Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

08.06.2013 04:57

10. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

10. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka haldinn í Blátúni þann 30. apríl 2013 kl 20.

Mætt eru: Arnar Freyr Ólafsson formaður, Gísli Gíslason, Guðlaug Einarsdóttir, Ívar Örn Gíslason og Siggeir Ingólfsson.

1.      Formaður setur fund, býður meðlimi velkomna.

2.      Undirrituð er settur ritari hverfisráðsins.

3.      Formaður áréttar hlutverk ráðsins sem ráðgefandi fyrir bæjaryfirvöld en án boðvalds og er það sameiginlegur skilningur meðlima. Formaður minnir ennfremur á að þó hverfisráðið hafi ekki völd, hafi það aðhaldshlutverk um ásýnd Eyrarbakka og önnur mál tengd Bakkanum. Rætt um áhrif starfa fyrra hverfisráðs sem urðu til endurnýjunar gangstétta og mun sú vinna halda áfram í sumar. Eins var ábendingum hverfisráðs um kanínuplágu fylgt eftir og hafa á fjórða hundrað kanínur verið felldar.

4.      Formaður leggur til að meðlimir viði að sér upplýsingum um þau málefni sem þeim eru hugleikin í þessu samhengi og kallar eftir ábendingum.

a.       Umræða um mikla ruslsöfnun kringum fjölmörg hús, bæði rusl, gáma og bílhræ. Bent er á að ruslsöfnun innan lóða heyra undir heilbrigðiseftirlit en utan lóða heyrir ruslsöfnun undir sveitarfélög. Óvíst er því hvort sveitarfélagið geti haft afskipti af mestu ruslsöfnuninni og þurfi því aðkomu heilbrigðiseftirlits. Hugmynd er um að í fyrsta kasti álykti hverfisráð um ruslasöfnunina og mælist til þess við Eyrbekkinga að þeir taki til á lóðum sínum.

b.      Ábending um að bera þurfi möl í göngustíg á sjóvarnargarði frá Slippnum og vestur úr, enda hefur það ekki verið gert síðan árið 2002 og er nú orðinn illfær krákustígur.

c.       Umræða um framvindu verkáætlunar göngustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar sem nú er komin vestur yfir Hraunsá en ekki hefur verið unnið að um tíma. Siggeir upplýsir að verkáætlun hafi við skóflustungu verið tilkynnt á þá leið að leggja ætti stíginn vestur yfir Hraunsá á árinu 2012, þaðan og að Eyrarbakka árið 2013 og malbika stíginn árið 2014. Umræða um mikilvægt hlutverk stígsins fyrir samgang barna milli Stokkseyrar og Eyrarbakka utan skóla, aðgang að sundlaug á Stokkseyri fyrir börn af Eyrarbakka, almenna hreyfingu og síðast en ekki síst, skoðunarferðir með ferðamenn, enda saga við hvert fótmál á þessari leið. Tillaga um að eiga samstarf við hverfisráð Stokkseyrar við að vinna að þessu máli.

d.      Umræða um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en í ár var 576 milljónum úthlutað úr úr sjóðnum og hlaut skipulag og hönnun við Húsið á Eyrarbakka og Eyrarbakkakirkju 3.150.000 kr og Krían við Eyrarbakka hlaut 1.150.000kr til umhverfishönnunar og skipulags.

e.       Umræða um húsnæðismál skólanns sem meðlimir eru sammála um að sé aðkallandi og stórt mál sem bæta þarf úr hið fyrsta.

f.       Umræða um skort á vinnuvélastæðum innanbæjar en vörubílum og stórvirkum vinnuvélum er nú lagt í íbúðahverfum til lítillar príði.

g.      Umræða um félagslíf barna eftir skóla. Lítið er um skipulagða félagsstarfssemi á Eyrarbakka og ferðaáætlun almenningssamgangna innan sveitarfélagsins fer ekki saman með tímasetningu æfinga hjá Ungmennafélagi Selfoss svo börn á Eyrarbakka geti sótt æfingar þangað. Því er óhætt að segja að í þessum efnum sitji börn á Eyrarbakka ekki við sama borð og önnur börn sveitarfélagsins. Ívar bendir á að samgangur barnanna sé mikilvægur þáttur í félagsfærni þeirra og félagslegri stöðu þegar á framhaldsskólaaldur kemur.

h.      Umræða um efnisval í gangstéttir utan Búðarstígs og Eyrargötu.

Fleiri mál ekki rædd en tillaga formanns um klukkustundarlanga fundi, er samþykkt. Einnig ákveðið að ritari sendi fundargerðir til meðlima sem geri athugasemdir eða samþykki þær innan viku frá fundi með tölvupósti til allra meðlima („reply all“).

