Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Maí

02.05.2013 12:08

Formannafundur Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Eyrarbakka í gær

.F.v.: Árni Benediktsson, Þorvaldur Hafberg, Björn E. Hafberg, Eiríkur Runólfsson, Guðrún Thorarensen, Hendrik Tausen, Guðbjartur Jónsson og sonur hans Alexander, Guðmundur Jón Sigurðsson, Sigurður Sigurdórsson, Guðvarður Kjartansson, Óskar Magnússon og Björn Ingi Bjarnason.

.Flateyringar og Eyrbekkingar   - Fleiri nyndir hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/246466/

 

02. 05. 2013 kl. 11:14 - Formannafundur Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Eyrarbakka í gær

 

Brottfluttir Önfirðingar úr forystu  Verkalýðsfélagis  Skjaldar á Flateyri  fögnuðu  hátíðisdegi verkalýðsins í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gær.

Tilefni þess sérstaklega var að hinn 21. desember  n.k.  eru  liðin  80 ár frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri.  Skjöldur er nú hluti af Verkalýðsfélagi  Vestfirðinga sem stofnað var 2002.

 

Allir fimm fjarbúandi  fyrrverandi  formenn Skjaldar komu til samverustundarinnar sem og fimm er verið hafa varaformenn og fleiri sem tengjast félaginu. 

Formennirnir fimm eru:

Guðvarður Kjartansson

Hendrik Tausen

Björn E. Hafberg

Björn Ingi Bjarnason

Guðmundur Jón Sigurðsson

 

Á heimaslóð á Flateyri búa síðan f.v. formennirnir þau; Gunnar Valdimrsson og Ágústa Guðmundsdóttir. 

 

Sérstakir gestir samkomu sem haldin var í hliðarsal eftir hátíðarkaffið voru þrír fyrrverandi formenn Verkalýsfélagsins Bárunnar á Eyrarbakka sem var 110 ára í ár. Þau; Hafþór Gestsson, Guðrún Thorarensen og Eiríkur Runólfsson. Einnig Önfirðingurinn Óskar Magnússon, f.v. skólastjóri og oddviti á Eyrarbakka.

 

Rifjaðir voru upp eftirminnilegir þættir úr sögu Verkalýðsfélagsins Skjaldar og andi léttleika og félagslegrar vináttu yfir öllu.

 

 

.Björn Ingi Bjarnason.

 

 

.Guðrún Thorarensen.

 

 

.Óskar Magnússon

 

 

. Guðvarður Kjartansson.

 

 

.Hendrik Tausen í pontu.

 

.

Á þessari slóð eru fleiri myndir:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/246466/

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

02.05.2013 10:24

Mynd morgunsins í Vesturbúðinni

Meðal þeirra sem erindi áttu í Vesturbúðina á Eyarbakka í morgun, meðan fundur Vitringanna stóð þar,

var Margrét S. Kristinsdóttir, matráður í leikskólanum Brimveri og bókavörður á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður möndlaði myndavélina og færði til myndar.

 

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson, Gerða Ingimarsdóttir og Margrét S. Kristinsdóttir sem á sumardaginn fyrsta varð amma þegar í Kaupmannahöfn fæddist dönsk-íslensk stúlka. Til hamingju Margrét og fjölskylda.

 

Skráð af: Menningar-Staður.

 

02.05.2013 06:01

2. maí 1970 - Búrfellsvirkjun var vígð

Búrfellsvirkjun var vígð þann 2. maí 1970.

Hún var mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í og stærsta vatnsorkuver hér á landi, 105 megawött. Framleiðslugetan var síðar aukin í 210 megavött.

Á vegg stöðvarhússins er listaverk eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.

 

 

 

Mynd:Burfell hydroelectric power station.jpg

 

 

Mynd:Burfellsvirkjun naermynd.jpg

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

01.05.2013 19:36

Fjölmenni í hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka

Að venju var Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka í dag 1. maí.

 

Mikill fjöldi fólks kom í kaffið á Stað eða hátt í 300 manns sem er veruleg aukning frá síðustu árum.

 

Menningar-Staður var á Stað og færði til myndar.  (meira síðar)

 

 

 

Kaffinefnd Kvenfélags Eyrarbakka á 1. maí kaffinu í dag.

 

 

Öskar Magnússon á Eyarrbakka hitti marga brottflutta sveitunga sína frá Flateyri og fyrrum verkalýðsleiðtoga vestra en þeir komu á Eyrabakka til þess að fagna 80 ára afmæli Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

01.05.2013 10:28

Vesturbúðin á Eyrarbakka vestan við Félagsheimilið Stað

Í morgun voru Siggeir Ingólfsson, staðrhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, og Þórður Grétar Árnason, húsasmíðameistari á Selfossi, að koma fyrir nýjum merkingum við  líkanið af Vesturbúðinni  á Eyrarbakka vestan við Félagsheimilið Stað.

