Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

05.09.2013 12:17

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Fv.: Elías Ívarsson Siggeir Ingólfsson og Jóhann Jóhannsson á nýja útssýnispallinum við Félagsheimilið Stað.

 

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Mynd dagsins er frá nýja útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það eru Siggeir Ingólfsson, Elías Ívarsson og Jóhann Jóhannsson sem fara yfir stööðuna í blíðunni í morgun á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.09.2013 06:42

Þegar Ingólfur kom á Eyrarbakka 4. september 2013

 

Húsið Ingólfur á Selfossi, eitt allra merkilegasta hús Selfossbæjar, er komið niður á Eyrarbakka tímabundið þar sem það verður notað við tökur á nýrri kvikmynd, sem tekin verður upp í þorpinu nú í september.

Menningar-Staður færði til myndar þegar Ingólfur var í gær settur niður á Kaupmannstúnið við Túngötu.

 

Myndaalbúm er komið hér inn á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/252178/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.09.2013 05:36

Vignir Bjarnason er 40 ár í dag 5. september 2013

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Vignir Bjarnason.

 

Vignir Bjarnason er 40 ára í dag 5. september 2013

 

40 ára   Vignir ólst upp á Eyrarbakka, lauk BSc-prófi í sjúkraþjálfun við HÍ og starfar sjálfstætt.

Maki: María Fjóla Harðardóttir, f. 1975, hjúkrunarfræðingur.

Synir: Hörður Óli, f. 2004, og Patrekur Logi, f. 2008.

Foreldrar: Jón Bjarni Stefánsson, f. 1945, fyrrv. útgm. og verslunarm., og Svanborg Oddsdóttir, f. 1948, d. 2013, kennari.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 5. september 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.09.2013 05:27

Smíðar fallegustu orgelin

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Orgelsmiðir.   Haldið upp á 20 ára starfsafmæli Jóhanns Halls, t.h. Með honum er Guðmundur Gestur Þórisson.

 

Smíðar fallegustu orgelin

• Jóhann Hallur hefur stundað orgelsmíðar í 20 ár

• Sjá á eftir verkefnum frá þjóðkirkjunni til útlanda

 

Þann 1. september átti Jóhann Hallur Jónsson tvítugsstarfsafmæli hjá Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar. Af því tilefni var slegið í köku og kveikt á afmæliskertum í morgunkaffinu og átti fréttaritari Morgunblaðsins þar leið um.

Björgvin hóf störf sem orgelsmiður á Íslandi árið 1986, eftir átta ára dvöl við nám og störf í Þýskalandi, en hann er eini menntaði orgelsmiður landsins. Árið 1988 smíðaði hann sitt fyrsta orgel en við þrjú fyrstu hljóðfærin vann með honum vinur hans og samstarfsmaður frá Þýskalandi, Peter Fuchs.

Björgvin söng með kór Hallgrímskirkju og fyrir hvítasunnu árið 1993 var verið að smíða prédikunarstól fyrir kirkjuna. Þar var að verki Jóhann Hallur húsgagnasmiður. Björgvin dáðist svo að handbragði Jóhanns að hann bauð honum starf við orgelsmíðar, enda var hann þá einn að störfum á verkstæði sínu. Jóhann tók heldur fálega í þá málaleitan, enda var hávært orgel kirkjunnar að gera út af við hann við prédikunarstólssmíðina.

 

Sagði upp hjá Söginni

Hann kom þó í heimsókn á verkstæðið, sem þá var til húsa á Blikastöðum í Mosfellssveit, og kynnti sér starfsemina. Nokkrum dögum síðar mætti hann aftur, var þá búinn að segja upp störfum hjá Söginni og var tilbúinn að hefja orgelsmíðar hinn 1. september. Síðan hafa þeir félagar starfað saman en eitt af fyrstu verkum Jóhanns var að smíða hið glæsilega orgel Digraneskirkju í Kópavogi. Í því verki liggja eftir hann um 2.000 klst. í vinnu.