Næsti fundur ákveðinn á sama stað og stund að viku liðinni.

Fundi slitið kl 21.

Fundarritari: Guðlaug Einarsdóttir.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

07.06.2013 21:18

Kiriyama Family spilar ekki í Keflavík

Sunnlenska sveitin Kiriyama Family kemur ekki fram á Keflavík Music Festival í kvöld, eins og auglýst hafði verið.

Í tilkynningu sem sveitin sendi frá sér í kvöld kemur fram að í ljósi frétta sem borist hafa af hátíðinni í dag og fyrri reynslu hafi Kiriyama Family beðið tónleikahaldarana að gefa sér tryggingu fyrir því að við hljómsveitin fengi borgað fyrir sitt framlag, einsog um var samið, en ekkert varð úr því. 

„Við vonum innilega að þetta kyndi undir þarfa umræðu um tónleikamenningu hér á landi. Aftur biðjum við þá sem hafa tryggt sér miða og voru að vonast til að sjá okkur og heyra í kvöld innilega afsökunar. Vonandi fáið þið endurgreitt! Þið eigið inni hjá okkur tónleika,“ segja þeir Bassi, Guðmundur, Karl, Jóhann og Víðir í tilkynningunni.

Á annan tug hljómsveita og tónlistarmanna hafa hætt við að koma fram á hátíðinni þar sem tónleikahaldararnir hafa ekki getað staðið við gerða samninga. Þeirra á meðal eru Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Önnur sunnlensk sveit, The Wicked Strangers, lýsti því yfir á Facebooksíðu sinni í dag að hún myndi halda sínu striki og spila á Kaffi Duus í Keflavík í kvöld.

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Kiriyama Family er frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

 

Skráð af menningr-Staður

07.06.2013 12:00

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Er af Guðmundi Hanssyni hjá Fiskbúð Suðurlands að koma með hollstu-fisk í matinn á Leikskólanum Brimveri á Eyarrbakka nú í vikunni eins og hann hefur gert um árabil.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Skráð af menningar-Staður

07.06.2013 11:23

Kvennahlaup á Eyrarbakka laugardaginn 8. júní 2013

Kvennahlaupið verður á Eyrarbakka laugardaginn 8. júní 2013  kl. 11 í umsjón Kvenfélags Eyrabakka. 

Hlaupið verður frá Rauða-húsinu.

Vegalengdir í boði 3 km og 5 km.

Skráning á staðnum. 

Þátttakendur fá frítt í sund í sundlaugum Árborgar

 

 

 

Rauða-húsið.

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

07.06.2013 05:51

Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi

Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósm.: Fréttablaðið.

 

Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi

 

Á morgun, laugardaginn 8. júní 2013,  verður opnuð fyrsta yfirlitssýningin á ljósmyndum Sigfúsar Einarssonar og sama dag kemur út bók um hinn fjölhæfa athafnamann. Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka er höfundur sýningarinnar og bókarinnar.
"Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum," segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag.

Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. "Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld."

 

Í bókinni sem kemur út á laugardag, sama dag og sýningin opnar, er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera

sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. "Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar.

Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu," segir Inga Lára.

kjartan@frettabladid.is

 

Fréttablaðið fimmtudagurinn 6. júní 2013

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir frá Eyrarbakka.

 

 

Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.06.2013 20:42

120 manns ræða um menntun fanga

Næstu tvo daga stendur yfir ráðstefna á vegum EPEA (European Prison Education Association, http://www.epea.org/ ) að Hótel Örk í Hveragerði en hún fjallar um menntun fanga í fangelsum.  Um 120 þátttakendur frá 27 ríkjum sækja ráðstefnuna.

 

Ráðstefnan ber heitið ”Better Out” og er meginþema hennar áhersla á hvernig haga beri undirbúningi fanga að þátttöku í frekara námi og atvinnulífi að afplánun lokinni.

Því verður sjónum aðallega beint að betrunarþætti menntunar í fangelsum með það að markmiði að draga úr endurkomum fanga í fangelsi.

Aukin áhersla hefur verið lögð á þennan þátt fangelsisstarfseminnar hér á landi á síðustu árum. Fyrirlesarar verða bæði innlendir og erlendir.

Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir,  mætti í Hveragerði í gærkvöldi og setti ráðstefnuna formlega um leið og hún ávarpið gesti.

Af: www.dfs.is

 

Frá Litla-Hrauni í dag.  

 

Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ljósm.: MHH

 

I

Ingi S. Ingason kennslustjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands á Litla-Hrauni. Ljósm.: MHH

 

Skráð af Menningar-Staður

06.06.2013 10:26

Sumarferð Félags eldri borgara á Eyrarbakka um Suðrstrandarveg og um Reykjanes

Sumarferð Félags eldri borgara á Eyrarbakka er í dag. Farið er um Suðurstrandarveg til Grindavíkur þar sem m.a. verður snæddur hádegisverður á Bryggjunni. Síðan farið að Reykjanestá, til Hafna, Sandgerðis og í Garðinn og miðdegiskaffi drukkið við Garðskagavita.

