björnsson rakari, færði félaginu með ágætri ræðu og var hann eini karlmaðurinn sem tók til máls.

Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði og kaffi og meðlæti að gömlum sið.

 

Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi og www.eyjafrettir.is í Vestmanneyjum greindu frá á sínum tíma.

 

Myndasafn frá afmælishófinu er komið í

Myndaalbúm hér á Menningar-Stað

Smella á: Kvenfélag Eyrarbakka 120 ára - apríl 2008

 

Menningar-Staður var í Félagsheimilinu Stað

í apríl 2008 og færði til myndar.

 

Skráð af: Menningar-Staður