Þegar Björgvin flutti orgelverkstæðið frá Blikastöðum austur í Hólmarastarhúsið, eða gamla frystihúsið á Stokkseyri, árið 2005, fluttu þeir félagar báðir austur. Þar bættist þriðji maðurinn í hópinn, Guðmundur Gestur Þórisson smiður. Þeir hafa síðan starfað saman þrír og synir Björgvins stundum hlaupið undir bagga þegar mikið liggur við.

Eftir hrun dró heldur úr eftirspurn eftir kirkjuorgelum og hafa þeir félagar, Jóhann og Guðmundur, því orðið að taka að sér smíðaverkefni utan verkstæðisins. Þeir eru listasmiðir eins og fréttaritari hefur áþreifanlega komist að raun um, þar sem þeir endurbyggðu nærri 100 ára gamalt hús hans á Stokkseyri. Þeir vilja þó sinna sínu starfi sem mest og hneykslast Jóhann á að orgelnefnd þjóðkirkjunnar skuli ekki hafa sýnt starfsemi þessarar einu orgelsmiðju landsins viðhlítandi virðingu og það sé sárt að sjá á eftir verkefnum til útlanda sem þeir geta sinnt hér. Síðasta verk þeirra félaga var orgel í Vídalínskirkju í Garðabæ, en engin stórverkefni eru framundan.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 5. september 2013

 

F.v.: Jóhann Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

 

05.09.2013 05:18

Útgáfu og kveðjutónleikar í Merkigili

 

Útgáfu og kveðjutónleikar í Merkigili

 

UniJon gefa út plötuna „Morning Rain“  5.september á Nýju tungli.

Að því tilefni ætla þau skötuhjú að halda útgáfutónleika á heimili þeirra Merkigili á Eyrarbakka. 

Þetta verða jafnframt kveðjutónleikar Merkigils  því þau Uni & Jón Tryggvi leggja nú land undir fót, og halda á vit nýrra ævintýra. Þau munu næstu mánuði halda í tónleikaferð til Evrópu. Það má fylgjast með ævintýrum þeirra  á www.unijon.com .

Tónleikarnir hefjast kl 20:00, frítt inn en Frjáls framlög vel þegin.  

Nýi diskurinn verður til sölu.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.09.2013 23:00

Vitringafundur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka 4. september 2013

Vitringar við Vesturbúðina á Eyrarbakka í morgun.

 

Vitringafundur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka 4. september 2013

 

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/252176/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

04.09.2013 19:38

Gestir og gangandi 4. september 2013 í og við Félagsheimilið Stað

Siggeir Ingólfsson -Geiri á Bakkanum- hrúturuinn Gorbi og Fríða Garðarsdóttir.

 

 

Gestir og gangandi í og við Félagsheimilið Stað  4. september 2013

 

Fjöldi gesta og gangndi kom í og að Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað-  í morgun og í allan dag.

 

Flestir gesta fóru upp á útsýnispallinn sem búið er að byggja á sjóvarnargarðinn og auðvelt er fyrir alla að komast þangað eftir skábrautinni sem einnig er nýlokið að byggja. Þetta er hin glæsilegasta framkvæmd og dregur gesti að.

 

Menningar-Staður færði til myndar er Fríða Garðarsdóttir á Eyrarbakka leit inn á meðan hún beið eftir strætó.

 

Einnig þegar konur komu úr Þorlákshöfn til að undirbúa 80 ár afmælisveislu Þorlákshafnarkonu sem á ræturnar á Eyrarbakka og verður veislan á Stað í kvöld.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.09.2013 11:49

Ingólfur kominn á Eyrarbakka

Verið að slaka Ingólfi niður á túnið við Túngötuna á Eyrarbakka rétt í þessu.

 

Ingólfur kominn á Eyrarbakka

 

Húsið Ingólfur á Selfossi, eitt allra merkilegasta hús Selfossbæjar, er komið niður á Eyrarbakka tímabundið þar sem það verður notað við tökur á nýrri kvikmynd, sem tekin verður upp í þorpinu nú í september. 