Mjög góð þáttkaka er í ferðinni eða nær 25 manns og bíl- og farastjóri er Siggeir Ingólfsson 

Meðal þátttkaenda í ferðinni er Markús Þorkelsson frá Eyarrbakka sem nú býr á Selfossi. Hann er 95 ára í dag og situr í rútunni á aftasta bekk eins og "töffarar" hefur ætið verið siður í rútuferðum.

Menningar-Staður var til staðar við upphaf ferðarinna og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér inn á Menningar-Staður. Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248239/

 

Nokkrar myndir fylgja hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Markús Þorkelsson sem er 95 ára í dag

 

 

 

BIB-arinn, Björn Ingi Bragason, fylgist af athygli með upphafi ferðarinnar.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.06.2013 05:44

Vitringafundur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka 3. júní 2013

Vitringafundur í Vesturbúðinni

Vitringarnir hafa fundað í Vesturbúðinni á Eyarbakka á hverjum morgni alla þessa viku.

 

Mánudagsfundurinnn 3. júní var færður til myndar eins og hér má sjá.

 

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað. Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248234/

 

Nokkrar myndir hér að néðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

05.06.2013 20:50

Heimsókn frá Kaupmannahöfn til Eyrarbakka í dag á þjóðhátíðardegi Dana

Þjóðhátíðardagur Dana er í dag,  5. júní.

Töluvert tilstand var í tilefni dagsins á Eyrarbakka enda ljóst öllum sem um Eyrarbakka hafa farið á liðnum árum að tengslin við Danmörku eru mikil sé bara sem dæmi litið til flöggunar danska fánans á sunnudögum og fleiri daga.  Flaggað var víða dönskum í dag svo sem við Húsið og Eyrarbakkakirkju.

Sérstakt ánægjuefni í dag, á þjóðhátíðardegi Dana hér á Bakkanum, var heimsókn starfsfólks Menningar- og ráðstefnuseturs  Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.  Þar eru einnig Sendiskrifstofur Færeyinga og Grænlendinga og svo Sendiráð Íslands.

Þessa sérstöku heimsókn má að ýmsu rekja til þessara tveggja Eyrarbakkakvenna; Júlía Björnsdóttir og Inga Rún Björnsdóttir sem hafa starfað á Norðurbryggju fyrir nokkru.  Júlía í fullu starfi í eitt og hálft ár og Inga Rún í hlutastarfi.

Fararstjóri hópsins í  Íslandsferðinni er Ásta Stefánsdóttir en maður hennar er Bergur Bernburg sem rætur á að Eyri á Eyrarbakka.

Í upphafi heimsóknarinnar á Eyrarbakka kom hópurinn við á Ránagrund.  Síðan farið í Eyrarbakkakirkju þar sem Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson fræddu gesti um sögu Eyrarbakkakirkju og þá sérstaklega altaristöfluna sem er eftir Lovísu drottningu Kristjáns konungs IX. Þá var borðaður hádegisverður í Rauða-Húsinu. Byggðasafnið og  Húsið skoðað að lokinni máltíð og loks farið í frekari skoðunarferð um Eyrarbakka.


Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað. Smella á : http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248210/

 

Nokkrar myndir fylgja hér:

 

 

 

Fararstjórinn og móttökustjórinn á Norðurbryggju í kaupmannahöfn, Ásta Stefánsdóttir, heilsar Siggeir Ingólfssyni (efri mynd) og Lýð Pálssyni (neðri mynd) við Eyrarbakkakirkju. Að baki Ástu (á neðri mynd) er Karin Elsbudóttir frá Færeyjum sem er forstöðumaður á Norðurbryggju.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2013 21:51

Frá skólaslitum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 4. júní 2013 í Félagsheimilinu Stað

Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri var slitið við hátíðlega athöfn í Félagsheimilunu Stað á Eyrarbakka kl. 17 í dag þann 4. júní 2013

Gríðarlegt fjölmenni var við skólaslitin; bæði nemendur, kennarar, starfsfólk skólans, foreldrar, aðstandendur og vinir.

 

Barnaskólin á Eyrarbakka og Stokkseyri varð 160 ára á þessu skólaári og er elsti starfandi barnaskóli á Íslandi.
 

Menningar-Staður var til staðar við skólastlitin og til myndar.

 

Myndalabúm með 48 myndum er komið í safnið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248189/

 

Hér fylgja nokkrar myndir úr safninu:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður  

 

Sjá einnig þessa slóð:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248189/