Báðir eru þeir tengdasynir Eyrarbakka. Siggeir og Regína Guðjónsdóttir búa á Eyrarbakka en Þórður Grétar og Vigdís Hjartardóttir búa á Selfoss.

 

Kristján Runólfsson, Eyrarbakkaskáld í Hveragerði færði í ferskeytlu:

Hugsa vel um heilög vé,
handverk fögur ber að þakka.
Standa líkt og tigin tré,
tengdasynir Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Þá hefur aðgerðin verið sett inn í myndasafnið hér á síðunni.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/246385/

 

 

 

 

Stokkseyringarnir innfæddu. F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason.

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

01.05.2013 06:58

Í dag er 1. maí um land allt

1. maí 1923

Alþýðusambandið gekkst fyrir hátíðahöldum og kröfugöngu í Reykjavík í fyrsta sinn, í tilefni af baráttudegi verkalýðsins.

Kröfuspjöldin voru hvít með rauðum áletrunum svo sem „Atvinnubætur gegn atvinnuleysi,“ „Engar kjallarakompur“ og „Hvar er Landspítalinn?“

Landspitali

Byggingarár: 1926-1930

Hönnuður: Guðjón Samúelsson

Landspítalinn er tvímælalaust ein best hannaða byggingin af hendi Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar. 

Landspítalinn er áberandi stórhýsi í borgarmynd Reykjavíkur með ótvírætt listrænt og menningarsögulegt gildi. Lágmyndin „Líkna og lækna“ á burst yfir inngangi er með elstu dæmum um listskreytingu opinberrar byggingar með verki íslensks listamanns. Hún er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Bygging spítalans var baráttumál íslenskra kvenna, sem þannig vildu minnast kosningaréttar sem konur fengu árið 1915. Alexanderine Danadrotting lagði hornstein að byggingunni árið 1926, sem hýsti í upphafi einungis tvær deildir, hand- og lyflækningadeild.

 

 

 

Guðjón Samúelsson húsameistari

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.

 

Skráð af: Menningar-Staður

01.05.2013 06:45

Jónas Jónsson frá Hriflu fæddur 1. maí 1885

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jónas frá Hriflu.

 

Jónas Jónsson frá Hriflu fæddur 1. maí  1885

 

Jónas Jónsson fæddist á Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu 1. maí 1885, sonur Jóns Kristjánssonar, bónda þar, og k.h., Rannveigar Jónsdóttur.

Bróðir Jónasar var Kristján, faðir Jónasar, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar.

Eiginkona Jónasar var Guðrún Stefánsdóttir og eignuðust þau tvær dætur, Auði og Gerði.

Jónas stundaði nám við Möðruvallaskóla, sótti um inngöngu í Latínuskólann í Reykjavík 1905 en Steingrímur Thorsteinsson rektor hafnaði umsókn hans. Það urðu Jónasi sár vonbrigði. Hann stundaði nám við lýðháskólann í Askov og við Ruskin College í Oxford sem rekinn var af bresku samvinnu- og verkalýðshreyfingunni.

Heim kominn frá námi snerist Jónas gegn fjármálaspekúlöntum í Reykjavík, kom að stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, varð landskjörinn þingmaður fyrir Framsókn, arkitekt að stórsigri Framsóknar 1927 og varð þá dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar og síðan aftur 1931-32. Hann var forsprakki „Tímaklíkunnar“, flugbeittur penni, eljumaður með afbrigðum og pólitískur plottari af guðs náð, var ráðandi í uppbyggingu og skipulagi Sambands íslenskra samvinnufélaga og síðar lengi skólastjóri Samvinnuskólans.

Jónas var áhrifamesti og umdeildasti stjórnmálamaður hér á landi á fyrsta aldarþriðjungnum en eftir það héldu hans eigin flokksmenn honum frá ráðherradómi. Hann var þó formaður Framsóknarflokksins 1934-44 og alþingismaður 1922-49.

Síðar meir varð Jónas handgenginn Ólafi Thors, átti þátt í aðkomu sjálfstæðismanna að þjóðstjórninni og varð loks hatrammur andstæðingur kommúnista. Hugmyndafræði hans virðist mótsagnakennd en verður þó best skilin sem róttæk íhaldsstefna, fyrst gegn þéttbýlismyndun og kapítalisma en síðar gegn nútímalist og kommúnisma.

Guðjón Friðriksson samdi prýðilega þriggja binda ævisögu Jónasar.

Jónas lést í Reykjavík 19. júlí 1968

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. maí 2013

 

Skrá af: Menningar-Staður