 

Ingólfur var fluttur á Eyrarbakka í gær og hafði nætursetu rétt austan við tjaldstæðið vestast í þorpinu.

Í morgun var Ingólfur síðan fluttur á sinn stað við Túngötuna og fylgdust margir þorpsbúar með verkinu sem unnið var af fumlausri fagmennsku.

Nokkur önnur hús í líkingu við Ingólf verða notaðar við tökurnar, auk skriðdreka.  

 

Saga Film er með verkefnið á sinni könnu.

 

Menningar-Staður  var á svæðinu og færði til myndar.

 

Nokkrar myndir hér en mun fleiri síðar:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

04.09.2013 06:37

Árborg veitir frumkvöðulsviðurkenningu í fyrsta skipti

 
 

Eyþór Arnalds formaður Bæjarráðs Árborgar.

 

Árborg veitir frumkvöðulsviðurkenningu í fyrsta skipti

 

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að veita í fyrsta skipti frumkvöðlaviðurkenningu.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs veit meira um máið.

"Já, bæjarráð er jafnframt Atvinnumálanefnd og viljum við veita viðurkenningu fyrir frumkvæði í atvinnurekstri. Við ætlum að tilnefna til þessarar viðurkenningar á fimmtudag (5. sept.), en þó nokkrir koma til greina.

Í framhaldinu munu kjörnir fulltrúar velja úr þessum tilnefningum. Okkur finnst vera góður kraftur í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í sveitarfélaginu og því tilvalið að það sé viðurkennt með þessum hætti", sagði Eyþór.

 

Af: www.dfs.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.09.2013 20:15

Hönnunarsamkeppni til heiðurs íslensku sauðkindinni

 

Hönnunarsamkeppni til heiðurs íslensku sauðkindinni

 

Verkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ efnir nú til hönnunar­samkeppni í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjár­bænda um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema samkeppninnar er óblíð veðrátta.

Þann 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um tíu þúsund fjár hafi orðið úti.

Eftir veðuráhlaupið sannaðist þó hið fornkveðna hversu íslenska ullin er einstök; hlý og einangrandi, því langt fram á haust fannst sauðfé á lífi sem grafist hafði í fönn.

Í kjölfar óveðursins hrintu Landssamtök sauðfjárbænda af stað söfnunarátaki „Gengið til fjár“ vegna þess tjóns sem sauðfjárbændur á Norðurlandi urðu fyrir í óveðrinu. Fljótlega komu upp þær hugmyndir að efna til ritgerðasamkeppni um vitsmuni íslensku forystukindarinnar og hönnunarsamkeppni um peysu úr íslensku ullinni.

Hönnun peysunnar skal endurspegla þema samkeppninnar um óblíða veðráttu og skilyrði er sett að að peysan sé úr íslenskri ull, sama hvort notað er band eða lopi, sauðalitir eða aðrir litir.
 
Vegleg verðlaun í boði

Fyrstu verðlaun eru 100 þús. kr., flugmiði fyrir tvo með Flugfélagi Íslands sem gildir á áfangastaði félagsins innanlands og gisting og kvöldverður á Icelandair hóteli.
Önnur verðlaun eru 70 þús. kr og værðarvoð frá Ístex.
Þriðju verðlaun eru 30 þús. kr og værðarvoð frá Ístex.
 
Í dómnefnd sitja:
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans,
Hulda Hákonardóttir, Markaðs- og kynningarstjóri Ístex og
Jóhanna E. Pálmadóttir, bóndi og framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.
 
Peysunum skal skilað til Ístex, Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ, fyrir 1. október 2013 merktum með dulnefni en nafn, heimilisfang og símanúmer látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Peysunum verður skilað að lokinni keppni.

Verðlaunaafhending verður fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013. Til stendur að efna til sýningar á öllum peysum sem sendar verða í keppnina.

Markmiðið með þessari samkeppni er að heiðra íslensku sauðkindina og íslenska prjónahefð og stuðla að listiðnaði og hönnun.

 

Af: www.bbl.is

 

Fallegar peysur og menn og konur.

 

Skráð af Menningar-Staður